Morgunblaðið - 06.09.2009, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 06.09.2009, Blaðsíða 39
Umræðan 39 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2009 Bredgade 33 DK-1260 Kbh. K Tel +45 8818 1111 Mánudaginn 7. september kl. 13-18 á Hverfisgötu 29, 101 Reykjavík Bruun Rasmussen Kunstauktioner er stærsti uppboðshaldari Danmerkur. Sérfræðingar okkar bjóða þig velkominn til ókeypis mats á listmunum þínum án nokkurra skuldbindinga. Við bjóðum upp skartgripi, silfur, Georg Jensen listmuni, Flora Danica skartgripi, rússneska list, mynt, frímerki, vopn, bækur og vín árið um kring. Láttu okkur vita ef þú átt listmuni í þessum flokkum og einn af sérfræðingum okkar mun hafa samband við þig áður en þeir koma til landsins. Við erum einnig að leita að verkum eftir íslenska listmálara eins og: Jón Stefánsson, Olafur Eliasson, Ásgrím Jónsson og Jóhannes S. Kjarval og marga fleiri. Við bjóðum besta verðið á markaðinum ásamt skjótu uppgjöri. Hægt er að meta listmuni heima hjá fólki þann 6. eða 7. september. Vinsamlegast hafðu samband – með góðum fyrirvara – við Kasper Nielsen í síma +45 6035 1121 eða með tölvupósti: k.nielsen@bruun-rasmussen.dk Næstkomandi skoðanir og uppboð, sjá: www.bruun-rasmussen.dk Uppboð Matsdagur í Konunglega danska sendiráðinu NÚ FER í hönd haustið sem er í senn hið náttúrulega haust, þar sem göturnar fyll- ast af sölnuðu laufi og skólabörnum, og haust kreppu, undanfari efna- hagslegs frostavetrar. Þetta er veturinn sem markar botninn á timb- urmannatímabilinu eft- ir sukkið góða um árið – afeitrun í gangi og svo eftirmeðferð og vonandi að lokum bati! Batinn felur í sér nýtt Ísland, laust við þá græðgi og siðleysi sem ein- kenndi fyrri tíð – það er að minnsta kosti krafan. Hið nýja Ísland skal byggja á hófsemd, siðsemd og rétt- læti! Í þessari grein ætla ég að fjalla um hið síðastnefnda: réttlætið. Og ég ætla að fjalla um það út frá stærsta óréttlætismáli sem við stöndum frammi fyrir – skuldabyrði heimila og fyrirtækja í landinu. Hagsmunasamtök heimilanna blása til greiðsluverkfalls þann 1. október til að þrýsta á um að komið verið til móts við kröfu um leiðrétt- ingu húsnæðislána. Frá því að ný rík- isstjórn tók við hefur hún þverskall- ast við sanngjörnum kröfum um þessa leiðréttingu. Þeir ætla aðeins að bjarga hinum verst settu og fólk sem hefur alltaf staðið við sínar skuldbindingar á nú ekki að fá aðstoð nema með auðmýkjandi tilsjón og af- skiptum. Sorrý – ekki ásættanlegt. Við erum nógu hnípin, við þurfum ekki meira! Í hverju felst svo óréttlætið? Færa má rök fyrir því að myntkör- fulánin sem gömlu bankarnir héldu að fólki síðustu árin í rekstri hafi breyst í svikamyllur, þótt það hafi kannski ekki verið ásetningur í upphafi. Blekið var varla þornað af lánunum þegar lán- veitendurnir, gömlu bankarnir, tóku stöðu gegn krónunni og felldu hana jafnt og þétt á þriggja mánaða fresti þegar kom að upp- gjörum og milli- uppgjörum. Þannig hækkuðu þeir höfuðstól lánanna (auk þess að hækka vextina) og juku tekjur sínar en voru eftir sem áður með út- gjöld af sínum rekstri í krónum hérna heima. Þetta er sambærilegt því að maður keypti bíl og fengi lán frá fjár- mögnunarfyrirtæki en svo kæmi mað- ur frá fyrirtækinu á þriggja mánaða fresti og rispaði og beyglaði bílinn. Eftir eitt, tvö ár væri verðmæti bíls- ins orðið innan við helmingur þess sem maður skuldaði í bílnum – og fjármögnunarfyrirtækið krefðist þess að maður borgaði að fullu! Síðan tekur ríkið yfir svikamylluna og ætlar að ganga að þessum kröfum að fullu þar sem það er hægt. Þetta er sambærilegt við að þegar Enron fór á hausinn hefðu bandarísk yfirvöld tek- ið yfir svikamylluna, haldið áfram að féfletta raforkuneytendur og svarað, eins og viðskipta- og fjármálaráð- herra Íslands svara í dag: „Við höfum ekki efni á að hætta þessu.“ Nú á ég fullt eins von á að málefni myntlána verði útkljáð fyrir dóm- stólum í einhverjum af þeim próf- málum sem eru í gangi dag varðandi skuldamál. Sem vinstrimanni og þátt- takanda í að koma þessari ríkisstjórn á koppinn þykir mér það þó ansi snautlegt ef dómstólar þurfa að skikka vinstristjórn til að sýna rétt- læti – þetta er fyrst og fremst krafa um réttlæti. Þessir gjörningar bankanna sem felldu krónuna skiluðu sér svo inn í verðtryggðu lánin okkar í gegnum verðbólguskotið sem þetta olli. Auk þess erum við með falskar forsendur inni í vísitölunni; neyslumynstur há- þenslutímans 2005-2007 og íbúðaverð frysts markaðar sem á eftir að fara mun neðar. Áðurnefndir ráðherrar fjármála og viðskipta hafa talað gegn því að fólk fari í aðgerðir eins og greiðsluverk- fall. Þeir segja að það komi fólki að- eins í enn meiri vandræði. Nú er ég ekki með neinar sérstakar væntingar til embættismanna sem púkkað hefur verið upp á tímabundið í ráðherra- stöðu. En leiðtogar vinstrimanna ættu að hafa snefil af sögulegri vitund og réttlætiskennd. Verkföll hafa til skemmri tíma aldrei verið neinum til góðs, hvorki þeim sem fara í verkfall né þeim sem verkfallið beinist gegn. Þau hafa þó verið nauðsynlegt tæki þegar allt um þrýtur og til lengri tíma hafa þau átt sinn hlut í að skapa það velferðarkerfi sem hér er þó enn til staðar. Afleiðingar greiðsluverkfalls sem byggir á réttlátum kröfum eru á ábyrgð þeirra sem það beinist gegn! Greiðsluverkfall fyrir réttlæti Eftir Kjartan Jónsson » Fólk á nú ekki að fá aðstoð nema með auðmýkjandi tilsjón og afskiptum. Sorrý – ekki ásættanlegt. Við erum nógu hnípin! Kjartan Jónsson Höfundur er þýðandi og íslenskukennari. Fréttir í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.