Morgunblaðið - 06.09.2009, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 06.09.2009, Blaðsíða 50
50 Minningar MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2009 ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ERLA SVEINA H. JÓRMUNDS, Jökulgrunni 25, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum fimmtudaginn 3. september. Útför hennar verður gerð frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 10. september kl. 13.00. Bogi Jóh. Bjarnason, Bjarni J. Bogason, Kolbrún J. Snæfeld, Guðný Bogadóttir, Þórður Bogason, Elín H. Ástráðsdóttir og barnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, JÓN ÞORSTEINS HJALTASON, Glói, sem lést á dvalarheimilinu Hlíð laugardaginn 29. ágúst, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju mánudaginn 7. september kl. 13.30. Sigríður Steindórsdóttir, Steindór Jónsson, Anna Þórný Jónsdóttir, Helgi Vigfús Jónsson, Ingibjörg Jónasdóttir, Lára Magnea Jónsdóttir, Ólafur Guðmundsson, afabörn og langafabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐFINNA ÞÓRARINSDÓTTIR, Gulla, Steinagerði 17, lést á heimili sínu að morgni fimmtudagsins 3. september. Jarðarför verður auglýst síðar. Edda Alexandersdóttir, Örn H. Jacobsen, Rúna Alexandersdóttir, Þorvaldur Ingvarsson, Alexander Þorvaldsson, Halldóra Anna Þorvaldsdóttir. ✝ Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, HALLVARÐUR BIRGIR FERDINANDSSON, Þórðarsveig 2, Reykjavík, lést miðvikudaginn 26. ágúst. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Innilegar þakkir fyrir hlýhug og samúð við andlát hans. Sesselja Þ. Jónsdóttir, Ágúst Hallvarðsson, Hólmfríður H. Gunnlaugsdóttir, Hildur G. Hallvarðsdóttir, Ragnar H. Júlíusson, Andri Kristinn, Sandra Karen, Helena Perla, Aníta Sól, Kristinn Freyr og Ragnheiður Lena. ✝ Okkar innilegustu þakkir til allra sem sýndu samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, FÍFU G. ÓLAFSDÓTTUR, Hjarðarhaga 46, Reykjavík, sem lést á dvalarheimilinu Grund við Hringbraut mánudaginn 20. júlí. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á deild 3-A fyrir frábæra umönnun. Ólafur S. Helgason, Ásdís Helgadóttir, Gunnar O. Rósarsson, Sigrún Huld Gunnarsdóttir, Hildur Arna Gunnarsdóttir, Bryndís Snæfríður Gunnarsdóttir, Tómas Ían Brendansson. Kveðja frá Félagi ís- lenskra listdansara Fallinn er frá frum- kvöðull á sviði listdans á Íslandi og baráttumaður mikill, Sigríður Ár- mann. Sigríður hóf dansnám hjá Ásu Hanson árið 1934 aðeins sex ára göm- ul en var síðan í dansnámi hjá öllum þeim sem buðu upp á danskennslu í Reykjavík á þessum árum. Löngunin til frekara dansnáms var afar sterk í Sigríði en aðeins fimmtán ára gömul, í miðri seinni heimstyrjöldinni, sigldi hún til Bandaríkjanna þó svo að skipaferðir yfir Atlantshafið væru ekki sérlega aðlaðandi á þessum tím- um. Í heimsborginni New York blómstraði danslífið en á þessum tíma var bandaríski nútímadansinn að þróast og upplifði því Sigríður verk frumherja þess hans með eigin aug- um. Sigríður stefndi alltaf að því að koma heima að námi loknu og leggja hinum unga listdansi hér á landi allt sitt lið. Hún innritaðist í Chalif School of Dancing sem var einn af fáum skól- um þar sem hægt var að læra til kennaraprófs í ýmsum greinum dans- listarinnar. Sigríður nýtti tímann vel til að læra og að þremur árum liðnum hafði hún lokið kennaraprófi í list- dansi, þjóðdönsum, samkvæmisdansi og fagurfræði. Þá var haldið heim á leið þrátt fyrir að hún væri óspart hvött til þess að reyna fyrir sér á svið- um stórborgarinnar. Árið 1947 var Sigríður einn stofn- félaga í Félagi íslenskra listdansara og gegndi hún formennsku frá árinu 1952 til 1966. Efling listdansins var þar efst á baugi auk þess sem mark- mið félagsins var að gæta sameigin- Sigríður Theódóra Ármann ✝ Sigríður Theó-dóra Ármann fæddist í Reykjavík 26. maí 1928. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi 14. ágúst sl. og var jarð- sungin frá Dómkirkj- unni í Reykjavík 24. ágúst. Meira: mbl.is/minningar legra hagsmuna dans- arastéttarinnar. Sigríður var óþreyt- andi og úrræðagóður ráðgjafi félagsmanna allt til dauðadags. Sig- ríður kenndi við Dans- skóla F.Í.L.D sem var stofnsettur árið 1948 en skólinn var lagður niður árið 1952 þegar Listdansskóli Þjóðleik- hússins varð til. Þá stofnaði Sigríður sinn eigin skóla, Balletskóla Sigríðar Ármann, sem enn blómstrar undir stjórn dóttur hennar Ástu Björnsdóttur. En Sigríður var líka frumkvöðull á vettvangi danssköpunar. Þann 19. nóvember 1947 hélt Sigríður einka- sýningu í Sjálfstæðishúsinu. Sýningin vaki talsverða athygli og fékk hún mjög góða dóma í blöðum. Hún samdi einnig fyrsta alíslenska ballettinn, Eldinn (1950), við tónlist Jórunnar Viðar en hann var sýndur á sviði Þjóð- leikhússins. Auk þessa samdi Sigríður dansa í sýningum Þjóðleikhússins og dansaði sjálf á fyrstu árum þess, með- al annars sólódans í opnunarsýning- unni Nýársnóttinni. Sigríði Ármann verður seint full- þakkað allt það starf sem hún lagði af mörkum við að koma íslenskum list- dansi á legg og styðja við hann alla tíð. Dugnaður hennar og orka, lífsgleði og bjartsýni var óbilandi, þrátt fyrir að oft hafi framtíðin ekki verið björt. Hún lét aldrei bugast í þeirri baráttu sem þeir sem listdansinum unna hafa háð svo áratugum skiptir. Sigríður hlaut heiðursverðlaun Grímunnar ár- ið 2004 fyrir framlag sitt til sviðslistar hér á landi. Félag íslenskra listdansara vottar börnum Sigríðar, Sigbirni, Ástu og Pálínu, og fjölskyldum þeirra innilega samúð sína. Karen María Jónsdóttir formaður. Það er erfitt að sætta sig við þá staðreynd að Sigríður Ármann sé lát- in. Þessi smáa, fíngerða kona, sem virtist fremur tilheyra álfheimum en mannheimum okkar hinna, átti slíka eldsál og þvílíkan dugnað og kjark að undrun sætti. Líf hennar snerist um dans og enn meiri dans. Aðeins eig- inmaður, börn og nánasta fjölskylda skipuðu hærri sess í hjarta hennar en listdansinn. Ég var tíu ára gömul þeg- ar ég hóf nám í Ballettskóla Sigríðar Ármann og hef eiginlega ekki hætt að dansa síðan þá. Þetta var árið 1952, árið sem hún stofnaði skólann sinn. Á sviði sá ég hana fyrst dansa í hlut- verki „vorvindsins“ í balletti Bidsteds „Ég bið að heilsa“. Vindurinn bærði gluggatjöld skáldsins Jónasar og sveif síðan innum gluggann, lék í kringum hann og varð honum inn- blástur að kvæðinu fallega. Þannig var líka Sigríður, persónan, störf hennar og hugsjónir innblástur mér og eflaust mörgum öðrum. Þegar ég kom heim eftir þriggja ára nám við ballettskóla erlendis var það Sigríður sem bauð mér kennslu í skólanum sínum, sem ég þáði með þökkum. Sig- ríður var alla tíð tilbúin að víkja fyrir yngri kynslóð dansara og danskenn- ara. Viðhorf hennar var að unga fólkið ætti snemma að læra að axla ábyrgð. Þannig fékk hún mig til að taka við formannsstarfi sínu í Félagi íslenskra listdansara á sínum tíma, en var mér þó alltaf innan handar ef einhver vandamál komu upp. Sigríður var hreinskilin og heiðar- leg og var ekki að leyna því ef til- raunir mínar til danssköpunar féllu ekki að hennar smekk eða nemenda- sýningar Listdansskóla Þjóðleikhúss- ins, á meðan þær voru undir minni stjórn, sýndu ekki næga framför nemenda. En svo var hún líka óspör á hrósið ef henni fannst eitthvað vel gert. Hún var traust og góð vinkona og þó að samtöl okkar snerust oft um dans í einhverri mynd, komu matar- uppskriftir og laxveiðar í Borgarfirð- inum þar einnig við sögu, svo eitthvað sé nefnt. Nú að undanförnu, eftir að mér var falið að rita sögu listdans á Íslandi, hef ég verið með blaðsíður í vasabókinni minni með yfirskriftinni „Spyrja Sigríði“. Þar söfnuðust sam- an ýmsar spurningar sem ég vissi að Sigríður ætti svar við. Nú verða þess- Það var öflugt skáta- starf og fjörugt fé- lagslíf í gamla Skáta- heimilinu við Snorrabraut. Mörg er- um við, sem eigum það- an fjársjóð góðra minninga. Þar voru hnýtt vináttubönd sem ekki hafa rofn- að. Við vorum þar flest kvöld vikunn- ar og stundum á daginn líka, nokkrir strákar, oft kallaðir „setuliðið“, vegna þess hve þaulsætnir við vorum. Í þessum hópi var Einar Strand næst- elstur, fæddur 1935, en sá sem þetta skrifar yngstur, fæddur 1939. Fljót- lega myndaði tíu stráka hópur skáta- flokkinn Refi. Ekki var það vegna innrætis, heldur höfðu aðrir flokkar helgað sér flest önnur dýranöfn. Þetta var á árunum 1951 til 1952. Margar og minnisstæðar voru ferð- irnar í skátaskálana, einkum Jötun- heima, sunnan í Skarðsmýrarfjalli, um helgar á öllum árstímum og um páska. Um árabil starfaði Einar í Kiddabúð á Njálsgötu þar sem Kjar- val bjó uppi á lofti og hrelldi húsmæð- ur hverfisins með því að koma í búð- ina klæddur úlpugæru einni fata til að kaupa tóbak. Um páska 1954 þurftum við Einar að fara í bæinn á föstudag- inn langa til að vinna frá níu til tólf að morgni laugardags. Ég vann þá með skóla í matvöruverslun í Hlíðunum. Þá var ekkert sem hét að fá frí laug- ardaginn fyrir páska. Við gengum úr Einar Strand ✝ Einar Strandfæddist í Reykja- vík 24. apríl 1935. Hann andaðist á Landspítalanum í Fossvogi 23. ágúst sl. og var útför hans gerð frá Bústaða- kirkju 1. september Jötunheimum niður í Hveradali í snarvit- lausu suðvestan slag- viðri í veg fyrir rútuna í bæinn og var ekki þurr þráður á okkur er í Skíðaskálann kom. Daginn eftir var svo auðvitað haldið uppeft- ir að nýju strax eftir vinnu. Árin liðu og fundum fækkaði. Þau hjónin Einar og Erla ráku um árabil matvöruverslunina Skjólakjör, eina vin- sælustu verslunina á þeim slóðum enda var þjónustulund og lipurð þess- ara samhentu hjóna viðbrugðið. Seinna starfaði Einar í átta ár sem kirkjuvörður í Bústaðakirkju. Mér fannst hann fæddur í það starf. Einar var laginn myndasmiður. Myndasafn hans er merk heimild um skátastarf um og eftir miðja síðustu öld. Um skeið hafði Einar átt við vanheilsu að stríða, en nýlega fór að halla ört und- an fæti og nú er kveðjustundin runnin upp. Hann er sá þriðji úr flokki Ref- anna sem farinn er yfir móðuna miklu. Á undan honum létust um ald- ur fram þeir Örn Valdimarsson og Finnbjörn Hjartarson. Ég á Einari þakkarskuld að gjalda. Hann var límið í hópnum. Stundum var farið á kaffihús, þegar verið var að rölta rúntinn, og keypt súkkulaði og rjómavöfflur eða ísblanda á Langa- bar. Sá yngsti var oft blankur. Þá stóð ekki á félögunum, allra síst Einari, að splæsa, eins og sagt var. Ég á honum ekki minni skuld að gjalda fyrir órofa vináttu í ein 57 ár. Það er langur tími. Ég leyfi mér að segja, að þessir eldri félagar mínir hafi á unglingsárunum að nokkru leyti gengið mér í föður- stað. Það hef ég séð æ betur með ár- unum. Við Refirnir þökkum Einari vináttu og tryggð. Hann var einn fárra sem ekki gera kröfur til annarra en sjálfs sín. Sannur skáti. Erlu, Einari Þór og öllu þeirra fólki votta ég einlæga samúð. Með okkur lifa dýrmætar minningar um vamm- lausan mann og góðan dreng. Guð blessi minningu Einars Strand. Eiður Guðnason. Kær vinur okkar Einar Strand er látinn. Við viljum minnast hans með þakklæti og gleði fyrir góðar stundir og einstaka vináttu. Við kynntumst sem unglingar gegnum skátastarfið og höfum haldið hópinn síðan. Einar kynntist Erlu upp í „Heimili“ en þar eyddi hópurinn næstum hverju kvöldi í mörg ár, en „Heimilið“ eins og Skátaheimilið við Snorrabraut var kallað þá, var eins konar félagsmið- stöð unglinganna. Ótal margt kemur upp í hugann sem vekur upp hlýjar minningar sem við áttum með Einari og Erlu. Úti- legur og ferðalög út um land, fyrst laus og liðug og síðar með börnin, sem þar af leiðandi kynntust líka ágæt- lega. Við fórum í skíðaferðir með alla fjölskylduna frá því fyrst var opnað í Bláfjöllum og eftir að börnin komust upp var farið í ferðir um óbyggðir Ís- lands og utanlandsferðir. Allt minn- ingar sem við hlúum nú að og gleðj- umst yfir. Einar var einstakt prúðmenni í alla staði. Traustur, samviskusamur og yfirvegaður. Orð hans og verk ein- kenndust af heilindum. Hann naut þess að hlusta á góða tónlist, var áhugamaður um myndlist og teiknari góður. Einar var einstaklega barn- góður og naut hverrar stundar sem hann gat verið með barnabörnunum sínum, en þau hjónin áttu einn son, Einar Þór, og tvö barnabörn, Ágúst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.