Morgunblaðið - 06.09.2009, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.09.2009, Blaðsíða 11
Google.com býður fólkiað þýða texta úr einutungumáli á annað.Slíkar þýðingar ber að taka með miklum fyrirvara. Það er augljóslega rétt, sem haft var eftir Þorbirni Broddasyni pró- fessor fyrr í vikunni, að seint kæmi gullaldartexti úr slíkum þýðingum. Maður nokkur, sem sló inn setninguna „Ég er hoppandi kát- ur“ varð heldur en ekki undrandi þegar enska þýðingin reyndist vera „Holy shit, I am gay“ (Fjandinn sjálfur, ég er samkyn- hneigður). Hann ákvað að prófa að þýða sömu setningu yfir á dönsku, en þar varð útkoman „Hold da kæft jeg er bösse“ svo Google-þýðingin var sjálfri sér samkvæm í vitleys- unni og fullyrti, með blóti og for- mælingum, að maðurinn væri í raun og sann samkynhneigður. Þegar þýðingunni var snúið upp á Google og rituð inn setn- ingin „Fjandinn sjálfur, ég er samkynhneigður!“ þá svarar Go- ogle um hæl á ensku: „Follow me, I’m gay“ (Fylgið mér, ég er sam- kynhneigður). Ekkert hægt að hnika herra Google frá þeim hug- leiðingunum. Til að láta enn reyna á hoppið var slegin inn setningin: „Þetta er hoppandi kanína“ og þá kom þýð- ingin „This is holy shit rabbit.“ Orðið „hoppandi“ er því ekki fyrir viðkvæma og best að láta Google ekki komast í tæri við það. Helvítis mánudagar Næst lá beint við að setja inn þekktasta slagorð búsáhaldabylt- ingarinnar, „Helvítis fokking fokk!“, þótt vissulega sé þar um slangur að ræða og því kannski vafasamt að leggja slíka gildru fyrir þýðingarforritið. En Google hugsaði sig vart um sekúndubrot: „Monday, February fokk.“ Vissu- lega var ýmislegt sem fór í taug- arnar á mótmælendum á mánu- dögum í febrúar sem og aðra daga, en það er önnur saga og óþarfi af Google að leggja slíkt mat á hlutina. „Útrásarvíkingur með kúlulán“ var Google ofviða, eins og illa inn- rættur skríbent hafði raunar reiknað með. Þýðingin var með öllu óskiljanleg: „Film with Kúlu- laksur.“ Er Google kannski að gefa í skyn að útrásarvíkingarnir hafi ekki verið raunverulegir? Þeir hafi bara verið sýndarveru- leiki, eins og í bíómynd? „Hverjum dettur svona bull í hug?“ var næsta spurningin sem Google fékk og ekki nema eðli- legt, eftir alla þá vitleysu sem þaðan kom. Ekkert efnislegt svar barst, en þýðingin á spurningunni sjálfri var stórfurðuleg: „Each fall like bull in mind?“ Eins konar „Hot spring river this book“ þýð- ing þar á ferð. Einu náði herra Google kór- réttu. Þegar slegin var inn setn- ingin „Þetta er skelfileg þýðing“ játaði hann sig sigraðan og stað- festi það: „This is a terrible translation.“ rsv@mbl.is Ruddalegt að vera hoppandi Ekki fyrir viðkvæma Hoppandi kanína eða „Holy shit rabbit“ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2009 @ Fréttir á SMS smáauglýsingar mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.