Morgunblaðið - 06.09.2009, Side 11

Morgunblaðið - 06.09.2009, Side 11
Google.com býður fólkiað þýða texta úr einutungumáli á annað.Slíkar þýðingar ber að taka með miklum fyrirvara. Það er augljóslega rétt, sem haft var eftir Þorbirni Broddasyni pró- fessor fyrr í vikunni, að seint kæmi gullaldartexti úr slíkum þýðingum. Maður nokkur, sem sló inn setninguna „Ég er hoppandi kát- ur“ varð heldur en ekki undrandi þegar enska þýðingin reyndist vera „Holy shit, I am gay“ (Fjandinn sjálfur, ég er samkyn- hneigður). Hann ákvað að prófa að þýða sömu setningu yfir á dönsku, en þar varð útkoman „Hold da kæft jeg er bösse“ svo Google-þýðingin var sjálfri sér samkvæm í vitleys- unni og fullyrti, með blóti og for- mælingum, að maðurinn væri í raun og sann samkynhneigður. Þegar þýðingunni var snúið upp á Google og rituð inn setn- ingin „Fjandinn sjálfur, ég er samkynhneigður!“ þá svarar Go- ogle um hæl á ensku: „Follow me, I’m gay“ (Fylgið mér, ég er sam- kynhneigður). Ekkert hægt að hnika herra Google frá þeim hug- leiðingunum. Til að láta enn reyna á hoppið var slegin inn setningin: „Þetta er hoppandi kanína“ og þá kom þýð- ingin „This is holy shit rabbit.“ Orðið „hoppandi“ er því ekki fyrir viðkvæma og best að láta Google ekki komast í tæri við það. Helvítis mánudagar Næst lá beint við að setja inn þekktasta slagorð búsáhaldabylt- ingarinnar, „Helvítis fokking fokk!“, þótt vissulega sé þar um slangur að ræða og því kannski vafasamt að leggja slíka gildru fyrir þýðingarforritið. En Google hugsaði sig vart um sekúndubrot: „Monday, February fokk.“ Vissu- lega var ýmislegt sem fór í taug- arnar á mótmælendum á mánu- dögum í febrúar sem og aðra daga, en það er önnur saga og óþarfi af Google að leggja slíkt mat á hlutina. „Útrásarvíkingur með kúlulán“ var Google ofviða, eins og illa inn- rættur skríbent hafði raunar reiknað með. Þýðingin var með öllu óskiljanleg: „Film with Kúlu- laksur.“ Er Google kannski að gefa í skyn að útrásarvíkingarnir hafi ekki verið raunverulegir? Þeir hafi bara verið sýndarveru- leiki, eins og í bíómynd? „Hverjum dettur svona bull í hug?“ var næsta spurningin sem Google fékk og ekki nema eðli- legt, eftir alla þá vitleysu sem þaðan kom. Ekkert efnislegt svar barst, en þýðingin á spurningunni sjálfri var stórfurðuleg: „Each fall like bull in mind?“ Eins konar „Hot spring river this book“ þýð- ing þar á ferð. Einu náði herra Google kór- réttu. Þegar slegin var inn setn- ingin „Þetta er skelfileg þýðing“ játaði hann sig sigraðan og stað- festi það: „This is a terrible translation.“ rsv@mbl.is Ruddalegt að vera hoppandi Ekki fyrir viðkvæma Hoppandi kanína eða „Holy shit rabbit“ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2009 @ Fréttir á SMS smáauglýsingar mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.