Organistablaðið - 01.07.1971, Blaðsíða 22

Organistablaðið - 01.07.1971, Blaðsíða 22
Lokaþáttur. Um lokaþátt guðsþjónustjunnar er það að segja, að „brottsend- ingin“ ætti að vera skýrari. 1 hinni norsku reynislugerð frá árinu 1969 hljóða síðustu orðin á þessa leið — eftir að hlessunin 'hefur verið sungin: „Farið í friði, og þjónið Drottni með gleði.“ Þessari stuttu viðbót hefur yfirleitt verið vel tekið. Þetta eru lokaorðin á undan eftirspili, sem leikið er, meðan söfnuðurinn yfirgefur kirkjuna. Tilgangur þáttarins er skýr, jafnvel áleitinn, og þó er hann nauð- synlegur. Þessi þáttur skal leiða í ljós, að staða lýðs Guðs gagnvart Guði og mönnum er einmitt ekkert annað en „þjónusta“. Söngmessan í kirkjunni á sunnudagsmorgnana er nauðsynlegur undirstöðuþáttur þessarar altæku „þjónustu fyrir Guði“. En hún er aðeins 'hluti: Þjón- ustan tekur til alls lífsins, virka daga sem sunnudaga. Þess vegna: Farið út, farið heim, í friði Drottins. Þjónið Guði — áfram — í starfi og önnum, gjörið það með gleði. GuSsþjónuslan sem „þjónusta allra“ þarf einnig að koma fram í því, að allir eru virkir þátttakendur í hinni sameiginlegu athöfn í kirkjunni. Æskilegast væri, að „leið- togi“ guðsþjónustunar — sá, er vér köllum oftast „prestinn“ — ann- ist aðeins viss kjarnaatriði í ibæninni, umfram allt kvöldmáltíðar- bænina (evkaristi-bænina) og lokabæn með blessuninni og að auki predikunina að öllum jafnaði. Þar á móti ættu allir aðrir þættir og hlutar guðsþjónustunnar að hvíla á öðrum hópum í söfnuðinum eða á söfnuðinum í heild. Iiva'ð er guðsþjónusta? En á komandi áratug varðar mestu, að því er snertir guðsþjón- ustuna, að endurnýjaður verði og dýpkaður skilningur manna á því, hvað guðsþjónustan er í raun og veru. — Sérhver endurnýjun á helgisiðum er lí rauninni fánýt, ef prestur og söfnuður öðlast ekki dýjjri skilning á eðli guðsþjónustunnar: Hún er ekki sama og predikun, sem menn lilýða á, ekki aðeins 'hliðstæð samfund- um sálar við Drottin sinn og frelsara — eins og í einrúmi, heldur er guðsþjónustunni ætlað meira og dýpra hlutverk: Hún endurnýjar og eflir sáttmálann milli Guðs og ilýðs Ihans og meðal lýðsins inn- byrðis; Guð kallar lýð sinn og safnar honum saman fyrir orð sitt og anda og leyfir honum að koma fram fyrir auglit sitt, öðlast hlut- 22 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.