Organistablaðið - 01.07.1971, Blaðsíða 29

Organistablaðið - 01.07.1971, Blaðsíða 29
Þær hugmyndir eiga að baki sér langa sögu — í þýzkri mótmæl- endatrú, þar sem haldnar voru óteljandi kirkjubyggingaráSstefnur: „Kirchenbautagungen“, í kaþólskum sið af hliðstæðum atburðum: helgisiSahreyfingunni. Þessir tveir trúarsiðir hafa lært hvor af öðr- um — í trúarlegum safnaðaranda hafa menn mætzt. Og hið undar- lega hefur átt sér stað, að kaþólskar kirkjur og mótmælendakirkjur liafa orðið mjög líkar. 1 nútímakirkjum er það einkennandi, að söfn- uðurinn er látinn sitja í kringum miðpunkt helgisiðaathafnanna. Er þá nýtt skeið þegar upp runnið? Hin veraldlega þróun heldur áfram, framandleiki nútímamannsins í kirkjunni hefur aukizt — róttækir, kristnir menn hafa dregið í efa tilverurétt þeirra og krafizt þess, að guðsþjónustan skuli aftur hverfa inn í daglegt líf. Menn hafa horfið aftur til hugmyndarinnar um húskirkjuna, sem velþekkt er úr Nýja testamentinu. Og þegar menn liafa hugsað sér hina „réttu“ kirkju, því án hennar getum við ekki verið, hafa hús manna verið tekin til fyrirmyndar. Menn vilja ekki nein skrauthýsi framar, engin geðhrifahús, engan sýningararkitektúr. Menn vilja guðshús, sem ber merki einfaldleikans, að maður segi ekki fátæktarinnar, hús, sem hefur þá eiginleika til að ibera, er hæfa safnaðarlífi okkar daga. Einangrun kirkjunnar verður að rjúfa, þess vegna 'hafa um lang- an aldur verið byggðir samkomusalir við kirkjurnar. En það er ekki nóg, segir Förderer. Kirkjan sjálf verður að opna lilið sín og sýna það og sanna, að allt er heilagt, allt er guðsþjónusta, sem þjón- ar fagnaðarboðskapnum. Kirkjuhúsnæðið verður eins konar „Mehrz- weckraum“. Starfsemi kirkjunnar getur einnig rúmast í vanalegu íbúðarhúsnæði, til þess að vera í nánari tengslum við íbúa hverfisins. Til er afbrigöi af þessari tegund kirkna: stofukirkjan „die Raum- kiröhe“. Hún myndar ékki sjálfstæða ibyggingarfieild, en er hluti af 'samkomuhúsi, þar sem efri hæðin, stór ferhyrnd stofa eða salur er notaður fyrir guðsþjónustur. í þessum kirkjum er engin föst inn- rétting, altari, prédikunarstóll o. fl. er hreyfanlegt. Söfnuðinum er frjálst að haga skipan hverju sinni eftir því, hverrar tegundar sam- koman er. Bæði sem „Mehrzweckraum“ og „Raumkirche“ hefur hið kristna guðshús gengið til móts við kröfur tímans. Ströng gagnrýni er heimil. En kröfunni um aðlögun að frístundavandamálinu og rótleysinu í lífi nútímamannsins er ekki unnt að vísa á bug. Á þessu sviði hafa viöbyggöu kirkjurnar oft gert mikið gagn. Með litlu kirkjubygg- ORGANISTABI.AÐIÐ 29

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.