Organistablaðið - 01.12.1982, Side 22

Organistablaðið - 01.12.1982, Side 22
Organistablaðið Útg. Félag íslenskra organleikara Formaður: Kristján Sigtryggsson, gjaldkeri: Orthulf Prunner, ritari: Glúmur Gylfason Afgreiöslumaðurblaðsins: Þorvaldur Björnsson, Efstasundi 37, R. Prentað í Borgarprent Útgáfu önnuðust: Kristján Sigtryggsson ábm. Páll Halldórsson og Páll Kr. Pálsson Þegar Rubinstein var í París var hann svo mikill samkvæmishestur að honum gafst naumur timi til æfinga. Þess vegna gaf hann þjóni sínum ströng fyrirmæli um að láta engan ónáða sig. Þegar svo gestur barði að dyrum skömmu síðar sagði þjónninn að meistarinn væri ekki heima. „Ég heyri að hann er að spila", sagði gesturinn. „Nei," sagði þjónninn, „það er stofustúlkan að þurrka af.“ Lizzt lék nýjustu tónsmíð sína fyrir Rossini. „Þetta er marz, saminn við andlát Meyerbeers", sagði hann. „Ágætt, Franz", sagði Rossini, „en hefði ekki verið ákjósanlegra að þú hefðir dáið en Meyerbeer samið marzinn?" Síbelíus huggaði eitt sinn ungt tónskáld, sem hafði fengið slæma dóma, með þessum orðum: „Ungi maður, mundu það að hvergi í víðri veröld finnst sú borg þar sem reist hefir verið höggmynd af músíkgagnrýnanda". Músík skilgreind: „Hún er eini munaður okkar mannanna án lasta" (Samuet Johnson) „Hún er hrosshár og kattargarnir". (Shakespeare). „Hún er Parnamussus fátækiinganna" (Emerson). „Ráð mitt til þeirra, sem hyggjast sækja fyrirlestur um músík, er: Gerið það ekki, farið heldur á tónieika". Sýnkópa er það, þegar lögð er þung áherzla á nótu, sem ekki er. 22 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.