Morgunblaðið - 05.12.2009, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.12.2009, Blaðsíða 22
22 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2009 ÖNNUR umræða um Icesave-frumvarpið hefur nú staðið yfir í níu daga á Alþingi. Flestir þingmenn stjórnarandstöðu hafa tekið til máls og margir þeirra farið í ræðustól hvað eftir annað, en afar fáir stjórn- arþingmenn eða ráðherrar hafa tekið þátt í þessari löngu umræðu um Icesave, sem staðið hefur yfir frá 19. nóvember. Athygli vekur að þeir þingmenn vinstri grænna sem hafa verið gagnrýnastir á málið innan stjórnarmeiri- hlutans hafa haldið sig til hlés í þessari lotu umræðunn- ar. Rætt var í gær við hóp stjórnarliða sem hafa haft sig lítið í frammi við umræðurnar að undanförnu, til að kanna hver afstaða þeirra væri nú. omfr@mbl.is Afstaðan ekkert breyst LILJA Mós- esdóttir, þing- maður vinstri grænna, segist hafa áhyggjur af skuldastöðu þjóð- arbúsins. Nú hafi komið fram upp- lýsingar um að skuldir þjóð- arbúsins séu hærra hlutfall af þjóðarframleiðslu en 310%, sem áð- ur var áætlað. Hún sat í gærmorgun fund með fulltrúum sendinefndar Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins, sem staddir eru hér á landi, þar sem rætt var um þessi mál. Viðurkennt hafi verið að hluti af skuldum gömlu bankanna muni falla á þjóðarbúið en ekki verði strax ljóst hversu miklar þær verði. Þessi staða hefur áhrif á afstöðu Lilju til Icesave. Hún hefur lýst því yfir að hún styðji ekki ríkisábyrgð- ina. „Ég hef alltaf myndað skoðun mína til þess á grundvelli skulda- stöðunnar,“ segir hún. Lilja segir að upplýsingar um að skuldastaða þjóðarbúsins sé verri en menn töldu, hljóti að hafa áhrif á framvindu málsins á þinginu. Sú staða skipti líka máli fyrir ríkið vegna þess að það þurfi að vera til staðar gjaldeyrir til að greiða þess- ar skuldir. „Ríkið keppir við aðra aðila í samfélaginu um þennan gjaldeyri til að greiða skuldirnar og að því leyti skiptir þetta máli fyrir skuldsetningu ríkisins.“ Áhyggjur af skuldastöðunni Lilja Mósesdóttir „ÉG hef tjáð mig með gjörðum mínum á nokkuð afdráttarlausan hátt, þegar ég sagði af mér ráð- herraembætti vegna þessa máls,“ segir Ög- mundur Jón- asson, þingmaður vinstri grænna. „Hins vegar er rétt að halda því vel til haga, að málið tók talsverðum breytingum eftir að viðbrögð Breta og Hollendinga komu fram í byrjun september, einkum varðandi laga- lega þáttinn. Síðan er það Alþingis að meta málið heildstætt. Það geri ég eins og aðrir og mín afstaða mun koma fram við atkvæðagreiðslu um það,“ segir Ögmundur. Hef tjáð mig með gjörðum mínum Ögmundur Jónasson „ÞETTA er bara endurtekið efni. Þetta er mál- þóf,“ segir Atli Gíslason, þing- maður VG, um Icesave- umræðuna að undanförnu. „Okkar fólk er búið að tala og láta í ljós sínar skoðanir. Við þurfum ekkert að endurtaka það. Við skiptum með okkur verkum.“ Atli segir ekkert nýtt koma fram við þessa umræðu. Framkoma stjórnarandstæðinga sé málþóf og dæmi séu um að þingmenn hafi ákveðið að fara í andsvör áður en þeir heyra ræðuna sem þeir fara í ræðustól til að veita andsvar við. Ekkert nýtt komið fram Atli Gíslason KATRÍN Jak- obsdóttir mennta- málaráðherra segir að afstaða sín hafi ekkert breyst til Ice- save-málsins við þá löngu umfjöll- un sem það hefur fengið á þinginu í haust og vetur. Fæstir ráðherrar, að fjár- málaráðherra og forsætisráðherra undanskildum, hafa tekið þátt í þingumræðunni að undanförnu. „Maður fylgist bara með,“ segir Katrín. Afstaðan til málsins óbreytt Katrín Jakobsdóttir BJÖRGVIN G. Sigurðsson, þing- flokksformaður Samfylking- arinnar, segist hafa orðið sann- færður um það við ítarlega um- fjöllun fjár- laganefndar og þingsins um Ice- save-málið í sum- ar að umbúnaður málsins væri í lagi. Sú afstaða hans hafi ekkert breyst. „Málþófið núna og umræðan und- irstrikar það að lengra verður ekki komist með þetta erfiða mál, samn- ingurinn er viðunandi og málið hefur ekkert breyst,“ segir Björgvin. Að hans mati hafa engar nýjar upplýsingar komið fram, en margt ágætt hafi verið sagt við umræð- urnar og margar fínar ræður verið haldnar. „En meginatriðin standa óhögguð og mín afstaða er sú að við eigum ekki kost á skárri umgjörð til að klára þetta erfiða mál.“ Lengra verður ekki komist Björgvin G. Sigurðsson „AFSTAÐA mín er sú sama og áð- ur,“ segir Lilja Rafney Magn- úsdóttir, þing- maður Vinstri- hreyfingarinnar græns framboðs. Hún segir ekkert nýtt hafa komið fram við þessar umræður sem breyti afstöðu hennar til frumvarps- ins. ,,Það styrkir afstöðu mína ef eitthvað er,“ segir hún. Málið sé tilbúið til afgreiðslu og „þó fyrr hefði verið.“ Afstaða mín styrkst ef eitthvað er Lilja Rafney Magnúsdóttir ODDNÝ Harð- ardóttir, þing- maður Samfylk- ingarinnar, hefur lengi verið þeirr- ar skoðunar að Icesave-málið sé tilbúið til af- greiðslu á Al- þingi. Hún bend- ir á að hún hafi tekið þátt í ann- arri umræðu um Icesave-frum- varpið. Þingmenn hafi lýst efa- semdum um að frumvarpið stæðist stjórnarskrá. Þrátt fyrir að fjár- laganefnd hafi verið búin að fara yfir það álitamál hafi mönnum fundist rétt að kalla fjóra sérfræð- inga í lögum á fund fjárlaganefnd- ar, eins og fram hefur komið. „Staðreyndin er sú að það er bara ekkert nýtt í þessari umræðu,“ seg- ir hún. Oddný segir að málið sé ekki þannig vaxið að það fari strax að birta til í efnahagslífnu eftir af- greiðslu Icesave-frumvarpsins. „Þetta er hins vegar eitt af þeim verkefnum sem við verðum að leysa ef við ætlum að reisa efnahagslífið við. Það er útgangspunkturinn svo við náum okkur á strik.“ Verkefni sem við verðum að leysa Oddný Harðardóttir „MÍN afstaða hefur smám sam- an verið að skýr- ast eftir því sem liðið hefur á um- ræðuna alveg frá því í sumar,“ segir Sigmundur Ernir Rún- arsson, þingmað- ur Samfylking- arinnar. „Mér hefur fundist mjög til sóma hvernig þingið hefur tekið á þessu. Sér- fræðingar hafa verið kallaðir fyrir fjárlaganefnd í stríðum straumum og farið yfir málið í þaula. Ég hef löngum litið á þetta mál sem eina af forsendum þess að af endur- reisninni geti orðið. Þó mér finnist Icesave-málið í heild sinni eitthvað það versta sem yfir Ísland hefur komið, þá verðum við að líta á meiri hagsmuni fyrir minni. Það skiptir mestu að við verðum ekki með einhver lík í lestinni á leið okkar til betra samfélags,“ segir Sigmundur Ernir. Ein af forsendum endurreisnarinnar Sigmundur Ernir Rúnarsson AFSTAÐA Árna Þórs Sigurðs- sonar, þing- manns VG, til Icesave-málsins hefur ekkert breyst við um- ræður og með- ferð málsins að undanförnu. „Ég var mikið í þessu máli í allt sumar sem starfandi varaformaður fjár- laganefndar. Ég tel mig vita býsna vel út á hvað þetta mál gengur og það hefur ekkert nýtt komið fram sem breytir neinu um afstöðu mína til þess,“ segir hann. Ekkert nýtt komið fram Árni Þór Sigurðsson VALGERÐUR Bjarnadóttir, þingmaður Sam- fylkingarinnar, hélt ræðu við 1. umræðu um frum- varpið og hún seg- ir að það hafi eng- um breytingum tekið síðan. „Ég sagði þar það sem ég hef um málið að segja. Það hafa engar nýjar upplýs- ingar komið fram í þessu máli við þess- ar umræður. Ég er búin að kynna mér þetta mál og lýsti afstöðu minni mjög nákvæmlega við fyrstu umræðu og hef ekki meira til þeirra mála að leggja,“ segir hún. Frumvarpið er tilbúið til af- greiðslu þingsins að hennar mati. Engar nýjar upplýsingar Valgerður Bjarnadóttir AFSTAÐA Sigríð- ar Ingibjargar Ingadóttur, þing- manns Samfylk- ingarinnar, hefur ekkert breyst frá í sumar til Icesave- málsins. „Ég styð ekki ríkisábyrgð- ina af því að ég sé svo óskaplega ánægð með þetta allt, heldur vegna þess að við erum í af- skaplega þröngri stöðu, auk þess sem ég tel að við eigum að standa við skuld- bindingar okkar. Við erum í mjög þröngri stöðu og ég held að það muni hafa mjög alvarlegar afleiðingar að samþykkja ekki þessa ríkisábyrgð. Það hefur ekkert breyst,“ segir hún. Stjórn- arandstaðan ástundi þrætubókarlist af mjög sérstökum toga, að mati hennar. Hún bendir á að fjórir lögfræðingar og sérfræðingar í stjórnskipunarrétti, hafi komið á fund fjárlaganefndar vegna álitamála um það hvort málið stæðist gagnvart stjórnarskrá. Það hafi verið samdóma álit þriggja þeirra að það stangaðist ekki á við stjórnarskrána heldur fæli það í sér pólitíska ákvörðun. Sjálfsagt er að hennar mati að frum- varpið komist sem fyrst til meðferðar í nefnd á milli 2. og 3. umræðu. Erum í afskaplega þröngri stöðu Sigríður Ingibjörg Ingadóttir ÁSMUNDUR Einar Daðason, þingmaður vinstri grænna, hefur ekki látið í ljós opinberlega hver hans afstaða er til afgreiðslu Icesave-frum- varpsins. Hann vildi í gær ekki tjá sig neitt um málið. Benti á að frumvarpið væri nú í meðförum þingsins og mælendaskráin löng. Gefur ekki upp afstöðu sína Ásmundur Einar Daðason ÞURÍÐUR Backman, þing- maður vinstri grænna, kveðst telja að sáralítið nýtt hafi komið fram sem breyti málinu í heild. Margir óvissu- þættir séu til staðar, s.s. um hver efna- hagsþróunin verður, og lagaleg óvissuatriði hafi verið uppi, sem tekið sé á með þeim breytingum sem gerðar hafa verið. „Eftir sem áður er verið að ganga frá þessum samningi vegna þess að við teljum að við komumst ekki hjá því,“ segir hún. Þuríður bendir á að farið hafi verið yfir það með sérfræðingum í lögum, sem kallaðir voru til, hvort frumvarpið brjóti í bága við stjórn- arskrá. „Ég var áhugasöm um að fá út- skýringar á fullveldishugtakinu og sannfærðist um að þetta væri ekki brot á stjórnarskránni og gæti ekki talist ógna fullveldi landsins. Aftur á móti eru menn sammála um að EES-samningurinn væri miklu nær því og hefði átt að skoða hann sem slíkan á sínum tíma,“ segir hún. „Við berum sjálf sem þjóð ábyrgð á stórum hluta þess að hafa látið þetta viðgangast en það gera Hollendingar og Bretar líka, því þeirra var líka eftirlitið á því að láta þetta blása svona út. Það þýðir ekkert að segja að það séu allir vondir við okkur vegna þess að við sýndum óhemju kæruleysi á þessu tímabili.“ Þuríður segir að afstaða sín hafi ekki breyst. „En það er þungbært að sitja uppi með þetta.“ Þungbært að sitja uppi með þetta Þuríður Backman „ÞAÐ hafa engar nýjar upplýs- ingar komið fram í málinu. Það er ekkert nýtt að gerast. Stjórn- arandstaðan hef- ur valið að beita málþófi, hún er ber að því að hafa skipulagt málþóf og hefur við- urkennt það opinberlega,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson, varaþing- maður vinstri grænna. Hann tók í nóvember sæti á þingi í kjölfar þess að Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, formaður þingflokksins, fór í barn- eignarleyfi. Spurður um afstöðu til frum- varpsins segist Ólafur Þór hafa stað- ið að því að taka málið út úr fjár- laganefnd á sínum tíma, „og mín afstaða hefur ekkert breyst,“ segir hann. „Það er alveg jafn áríðandi núna og áður að klára málið. Stjórnarand- staðan er að nota þennan rétt sem hún hefur til að tala mikið um málið og velta hverjum steini við oft og mörgum sinnum og það er ekki mik- ið við því að gera annað en að leyfa þeim það,“ segir hann. Áríðandi að klára málið Ólafur Þór Gunnarsson Markmiðið með sölunni er að auðga líf fatlaðra barna og ungmenna og rennur allur ágóði til starfs í þeirra þágu. STYRKTARFÉLAG LAMAÐRA OG FATLAÐRA - www.slf.is Sölut ímabi l 5. – 19. desember K O M I  Í V E R S L A N I R !         
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.