Morgunblaðið - 05.12.2009, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 05.12.2009, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2009 STOFNMÆLINGAR Hafrann- sóknastofnunarinnar eru líklega þær bestu sem nokkur fisk- veiðiþjóð hefur yfir að ráða. Enda er milljörðum króna af almannafé til þeirra kostað. Vandinn er að Hafró vinnur lítið úr þeim og aðrir geta ekki fengið gögnin, hvað þá styrki til að rannsaka þessi dýru gögn. Niðurstöður nýjustu stofn- mælingarinnar hafa nú verið birtar (það verður aldrei birt meira en sú fréttatilkynning sem nýlega var send fjölmiðlum og finna má á net- inu). Því var slegið upp í Morg- unblaðinu að 2008-árgangurinn frá því í fyrra væri gríðarstór, stærsti árgangur frá upphafi mælinga. Þetta minnir á stóru fyrirsagn- irnar fyrir tæpum áratug þegar seiðavísitölur risaárganganna frá 1997 til 2000 birtust. Uppbygging þorskstofnsins með gjafa- kvótakerfinu var þá dásömuð og því spáð að fljótlega mundu þessir árgangar stækka stofninn í þrjár milljónir tonna og aflann samsvar- andi. Þessar gríðarstóru seiða- vísitölur stækkuðu kannski kvót- ann en ekki stofninn og árgangurinn frá því í fyrra gerir það ekki heldur. Hann er ekki gríðarstór heldur svipaður að stærð eða minni en 2002- árgangurinn. Næstum helmingi minni en meðalárgangur var fyrir nokkrum áratugum (240 milljón fiskar). Stærð hans sést á mynd- inni sem sýnir líka hve nákvæm- lega má segja fyrir um nýliðun og framtíðarafla úr árgöngunum út frá eins árs vísitölunum eingöngu. Þegar fleiri vísitölur og aflatölur bætast við er hægt að nota þær í ICE-jöfnunni (Index and Catch Equation) til að reikna út stærð hvers aldurshóps og árgangs af áður óþekktri nákvæmni. Reyndar út frá tímanum líka og uggvekj- andi er hve hár tímastuðullinn mælist, þ.e. 0.045. Hlutfall vísi- talna þriggja ára og eins árs fellur hratt með tíma og dæmigert er að 2006-árgangurinn mældist fyrsta vorið með sömu eins árs vísitölu og 1989-árgangurinn en nú er orð- ið nokkuð ljóst að hann mun gefa næstum helmingi minni afla. Vand- séð er að það geti stafað af öðru en ört hækkandi dánarstuðli ung- þorska en stofnreikningarnir yrðu jafnt að reikna með þessu mark- tæka sambandi við tímann þó að það ætti fremur rætur að rekja til mælitæknivandamála. Illskiljanlegt er af hverju Hafró er að blása upp væntingar til þorskstofnsins og 2008-árgangsins sem engin innistæða er fyrir. Helst má ímynda sér að þetta séu pantaðar niðurstöður hags- munaaðilanna í þeim tilgangi að panta svo meiri kvóta frá veik- geðja ráðherra. Þeir, t.d. framkvæmda- stjóri LÍÚ, sitja sem kunnugt er í stjórn Hafró, skuldugir upp fyrir haus og vita ekkert hvar þeirra hagsmunir liggja. Stofnmælingar sem út úr koma, fyrst og fremst rang- túlkaðar leyniniðurstöður, eru ekki peninganna virði. Eftir að seiða- vísitölurnar minnkuðu aftur og hættu að þjóna stundarhags- munum þeirra sem töldu sig eiga þorskstofninn voru seiðamælingar lagðar niður eins og illspá þjóð- hagsstofnun. Ætli það verði ekki örlög stofnmælinganna. Þó að þessi þorskárgangur sé lítið meira en hálfdrættingur á við meðalárgang fyrri ára er rétt að benda á að smásöluverð mögulegs afla úr honum í Evrópu er nú a.m.k. tveir milljarðar evra og verður líklega meira eftir fimm ár þegar rétt verður að huga að veið- um hans. Þorskstofninn var gríð- arstór auðlind þó að auðlindarenta hans renni aðeins að hluta til Ís- lendinga. Ekki er ástandið betra í orkuauðlindunum. Orkufyrirtækin á Ís- landi eru nú gjald- þrota, því eins og Indriði B. Þorláksson og fleiri hafa bent á rennur auðlindarenta flestra orkuauðlinda Íslendinga óskipt til erlendra auðhringja. Það eru engin smá- verðmæti í fiski og orku sem Íslendingar gefa frá sér fyrir lítið. Vonandi finnst engin olía við Ísland fyrr en vanþróaðir eyjarskeggjar vilja ekki eða þurfa ekki lengur að gefa hana erlend- um olíufélögum. Nýliðun og þar með afrakstursgeta þorskstofnsins eru í lágmarki ef ekki enn á nið- urleið. Einnig stærð stofnsins, en heildarvísitala þess stofns sem veiðarnar eru úr, þ.e. fimm ára og eldri, minnkaði um 20% frá síð- asta haustralli. En það eru vissu- lega góð tíðindi ef stórum þorsk- um er að fjölga og aldurshóparnir loks að þyngjast eitthvað og magainnihald þeirra hætt að minnka. Hraðvaxta genum hefur þá ekki verið endanlega útrýmt úr stofninum með ofveiði og stærðar- veljandi veiðarfærum. Þessu verð- ur samt að taka með nokkrum fyrirvara. Illu heilli hefur Hafró hætt að birta mikilvæga töflu yfir meðal- þyngd aldurshópanna í stofnmæl- ingunni en vel sést af lengd- ardreifingunni í vor hversu mjög þorskar í hverjum aldurshópi hafa styst og þá lést enn meira. (Þyngd = 10 x lengd í þriðja veldi, þ.e. 10% stytting verður 30% létting). Því verður líka að taka með nokkrum fyrirvara hve haustdreifingin nú og í fyrra sýnir marga golþorska þ.e. lengri en einn metra sem ekki sjást í neinu vorralli. Gott ef satt væri því eins og bent var á fyrir tveimur ára- tugum er lykilatriði að byggja upp golþorskastofninn til að fá góða nýliðun. Afar mikilvægt og brýnt rannsóknarverkefni mundi vera að telja golþorskana (einn metra eða lengri) í hverju ralli. Það mundi ekki auka miklu við heildarkostn- aðinn af rallinu, en þetta getur enginn fengið að gera nema þeir á Hafró. Gríðarverðmætur þorskár- gangur í burðarliðnum Eftir Einar Júlíusson » Illskiljanlegt er af hverju Hafró er að blása upp væntingar til þorskstofnsins og 2008- árgangsins sem engin innistæða er fyrir. Einar Júlíusson Höfundur er eðlisfræðingur. flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið – meira fyrir áskrifendur Skólar og námskeið Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift Í blaðinu verður fjallað um menntun og þá fjölbreyttu flóru sem í boði er fyrir þá sem vilja auðga líf sitt og möguleika með því að afla sér nýrrar þekkingar og stefa því á nám og námskeiða. Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um menntun, skóla og námskeið þriðjudaginn 5. janúar 2010. Meðal efnis verður : Háskólanám og endurmenntun. Fjarmenntun á háskólastigi. Verklegt nám/iðnnám á framhalds og háskólastigi. Endurmenntun. Símenntun. Listanám. Sérhæft nám. Námsráðgjöf og nám erlendis. Kennsluefni. Tómstundanámskeið og almenn námskeið. Lánamöguleikar til náms. Ásamt fullt af öðru spennandi efni. Pöntunartími auglýsinga er fyrir klukkan 16.00 mánudaginn 21. desember Nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105, kata@mbl.is Fjölskylduhjálp Íslands Neyðarkall frá Fjölskylduhjálp Íslands Hátt í 16000 einstaklingar eru nú án atvinnu auk þeirra þúsunda, sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Stór hópur þessa fólks reiðir sig á að- stoð Fjölskylduhjálparinnar nú um hátíðirnar. Tökum höndum saman og leggjum okkar að mörkum til að allir geti haldið gleðileg jól. Tekið er á móti matföngum að Eskihlíð 2-4 í Reykjavík þriðjudaga kl 9-13, miðviku- daga kl. 9-18 og fimmtudaga kl. 9-13. Símar Fjölskylduhjálparinnar eru 551 3360 og 892 9603. Einnig er tekið á móti framlögum á reikningi Fjölskylduhjálpar Íslands bnr. 101-26-66090, kt. 660903-2590. Netfang: fjolskylduhjalp@simnet.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.