Morgunblaðið - 05.12.2009, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.12.2009, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2009 Loftslags-ráðstefnaSameinuðu þjóðanna hefst í Kaupmannahöfn á mánudag. Margir binda vonir við að á ráðstefnunni ná- ist samkomulag um framhald á Kyoto-bókuninni við Lofts- lagssamning Sameinuðu þjóð- anna um að draga úr út- blæstri gróðurhúsalofttegunda. Í ljósi þess hve illa hefur gengið að ná samkomulagi um framhald Kyoto-bókunarinnar eru ekki miklar líkur á að samkomulag sem hald er í náist í Kaup- mannahöfn. Og raunar er það svo að ekki hefur verið sér- stakt hald í Kyoto-bókuninni. Ástæða þess að erfiðlega hefur gengið að ná settum markmiðum í loftslagsmálum er að miklir hagsmunir eru í húfi. Þrátt fyrir hátíðlegt tal um annað, þegar þannig stendur á, þá er það jafnan svo þegar til kastanna kemur, að sérhver þjóð gætir fyrst og fremst að eigin hagsmunum. Þessu höfum við Íslendingar kynnst mjög áþreifanlega eft- ir efnahagshrunið. Þó verður að segjast eins og er að það er nokkurt áhyggju- efni í þessu sambandi að ís- lensk stjórnvöld eru annarrar gerðar en önnur, eins og sjá má af afstöðunni til Icesave- málsins. Íslensk stjórnvöld hafa sýnt að þau telja vænlegra til árangurs að láta undan ósann- gjörnum kröfum en að standa í lappirnar og taka á móti þeim sem sýna yfirgang. Slíkt viðhorf er ekki gott veganesti inn í al- þjóðlegar viðræður um lofts- lagsmál, þar sem gæta þarf hagsmuna Íslands og halda til haga þeirri sérstöðu sem Ís- lendingar búa við. Hér á landi er endurnýjanleg orka mun útbreiddari en annars staðar í veröldinni og þess eigum við hiklaust að njóta, líkt og við höfum gert með hinu svokall- aða íslenska ákvæði Kyoto- bókunarinnar. Eins og aðstæður eru nú í efnahagsmálum þjóðarinnar, ekki síst ef ríkisstjórninni tekst að koma Icesave- klafanum á þjóðina, er nauð- synlegt að hafa allt það svig- rúm sem hægt er til að nýta auðlindir landsins til verð- mætasköpunar. Full ástæða er til að hafa áhyggjur af að núverandi ríkisstjórn hafi getu eða vilja til að gæta hagsmuna Íslands í loftslags- málum á ráðstefnunni í Kaup- mannahöfn. Það væri sann- arlega ekki á skuldaklafann og skattpíninguna bætandi að svipta landsmenn tækifærum til að auka framleiðslu og út- flutning. Efast má um að ríkisstjórninni sé treystandi fyrir hagsmunum Íslands í loftslagsviðræðum} Hagsmunir í hættu í Kaupmannahöfn Stóryrðin semsjást í blogg- heimum koma sjálfsagt ekki lengur neinum á óvart. Það er skaði, enda ótví- rætt merki um að við séum að verða samdauna þeim. Og þrátt fyrir allt eru þau ekki verst. Mannorðsmiskarnir eru verri og þeir eru daglegt brauð og ýmsir sem þó vilja sjálfsagt að mark sé á þeim tekið eru ekki aðeins stand- andi huglausir hjá heldur leggja sitt af mörkum, ýta undir eða jafnvel auka við. Og lesendur forðast að taka á móti enda ekki eftirsóknarvert að sækja yfir sig svívirðingar og skæting ef þeir hreyfa and- mælum eða undrast sleggju- dómana. Flestir láta sér því nægja að dæsa og muldra fyr- irlitningu sína í eigin barm eða í besta falli nefna blöskrun sína við næsta mann. En ógeðfelld framkoma af þessu tagi er ekki bundin við net. Dæmi um það var rakið hér í blaðinu í gær. Það gerði Þór Magnússon, fyrrum þjóð- minjavörður, og hefur grein hans vakið verðskuldaða at- hygli. Frásögn hans var mjög sláandi um ógeðfelldan upp- spuna og forkastanlega fram- göngu. En grein Þórs Magnússonar er einnig þörf áminning um að menn eiga ekki að sitja þegj- andi hjá. Það er ekki nóg að dæsa og muldra í eigin barm. Menn eiga að láta álit sitt í ljós og menn eiga að fordæma þeg- ar þess er mikil þörf. Og það á að gera með skýrum rökum og hófstilltum hætti sem er svo mikil andstæða þess sem nú er fyrirferðarmest. Það verður að taka á móti þeim sem vega að ósekju að mann- orði eða persónu} Um ljótar sögur J ólagleði saumaklúbbsins í gærkvöldi hafði valdið mér hugarangri alla vik- una. Konurnar þurftu ekkert að hafa fyrir hlutunum fremur en endranær heldur var körlunum skipað út að kaupa gjafir. Fyrirmælin voru skýr: Ein „konugjöf“ og önnur „karlagjöf“ skal það vera og ekkert múð- ur. Kostnaður á bilinu X til XX. Mér datt auðvitað fyrst í hug bleik dúkka og blár Matchboxbíll en áttaði mig svo á því að nú- tíminn er genginn í garð og stelpurnar hefðu heimtað bílinn. Ég var varla kominn inn fyrir þröskuldinn í bókabúðinni þegar lausnin blasti við mér; annars vegar kiljan Bláir skór og hamingja, hins vegar Vinir, elskhugar, súkkulaði, báðar eftir Alexand- er McCall Smith, þann góða höfund. Frábærar gjafir! Eða hvað? Hvort kynið ætti að fá hvora? Blasir við að karlinn hreppti bókina um bláu skóna en konan nyti elskhuga og súkkulaðis? Sendi ég vafasöm skilaboð með þessum gjöfum? Hvort kynið myndi móðgast; karlinn vegna þess að ég ýjaði að því að konan hans ætti elskhuga og/eða borðaði of mikið súkkulaði? Eða konan vegna þess að ég ýjaði að því að hún ætti elskhuga og/eða borðaði of mikið súkkulaði? Eða konan vegna þess ég teldi manninn ekki hamingjusaman af því að hann fengi aldrei að kaupa sér bláa skó? Það er vandlifað og ekki gaman að taka áhættu í vinahópi svona rétt fyrir jólin. Hvað með jólasokka? Eða jólasmokka? Gæti svo sem gagnast hvoru kyninu sem er. Samt... Eða flug, bíl og miða á Icesave-umræðuna niðri í þingi? Nei, það rúmast víst ekki innan kostnaðarrammans. Mér þykir líka of vænt um þessa vini mína. Vinsælasta gjöfin yrði ef til vill – miðað við ástandið núna og næstu árin eða jafnvel áratug- ina, samkvæmt spám þeirra sem gerst þekkja – flugmiði til útlanda, aðra leiðina. Þá er bara spurning hvert skal halda. Flýgur ekki Ice- landair til Manitoba? Mér flaug miði þangað í hug þegar ég sá ódýra kanadísk-íslenska orða- bók og götukort af Gimli á 75% afslætti og átti ekki nema fáein skref eftir að afgreiðsluborðinu þegar ég áttaði mig á því að við hvern þann sem flytti úr landi hækkaði kannski Icesave-skuldin mín. Eða hvað? Verð ég skuldlaus ef ég flý land? Hvað ef allir fara; þurrkast skuldin þá út? En ef ég skipti um kennitölu? Það hefur reynst mörgum vel, skilst mér. Hvað ef við reisum járntjald í kringum landið og hleypum rukkurunum ekki inn og skuldurum ekki út? Ég heyrði um daginn að sumum Austur-Þjóðverjum finnst vanta slíkt tjald í Evrópu og gætu jafnvel rétt okkur hjálparhönd. Ég tók sénsinn og keypti bækurnar eftir McCall Smith. Sjáist ég opinberlega blár og marinn á næstunni má vænt- anlega kenna um móðgaðri saumaklúbbskonu eða móðg- uðum eiginmanni saumaklúbbskonu. Hugmyndina um járntjaldið ræði ég svo nánar í kvöld, á jólagleði vinnustaðar eiginkonunnar. skapti@mbl.is Skapti Hallgrímsson Pistill Skór, elskhugar og súkkulaði FRÉTTASKÝRING Eftir Andra Karl andri@mbl.is N ýasta útspilið í Baugs- málinu – skattahluta þess öllu heldur – er í boði Mannréttinda- dómstóls Evrópu. Alls óvíst er hvernig dómstólar túlka álitaefnið og líkast til verður það Hæstaréttar að skera úr. Tekist er á um hvort meðferð mála hjá ríkis- skattastjóra og ákveðið álag jafngildi dómsmeðferð. Í febrúar sl. kvað Mannréttinda- dómstóll Evrópu upp stefnumark- andi dóm. Róbert R. Spanó, starf- andi umboðsmaður Alþingis og ritstjóri Tímarits lögfræðinga, fer yf- ir dóminn og hugsanlegar afleiðingar hans í nýlegri ritstjórnargrein. Ró- bert bendir á að dómurinn sé stefnu- markandi fyrir þær sakir að hann er sá fyrsti sem yfirdeild dómstólsins kveður upp um 1. mgr. 4. gr. 7. við- auka við Mannréttindasáttamála Evrópu (Ákvæðið er skýrt hér til hliðar). Dómstólinn vék frá fordæmum sínum í málinu og leit til niðurstöðu Evrópudómstólsins sem segir að bannið við endurtekinni máls- meðferð eða tvöfaldri refsingu verði að afmarka þannig að skilyrði um sama brot feli aðeins í sér að atvik séu þau sömu í málunum tveimur. Var Símon forspár? Máli ákæruvaldsins gegn Jóni Ólafssyni og fleirum fyrir meirihátt- ar brot gegn skattalögum var einmitt vísað frá héraðsdómi með vísun í téð ákvæði, og til þess litið að ríkisskatt- stjóri hefði ákvarðað skattaðilunum álag eftir ákvæðum skattalaga. Taldi dómari málsins, Símon Sigvaldason, að álagið, í ljósi samspils þess við refsiákvæði laganna um frádrátt álags frá refsingu, hefði yfir sér það yfirbragð að vera refsikennd við- urlög í skilningi 4. greinarinnar. Hugsanlega má segja að Símon hafi reynst forspár því hann kvað upp dóm sinn í desember fyrir ári, tveimur mánuðum áður en dómur Mannréttindadómstóls var kveðinn upp. Dómstóla að skera úr um Ekki er þó auðvelt að túlka dóma Mannréttindadómstóls Evrópu eða áhrif þeirra á íslenskt réttarfar. Verjendur Jóns Ásgeirs Jóhannes- sonar, Tryggva Jónssonar, Kristínar Jóhannesdóttur, Baugs og Gaums munu eflaust láta á það reyna, að meðferðin hjá skattayfirvöldum hafi jafngilt dómsmeðferð og álagið refs- ingu. Því beri að vísa málinu frá. Sé litið til máls Jóns Ólafssonar er það ekki ólíkleg niðurstaða. Ákæruvaldið mun að sjálfsögðu mótmæla því að dómur Mannrétt- indadómstólsins hafi þýðingu í mál- inu en fari svo að hann hafi áhrif þá hafi hann aðeins áhrif á hluta ákæru- liða, þ.e. ákæruliða vegna eigin skattskila Jóns Ásgeirs og Tryggva. Hvað varðar ákærur á hendur öllum vegna starfa þeirra í þágu félaganna Baugs og Gaums er til þess að líta að álag var lagt á félögin en ekki fram- kvæmdastjóra þeirra. Að lokum er það dómstóla að skera úr um þessi álitaefni og ljóst að Baugssagan heldur áfram í rétt- arsölum enn um hríð. Tekist á um tvöfalda refsingu í Baugsmáli Morgunblaðið/Golli Barátta Gestur Jónsson og Jakob R. Möller, verjendur Jóns Ásgeirs Jó- hannessonar og Tryggva Jónssonar, á göngum Héraðsdóms Reykjavíkur. Baugsmálið svonefnda er líklega lífseigasta dómsmál síðari tíma, með öllum sínum öngum og út- úrdúrum. Með nýju útspili verj- enda verður enn á ný reynt að fá því vísað frá dómi. Í 1. málsgrein 4. greinar 7. við- auka við Mannréttinda- sáttmála Evrópu er lagt bann við endurtekinni málsmeðferð eða tvöfaldri refsingu vegna sama brots. Orðrétt segir: „Enginn skal sæta lögsókn né refsingu að nýju í sakamáli innan lögsögu sama ríkis fyrir brot sem hann hefur þegar verið sýknaður af eða sakfelldur um með loka- dómi samkvæmt lögum og sakamálaréttarfari viðkomandi ríkis.“ Mannréttindadómstóll Evr- ópu hafði fram til í febrúar síð- astliðins túlkað ákvæðið frekar þröngt, eða á þann veg að til þess að um sama brot væri að ræða væri ekki fullnægjandi að hið fyrra og síðara mál beind- ist að sömu atvikum, heldur þyrftu efnisskilyrði refsi- ákvæðanna að vera samsvar- andi í grundvallaratriðum, líkt og segir í nýlegri ritstjórnar- grein Róberts R. Spanó í Tíma- riti lögfræðinga. Bann er lagt við tvöfaldri refsingu vegna sama brots Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.