Morgunblaðið - 05.12.2009, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 05.12.2009, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2009 NÚ ÞEGAR að- ventan gengur í garð og jólin nálgast sækja minningarnar á marga, bæði ljúfar og sárar. Minningar um samfundi með vinum og ættingjum sem settu svip sinn á jólahátíðina en eru nú horfin okkur sjónum um stund leita á hug- ann, þeirra er minnst af virðingu og með þakklæti og söknuðurinn tekur að gera vart við sig. Þeim sem nýlega eða einhvern tíma hafa misst ásvin og hafa því upplifað það á eigin skinni hvað það er að syrgja og sakna sendi ég mín- ar einlægustu baráttukveðjur og hugheilar blessunaróskir með eft- irfarandi texta: Það missir enginn eins og þú. Það missir enginn eins og þú, það syrgir enginn eins og þú og það saknar enginn eins og þú. Því að enginn er sem þú og enginn kemur í þinn stað. Missir þess sem elskar er mikill. Og þótt andlitið kunni sem betur fer að gleðjast um stund getur hjartað grátið. Ef þú vilt komast hjá því að syrgja og sakna skaltu hætta að elska, því þeir missa mest sem mikið elska. Sá sem ekki elskar missir ekki neitt, en fer mikils á mis. Tár Það er svo þungt að missa, til- veran er skekin á yfirþyrmandi hátt. Angist fyllir hugann, örvænt- ingin og umkomuleysið er algjört. Tómarúmið hellist yfir og tilgangs- leysið virðist blasa við. Það er svo sárt að sakna, en það er gott að gráta. Tárin eru dýrmætar daggir, perl- ur úr lind minning- anna. Minninga sem tjá kærleika og ást, vænt- umþykju og þakklæti fyrir liðna tíma. Minn- inga sem þú einn átt og enginn getur afmáð eða frá þér tekið. Tárin mýkja og tárin styrkja. Í þeim spegl- ast fegurð minning- anna. Gráttu, því að sælir eru sorgbitn- ir, því að þeir munu huggaðir verða. Sælir eru þeir sem eiga von á Krist í hjarta, því að þeir munu lífið erfa og eignast framtíð bjarta. Allt hefur sinn tíma Leyfðu sorginni bara að hafa sinn tíma og fara í sinn eðlilega far- veg. Svo mun það gerast, smátt og smátt, að þú gefst upp fyrir henni og minningarnar björtu og góðu komast að, taka við og búa með þér. Ómetanlegar minningar sem enginn getur frá þér tekið. Að harðasta vetrinum loknum fer síðan aftur að vora og yljandi vind- ar taka um þig að leika og lit- skrúðug, ólýsanlega fögur blóm taka að gera vart við sig, hvert af öðru. Þau taka að spretta umhverf- is lind minninganna. Já, blessaðir séu þeir sem gefa sér tíma til að strjúka vanga og þerra tár af kinn, bara með því að faðma og vera. Í sorgarhúsi Forðastu ekki þá sem sorgin hef- ur bitið. Hafðu bara hugfast að spakmæli, reynslusögur, viðmið eða of mörg orð yfirleitt eiga ekki við í þeim húsum sem sorgin hefur sótt heim. Hlustaðu bara, faðmaðu og vertu til staðar í þolinmæði. Því að þegar þú heimsækir sjúka eða sorgbitna, þá þarftu ekki endilega að staldra svo lengi við. En vertu allavega á meðan þú ert, án þess að vera sí- fellt að líta á klukkuna. Guð gefi okkur öllum bless- unarríka aðventu og gleðileg jól! Til þeirra sem syrgja og sakna Eftir Sigurbjörn Þorkelsson Sigurbjörn Þorkelsson » Litskrúðug, ólýs- anlega fögur blóm taka að gera vart við sig, hvert af öðru. Þau taka að spretta umhverfis lind minninganna. Höfundur er rithöfundur og fráfar- andi framkvæmdastjóri og meðhjálp- ari Laugarneskirkju. Sími 551 3010 Hárgreiðslustofan TAKMA RKAÐ MAGN – meira fyrir áskrifendur Fáðu þér áskrift á mbl.is/askriftPöntunartími auglýsinga er fyrir klukkan 16.00 föstudaginn 18. desember 2009. Nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105, kata@mbl.is Í þessu blaði verða kynntir fullt af þeim mögu- leikum sem í boði eru fyrir þá sem stefna á heilsuátak og bættan lífstíl í byrjun ársins 2010. Heilsa og lífsstíll Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um heilsu og lífstíl mánudaginn 4. janúar 2010. Meðal efnis verður: Hreyfing og líkamsrækt. Hvað þarf að hafa í ræktina. Vinsælar æfingar. Heilsusamlegar uppskriftir. Andleg vellíðan. Bætt heilsa. Ráð næringarráðgjafa. Umfjöllun um fitness. Jurtir og heilsa. Hollir safar. Ný og spennandi námskeið á líkamsræktarstöðvum. Skaðsemi reykinga. Ásamt fullt af fróðleiksmolum og spennandi viðtölum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.