Morgunblaðið - 22.02.2010, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.02.2010, Blaðsíða 1
MÁNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2010 íþróttir Körfubolti Snæfell úr Stykkishólmi og Haukar úr Hafnarfirði bikarmeistarar. Burton skaut Grindvíkinga í kaf. Varamaður Hauka sló í gegn og átti stóran þátt í sigrinum. 4-5 Íþróttir mbl.is fjórum mörkum yfir, og þegar Rúss- unum gekk ekkert að minnka mun- inn greip vonleysi um sig hjá þeim,“ sagði Björgvin Páll við Morg- unblaðið í gær. Hann varði um 20 skot í leiknum og spilaði þó ekki síð- ustu 10 mínúturnar, þegar sigurinn var löngu kominn í höfn. „Við lékum frábæran varnarleik og ég fann mig vel í markinu. Þetta var ótrúlega auðvelt þegar upp er staðið, ekki síst vegna þess að Ast- rakhan hafði ekki tapað á heimavelli í ein þrjú ár, og þá var það víst með Eftir Víði Sigurðsson vs@mbl.is BJÖRGVIN Páll Gústavsson og fé- lagar í svissneska toppliðinu Kadet- ten komu geysilega á óvart í gær. Þeir burstuðu þá rússneska liðið Zarja Astrakhan á útivelli, 36:26, í 16-liða úrslitum EHF-bikarsins í handknattleik, og það á alræmdum heimavelli Rússanna í Astrakahan austur við Kaspíahaf. Kadetten vann fyrri leikinn á heimavelli sínum í Schaffhausen í Sviss, 29:21, en því var spáð að erfitt yrði að verja það forskot í Astrakhan, frammi fyrir 6.000 áhorf- endum. „Það má segja að vopnin hafi snúist í höndum Rússanna strax í byrjun. Við byrjuðum leikinn frá- bærlega, komumst strax þremur til einu marki gegn Barcelona,“ sagði Björgvin Páll. Hann var veðurtepptur á flugvell- inum í Astrakhan þegar Morg- unblaðið náði tali af honum. „Við er- um reyndar svakalega heppnir með það að eigandi félagsins er forríkur og sá okkur fyrir einkaflugvél í þetta ferðalag. Þar með er þetta bara beint flug fram og til baka, ekki fjög- urra daga ferðalag eins og annars hefði verið,“ sagði Björgvin, sem sat og spilaði við liðsfélaga sína en óvíst var með flugið aftur til Sviss vegna mikillar þoku í rússnesku borginni. Kadetten er komið í átta liða úrslit keppninnar ásamt geysisterkum lið- um, Lemgo, Flensburg og Göpp- ingen frá Þýskalandi, Aragón og Naturhouse frá Spáni, Celje Lasko frá Slóveníu og Dunkerque frá Frakklandi. „Þetta eru allt gífurlega góð lið og ekkert annað en frábært að komast svona langt í þessari sterku keppni,“ sagði Björgvin Páll en Haukar voru meðal þeirra liða sem féllu út í 16- liða úrslitum hennar um helgina. Vopnin snerust í höndum Rússanna  Frækilegur sigur Björgvins og félaga í Astrakhan  Fastir vegna þoku eftir óvæntan stórsigur Björgvin Páll Gústavsson BIÐ Bandaríkjamannsins Bodes Millers eftir ól- ympíugulli tók loks enda í Vancouver í Kanada í gærkvöldi. Miller sigraði þá í alpatvíkeppni. Mill- er var sjöundi eftir brunið en með frábærri ferð í sviginu tókst honum að landa sínum fyrstu gull- verðlaunum á Ólympíuleikum. Miller er 32 ára gamall og er að kóróna glæsi- legan feril því hann hefur nú unnið til þrennra verðlauna í Vancouver. Miller fékk bronsverðlaun í bruninu, silfurverðlaun í risasviginu og loks gull- ið í alpatvíkeppninni. Miller hefur nú skráð nafn sitt rækilega í sögubækurnar því engum Banda- ríkjamanni hefur tekist að vinna jafn mörg ólymp- íuverðlaun í alpagreinum. Miller vann tvívegis til silfurverðlauna í Salt Lake City árið 2002 og er því samtals með fimm ólympíuverðlaun. Með þessum sigri er nokkuð ljóst að Miller er ein af stjörnum leikanna og hann getur enn bætt í sarp- inn. Norðmaðurinn Aksel Lund Svindal var í fyrsta sæti eftir brunið en fór út úr brautinni í sviginu. Annar gamalreyndur kappi, Ivica Kostelic frá Króatíu, náði því silfrinu og þriðji varð Silvan Zur- briggen frá Sviss. Eins og áður segir hefur Miller nú nánast full- komnað verðlaunasafnið. Hann hefur nú unnið til gullverðlauna á Ólympíuleikum, heimsmeist- aramótum og í öllum fimm alpagreinum heimsbik- arsins. Miller sagði skilið við bandaríska lands- liðið árið 2007 en sneri aftur í aðdraganda Ólympíuleikanna. Hann hefur bakað sér óvin- sældir á undanförnum árum með viðhorfi sínu til íþróttarinnar og ýmsum ummælum. kris@mbl.is Reuters Meistarinn Bode Miller á fleygiferð í Vancouver í gærkvöld. Hann vann langþráðan sigur í alpatvíkeppninni og náði í þriðju verðlaun sín á leikunum. Loksins vann Bode Miller  Fullkomnaði verðlaunasafnið með ólympíugulli í alpatvíkeppni  Hefur unnið til þrennra verðlauna í Vancouver  Státar alls af fimm ólympíuverðlaunum Eftir Skúla Unnar Sveinsson skuli@mbl.is „ÞAÐ má segja að þetta hafi ver- ið dálítið ólíkir leikir eins og menn geta kannski getið sér til um þegar þeir sjá úrslitin úr þeim,“ sagði Ósk- ar Ármannsson, aðstoðarþjálfari karlaliðs Hauka í handknattleik. Óskar og félagar hans í Hafnarfjarðarliðinu töpuðu fyrir spænska liðinu Naturhouse La Rioja í EHF bikarnum um helgina, samtals 58:47. Fyrri leikur liðanna var á laug- ardagskvöldið og þar lágu Haukar heldur betur í því, heimamenn í Rioja gerðu þá 34 mörk en Haukar 24 þannig að ljóst var að það yrði á brattann að sækja fyrir Hauka í síð- ari leiknum sem var leikinn í gær- kvöldi. „Við áttum afleitan leik í gær- kvöldi [á laugardagskvöldið] en markvarslan var reyndar í lagi hjá okkur þá. Hún var líka fín í seinni leiknum og þá var vörnin einnig mjög öflug og sóknarleikurinn svona sæmilegur. Þetta var allt ann- ar leikur hjá okkur í dag en í gær,“ sagði Óskar eftir síðari leik liðanna í gærkvöldi. Báðir leikirnir voru leiknir á Spáni þar sem Haukar seldu heima- leikinn sinn út, en það var leikurinn í gærkvöldi. Óskar var lítillátur þeg- ar hann var spurður hvort Haukar hefðu með eðlilegum leik átt mögu- leika á að slá spánska liðið út. „Þegar maður selur heimaleikinn út á móti svona sterku liði þá veit maður að verkefnið er gríðarlega erfitt. Við getum í það minnsta sagt, miðað við leikinn í dag, að við höfð- um mun meira að gera í þetta lið en virtist í gær,“ sagði Óskar. Sjá nánari umfjöllun um leikina á blaðsíðu 2. Erfitt þegar heimaleikir eru seldir út Óskar Ármannsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.