Morgunblaðið - 22.02.2010, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.02.2010, Blaðsíða 2
2 Íþróttir MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2010 Íþróttir Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, netfang sport@mbl. is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl. is , Víðir Sigurðsson, vs@mbl. is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl. is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf. KVENNALIÐ Vals í handknattleik gefur ekkert eftir á toppi N1 deildar kvenna í handknattleik. Liðið lagði FH örugglega um helgina og styrkti stöðu sína enn frekar í efsta sætinu. Stjarnan lagði Fylki og KA/Þór vann stórsigur á Víkingum í Víkinni. Allir þessir þrír leikir sem fram fóru á laugardaginn unnust nokkuð stórt. Valur hafði nokkra yfirburði gegn FH-ingum og lokatölur þar urðu 29:17. Ágústa Edda Björns- dóttir og Hildi- gunnur Ein- ardóttir gerðu sjö mörk hvor fyrir Val og Ragnhild- ur Rósa Guð- mundsdóttir var með 9 mörk fyrir FH. Stjarnan tók á móti Fylki og vann 24:16 þar sem Harpa Sif Eyjólfsdóttir var með 8 mörk fyrir Stjörnuna og Elísabet Gunnarsdóttir 6 en hjá Árbæingum voru þær Sunna Jónsdóttir og El- zieta Kowal með fimm mörk hvor. Akureyrarliðið KA/Þór fór enga fýluferð í Víkina því þar vann liðið fjórtán marka sigur á Víkingum, 36:22 eftir að hafa verið tíu mörkum yfir, 17:7, í leikhléi. Níu mörk frá Guðríði Ósk Jónsdóttur og sjö frá Helgu Birnu Brynjólfsdóttur dugðu Víkingum samt en hjá KA/Þór var Arna Erlingsdóttir með 8 mörk og Arndís Heimisdóttir sex. skuli@mbl.is Valur gefur ekkert eftir á toppi deildarinnar Arna Erlingsdóttir FRAM átti ekki í neinum vandræð- um í gærkvöldi með að ná aftur öðru sæti N1-deildar kvenna í handknatt- leik. Því sæti hafði Stjarnan náð á laugardaginn en í gær vann Fram lið HK í Digranesi, 32:20, og er nú með 29 stig í öðru sæti, fimm stigum á eft- ir Val og tveimur á undan Stjörnunni. Fram náði strax góðum tökum á leiknum og í hálfleik var munurinn orðinn tíu mörk, Framarar höfðu gert 18 mörk gegn átta mörkum heimaliðsins. Munurinn hélt ekki áfram að aukast að sama skapi í síðari hálfleik en sigur Fram var aldrei í hættu. Stella Sigurð- ardóttir var markahæst í liði Fram með sjö mörk og Karen Knútsdóttir kom henni næst með sex mörk en alls skoruðu níu Framleikmenn mark í leiknum. Hjá HK var El- ín Anna Baldursdóttir með átta mörk og aðrar talsvert færri því næst komu tveir leikmenn með þrjú mörk. skuli@mbl.is Fram aftur í annað sætið Stella Sigurðardóttir Róbert Gunn-arsson skoraði þrjú mörk í fyrrakvöld þegar Gummers- bach sigraði Braga, 28:27, í Portúgal en þetta var seinni leikur liðanna í 16-liða úrslitum EHF-bikarsins í handknattleik. Gummersbach vann fyrri leikinn á heimavelli með fjórum mörkum og er því komið áfram.    Lemgo var með bakið uppi viðvegg eftir ósigur á heimavelli gegn Benfica á dögunum, 27:30. Í fyrrakvöld fóru leikmenn Lemgo hins vegar á kostum í Portúgal og burstuðu þar lið Benfica, 31:18, og eru komnir í átta liða úrslitin í Evr- ópukeppni bikarhafa. Logi Geirsson lék með Lemgo en náði ekki að skora, en Vignir Svavarsson var ekki með.    Staða Minden á botni þýsku 1.deildarinnar í handknattleik versnaði enn í fyrrakvöld þegar liðið sótti Wetzlar heim og tapaði, 23:26. Gylfi Gylfason og Ingimundur Ingi- mundarson skoruðu sitt markið hvor fyrir Minden þar sem Svíinn Ulf Schefvert er nú tekinn við sem þjálfari. Minden er eitt og yfirgefið á botninum með aðeins fimm stig, fjórum stigum á eftir næsta liði sem er Düsseldorf.    Kári Kristján Kristjánsson skor-aði eitt mark fyrir svissneska liðið Amicitia Zürich þegar það sótti heim spænska stórliðið Barcelona í Meistaradeild Evrópu í handknatt- leik á laugardaginn. Barcelona vann öruggan sigur eins og vænta mátti, 37:26.    Ásgeir ÖrnHall- grímsson skoraði tvö mörk fyrir Faaborg þegar liðið sigraði Skive, 29:26, í dönsku 1. deild- inni í handknatt- leik. Þetta var lykilleikur í toppbaráttunni en Faa- borg er í öðru sæti með 24 stig, tíu stigum á eftir AG Håndbold, en Skive er í fjórða sætinu. Þorri Björn Gunnarsson skoraði eitt mark fyrir Team Sydhavsöerne sem vann Ajax, 22:17, í sömu deild. Þorri og fé- lagar lyftu sér upp í 10. sætið af 13 með sigrinum.    Arnar Jón Agnarsson var hetjaAue í gær þegar liðið lagði Bit- tenfeld nokkuð óvænt, 28:27, í suð- urriðli þýsku 2. deildarinnar í hand- knattleik. Arnar skoraði sigur- markið undir lokin en hann var næstmarkahæstur hjá Aue með fimm mörk. Lið hans er í 13. sæti og tók dýrmæt stig af Bittenfeld sem er í baráttu um að komast upp í efstu deild. Fólk sport@mbl.is Eftir Pablo Álvarez sport@mbl.is HAUKAR léku aðra og betri vörn í síðari leiknum í gærkvöld en þeir gerðu í fyrri viðureigninni, og virt- ust jafnframt hafa betra úthald í tvo leiki með sólarhrings millibili en heimamenn. Leikurinn í gærkvöld var aldrei mikið fyrir augað en hann var jafn frá fyrstu mínútu og markaskorið lágt. Þeir Sigurbergur Sveinsson og Ángel Romero sem settu mikinn svip á fyrri leikinn sáust varla að þessu sinni. Sigurbergur skoraði bara eitt mark úr sex skotum og nýtti ekki tvö vítaköst, og Romero kom ekkert við sögu fyrr en í síðari hálfleik. Nýliðinn varði síðasta skotið frá Haukum Leikurinn einkenndist af fjölda mistaka auk þess sem slæm dóm- gæsla hjálpaði ekki til. En hann var spennandi sem slíkur fram á síð- ustu sekúndu. Haukar voru yfir, 22:21, þegar skammt var eftir en Naturhouse sneri því við í 24:23. Tjörvi Þorgeirsson átti síðasta skot leiksins en Javi Romeo, nýliði í marki heimaliðsins, varði frá honum og tryggði sínum mönnum sigurinn. Mörk Hauka: Tjörvi Þorgeirsson 4, Freyr Brynjarsson 4, Pétur Páls- son 3, Elías Már Halldórsson 3, Björgvin Hólmgeirsson 3, Stefán Rafn Sigurmannsson 2, Guðmundur Árni Ólafsson 1, Sigurbergur Sveinsson 1, Gunnar Berg Vikt- orsson 1, Einar Örn Jónsson 1. Birkir Ívar Guðmundsson varði 8 skot og Aron Rafn Eðvarðsson 6. Mörk Naturhouse: Arrieta 5, Ro- mero 3, Tioumentsev 3, Sorrentino 3, Parra 2, Juárez 2, Guardiola 2, Amargant 2, Silva 2. Lorger varði 13 skot og Romeo 1. Tólf mörk Sigurbergs dugðu skammt í fyrri leiknum Úrslitin voru nánast ráðin eftir fyrri leik liðanna á laugardags- kvöldið. Lið Naturhouse tók völdin strax í byrjun leiks. Staðan var orð- in 8:2 eftir fimm mínútna leik og Haukar lentu í miklum vandræðum með 5/1-vörn heimamanna. Þá réðu þeir lítið við hávaxinn línumann Naturhouse, Ángel Romero, sem skoraði níu mörk í leiknum. Munurinn hélst þessi út hálfleik- inn. Varnarleikur Hauka batnaði þegar leið á hálfleikinn og sókn- arleikur Naturhouse gekk ekki eins greitt. En Haukar áttu í vandræð- um með að skora og aðeins Sig- urbergur Sveinsson, sem átti stór- leik, náði reglulega að sigrast á vörn heimaliðsins. Staðan var 15:9 í hálfleik. Haukar lentu í enn meira basli í seinni hálfleiknum, sérstaklega með sóknarleikinn, og munurinn jókst þar til hann var orðinn tólf mörk, 29:17. Eftir það var lítið varið í leik- inn sem fjaraði út á lokamín- útunum. Mörk Hauka: Sigurbergur Sveinsson 12, Guðmundur Árni Ólafsson 3, Freyr Brynjarsson 3, Elías Már Halldórsson 2, Björgvin Hólmgeirsson 2, Tjörvi Þorgeirsson 1, Pétur Pálsson 1. Birkir Ívar Guðmundsson varði 10 skot og Aron Eðvarðsson 6. Mörk Naturhouse: Romero 9, Sorrentino 6, Vigo 4, Juárez 3, Tio- umentsev 3, Guardiola 3, Parra 2, Arrieta 2, Arturo 1, Amargant 1. Gurutz varði 12 skot. Ljósmynd/Pablo Álvarez Vörn Gunnar Berg Viktorsson, Einar Örn Jónsson og Elías Már Halldórsson sameinast um að stöðva leikmann Naturhouse í leiknum á Spáni í gærkvöld. Haukar töpuðu einvíginu á Spáni í fyrri leiknum Haukar eru úr leik í EHF-bikar karla í handknattleik eftir tvo ósigra gegn Naturhouse Ciudad de Logrono á Spáni um helgina. Spánverjarnir gerðu nánast út um einvígið í fyrri leiknum á laugardagskvöldið þegar þeir sigruðu, 34:24. Seinni leikurinn í gær var hins vegar hnífjafn allan tím- ann og lauk með sigri Naturhouse, 24:23. Spænska liðið er þar með komið í átta liða úrslit keppninnar.  Lágu 24:34 gegn Naturhouse á laugardagskvöldið en 23:24 í gærkvöld  Sigurbergur skoraði 12 mörk í fyrri leiknum en eitt í þeim síðari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.