Morgunblaðið - 22.02.2010, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.02.2010, Blaðsíða 3
Íþróttir 3 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2010 Arnór Atlasonskoraði þrjú mörk fyrir danska liðið FCK í gær þegar það tapaði fyrir Evr- ópumeisturum Ciudad Real, 25:33, frammi fyr- ir 1.300 áhorf- endum í Farum-höllinni í Kaup- mannahöfn. Spánverjarnir voru yfir í hálfleik, 15:10, og voru of sterkir fyrir danska liðið sem þó er komið áfram sem fjórða lið í riðlinum í Meist- aradeild Evrópu. Alberto Entrerríos og argentínski risinn Eric Gull voru markahæstir hjá Ciudad Real með fimm mörk hvor.    Flensburg var ekki í vandræðummeð að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum EHF-bikarsins í handknatt- leik í gær þegar liðið gerði jafntefli, 31:31, við Istres í Frakklandi. Flens- burg vann fyrri leik liðanna með ell- efu marka mun. Alexander Pet- ersson skoraði þrjú marka þýska liðsins í leiknum í gær.    Haukur Andrésson skoraði tvömörk fyrir Guif í gær þegar sænska liðið, undir stjórn Kristjáns bróður hans, tapaði 26:32 fyrir San Antonio frá Spáni á heimavelli. Þetta var seinni leikur liðanna í 16-liða úr- slitum Evrópukeppni bikarhafa og fyrir hann voru úrslitin nokkurn veg- inn ráðin. San Antonio vann nefnilega fyrri leikinn með 19 marka mun.    Guðmundur E.Stephensen og Eva Jónsteins- dóttir úr Víkingi sigruðu í opnum flokkum karla og kvenna á Grand Prix-móti Raf- kaups í borð- tennis sem fram fór í TBR- húsunum um helgina. Guðmundur vann Davíð Jónsson úr KR í úrslitum í karlaflokki, 4:0, og í kvennaflokki vann Eva sigur á Lilju Rós Jóhann- esdóttur úr Víkingi, 4:1, í úrslitaleik. Eva og Lilja höfðu í mörg horn að líta um helgina því þær tryggðu einn- ig Víkingi Íslandsmeistaratitilinn í 1. deild kvenna í borðtennis. Þær höfðu unnið heimaleik sinn gegn Dímoni frá Hvolsvelli um fyrri helgi, 3:0, og sigr- uðu síðan aftur 3:0, nú í íþróttahúsinu á Hvolsvelli.    Ragnar Sigurðsson landsliðs-maður í knattspyrnu var í gær orðaður við enska úrvalsdeildarliðið Blackburn í blaðinu The People. Sjálfur sagði hann við sænska net- miðilinn Sportsday að þetta væri frá- bært ef satt væri en hann vissi ekkert um málið. Fólk sport@mbl.is AMMANN er 28 ára gamall og hefur nú unnið til fernra gullverðlauna á Ólympíuleikum því hann sigraði í sömu greinum í Salt Lake City fyrir átta árum. Hann var með í Tórínó á Ítalíu fyrir fjór- um árum en komst þá ekki á verðlaunapall. Am- mann keppti líka á vetrarleikunum í Nagano árið 1998, þá aðeins 16 ára gamall. Ammann vann allöruggan sigur en hann fékk 283,6 stig samtals. Silfrið fékk Adam Malysz frá Póllandi með 269,4 stig og bronsið fékk Gregor Schlierenzauer frá Austurríki með 262,2 stig. Þrjátíu þátttakendur af fimmtíu luku keppni. missti af hliði í miðri braut og var þar með úr leik, ein af 15 sem heltust úr lestinni. Hún á eftir að taka þátt í svigkeppni leikanna á föstudags- kvöldið kemur. Frábær endasprettur Svíans Marcus Hellner frá Svíþjóð varð ólympíu- meistari í 30 km eltigöngu þegar hann skákaði keppinautum sínum með frábærum endaspretti. Hellner náði þar að fara fram úr landa sínum, Johan Olsson, sem var lengi vel með forystuna, og Tobias Angerer frá Þýskalandi en þeir fengu silfur og brons. Hellner gekk vegalengdina á einni klukkustund, 15:11,4 mínútum og var 2,1 sekúndu á undan Olsson og 2,8 sekúndum á und- an Angerer. Þetta er fyrsti stóri titillinn á ferlinum hjá hin- um 24 ára gamla Hellner og Svíar hafa nú fengið tvö gull í göngunni í Vancouver því Charlotte Kalla vann 10 km göngu kvenna með frjálsri að- ferð. vs@mbl.is Þungu fargi létt af austurríska alpagreinaliðinu Andrea Fischbacher frá Austurríki sigraði í risasvigi kvenna í fyrrakvöld eftir tvísýna keppni. Þar með var þungu fargi létt af Austurrík- ismönnum sem lönduðu sínum fyrstu gull- verðlaunum í alpagreinunum í Vancouver. Alpa- liðið þeirra hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir slaka frammistöðu en fyrir fjórum árum fékk Austurríki 14 verðlaun í alpagreinunum á vetr- arólympíuleikunum í Tórínó. Fischbacher fór brautina á 1:20,14 mínútum og varð 49/100 úr sekúndu á undan Tinu Maze frá Slóveníu sem varð önnur á 1:20,63 mínútum. Bronsið hreppti síðan Lindsey Vonn frá Bandaríkjunum sem fékk tímann 1:20,88 mínútur. Íris missti af hliði Íris Guðmundsdóttir var á meðal 53 keppenda í risasviginu og var með rásnúmerið 45. Hún Sögulegur sigur Ammanns Svissneski skíðastökkvarinn Simon Ammann skráði nafn sitt í sögubækur Ólympíuleikanna í fyrrakvöld þegar hann sigraði í stökki af hærri pallinum á vetrarólympíuleikunum í Vancouver. Ammann vann á dögunum keppnina af lægri pall- inum og er nú eini skíðastökkvari sögunnar sem unnið hefur báðar greinarnar á tvennum Ólymp- íuleikum. Reuters Ferna Simon Ammann var að vonum ánægður á laugardagskvöldið. Fern gullverðlaun á Ólympíuleikum í höfn og einstakt afrek í sögu skíðastökksins.  Fyrstur að vinna tvisvar tvöfalt í stökki  Austurríki með langþráðan sigur ENSKI kylfingurinn Ian Poulter varð í gær- kvöldi heimsmeistari í holukeppni í golfi þegar hann lagði landa sinn Paul Casey 4/2 í 36 holu úrslitum í mótinu sem haldið var í Arizona í Bandaríkjunum. Þetta var í annað sinn sem Poulter kemst í úrslit keppninnar. Eftir fyrri átján holurnar átti Poulter tvær holur, hafði sigrað á sex holum en Ca- sey á fjórum og á átta holum voru þeir jafnir, þær féllu eins og sagt er. Hann byrjaði síðan seinni hringinn á að vinna fyrstu tvær holurnar og átti þá fjórar holur en Casey náði að minnka muninn í tvær holur á 28. holu, en nær komst hann ekki. Poulter var sterkur í þessu móti, vann til dæmis Sergio Garcia 7/6 í undanúrslitunum. Þar vann Casey Kólombíumann- inn Camilo Villegas í maraþonleik sem lauk ekki fyrr en á 24. holu, eða á sjöttu holu í bráðabana. Í leiknum um þriðja sætið hafði Villegas betur gegn Carcia 5/4. skuli@mbl.is Poulter varð heims- meistari í holukeppni Ian Poulter KA-MÖNNUM tókst ekki að tryggja sér deildarmeistaratitilinn í blaki karla um helgina og verða að bíða enn um sinn með að fagna honum. KA heimsótti HK í Digranesið og hefði með sigri tryggt sér titlinn, en Kópavogsdrengir gerðu sér lítið fyrir og unnu 3:1. Norðanmenn byrjuðu betur í fyrstu hrinu en heimamenn í HK náðu áttum og komust yfir 13:10 og sigrauðu 25:22 í fyrstu hrinu. KA náði góðum leik í annarri hrinu og vann 25:18 og staðan 1:1. Sókn heimamanna var gríðarlega sterk í þriðju hrinu sem endaði 25:17. Fjórða hrinan var síðan í járnum en HK hafði loks sigur, 25:23. Stigahæstur í leiknum var Piotr Kempisty hjá KA með 31 stig og hjá HK var Orri Þór Jónsson með 19 stig. KA er með 16 stig á toppnum, HK er með 14 stig og getur með sigri á Stjörnunni í síðasta leik liðsins um næstu helgi jafn- að við KA, en norðanmenn eiga tvo leiki eftir og titilinn næsta vísan. KA vann Ými 3:2 í kvennaflokki og fór upp fyrir Þrótt frá Neskaupstað í töflunni en Norðfirðingar eiga tvo leiki til góða. skuli@mbl.is KA-menn þurfa að bíða með að fagna titlinum ARON Pálmarsson og félagar hans í Kiel unnu í gær góðan útisigur á Ademar León, 35:30, í Meistaradeild Evrópu í handknatt- leik á Spáni. Aron kom talsvert við sögu seinni hluta fyrri hálfleiks og svo aftur seint í leiknum þegar hann skoraði tvö falleg mörk. Filip Jicha og Momir Ilic skoruðu níu mörk hvor fyrir Kiel sem er stigi á eftir Barcelona. Bæði lið eru komin áfram úr riðlinum, sem og Ademar León og Kolding. Ólafur Stefánsson skoraði tvö mörk fyrir Rhein-Neckar Löwen sem tapaði fyrir Veszprém í Ungverjalandi, 30:34. Snorri Steinn Guðjónsson náði ekki að skora en hann sagði á vef Löwen eftir leikinn að lið- ið hefði gert alltof mörg tæknileg mistök í leiknum. Guðjón Val- ur Sigurðsson, fyrirliði Löwen, er fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Uwe Gensheimer var markahæstur með 11 mörk. Bæði lið eru þegar komin áfram úr riðlinum en Ungverjarnir tóku forystuna með þessum sigri. vs@mbl.is Góður útisigur Kiel en Löwen tapaði Aron Pálmarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.