Morgunblaðið - 22.02.2010, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 22.02.2010, Blaðsíða 7
Íþróttir 7 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2010 „ÞETTA var ekkert alvarlegt. Ég fékk högg á lærið og verð frá í nokkra daga, reikna ekki með að spila á miðvikudaginn en verð vonandi orðinn klár um næstu helgi,“ sagði Brynjar Björn Gunnarsson, leikmaður Read- ing, eftir viðureign liðsins við Blackpool á laugardaginn. Endi var þar bundinn á sig- urgöngu Reading, sem hafði unnið fjóra leiki í röð í ensku fyrstu deildinni. „Já þetta var búið að ganga ansi vel hjá okkur í síðustu leikjum. Við unnum fjóra leiki í röð og komumst loksins af fallsvæðinu þannig að brúnin er aðeins farin að lyftast á mannskapnum þó svo menn geri sér grein fyrir að það er mikið eftir enn af mótinu. Við höfum rætt að það þurfi svona 50 stig til að ná að halda sér í deildinni og það vantar talsvert upp á það,“ sagði Brynjar en Read- ing er með 35 stig í 20. sæti deildarinnar en þar eru 24 lið. Er ekki á förum frá Reading Brynjar Björn var um tíma í vetur að hugsa sér til hreyfings, enda fékk hann ekki mikið að spila. Síðan var skipt um knatt- spyrnustjóra og þá breyttist allt. „Já, já, svona gerast hlutirnir í þessu starfi. Núna hef ég fengið að spila mikið og það er auð- vitað það sem maður vill þannig að ég er ekkert að pakka niður. Eins og staðan er núna þá verð ég hér til vorsins og við ræð- um síðan málin eftir leiktíðina,“ sagði Brynj- ar Björn, sem fór út af á 32. mínútu leiksins á laugardaginn og Gylfi Þór Sigurðsson tók stöðu hans. Ívar Ingimarsson hefur ekki verið í liði Reading í síðustu leikjum. „Það er verið að hvíla Ívar. Hann leni í hnéaðgerð í fyrra og þetta eru margir leikir og mikið álag þannig að það var ákveðið að hvíla hann þó svo hann hafi ekki fundið neitt til í hnénu,“ sagði Brynjar Björn. skuli@mbl.is Brúnin aðeins farin að lyftast á mannskapnum Meiddist Brynjar Björn fór meiddur af velli. Eftir Skúla Unnar Sveinsson skuli@mbl.is „ÞETTA var afar mikilvægur sigur og það er þægilegt að vera með fjög- urra stiga forystu þegar ellefu leikir eru eftir,“ sagði Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Chelsea, eftir sig- urinn. „Leikurinn var erfiður og það var ekki auðvelt að spila fótbolta, en einbeitingin var góð og menn tilbúnir að berjast fyrir dýrmætum sigri. Eft- ir að við sáum hvernig fór hjá Man- chester United tvíefldumst við og fundum að þetta væri mikilvægur tímapunktur til að landa sigri,“ sagði stjórinn. Eins og oft vill verða þegar lið sem eru ofarlega í deildinni mæta liðum úr neðsta hlutanum gefa lakari liðin allt í leikinn og sú varð raunin á laug- ardaginn. Úlfarnir komu gríðarlega einbeittir til leiks og efsta lið deild- arinnar getur þakkað Petr Cech að það fór með öll þrjú stigin heim til Lundúna. Chech bjargaði glæsilega í tvígang þegar Adlene Guediora komst í flott færi, en Cech náði að verja. Síðan átti hann flotta stoðsend- ingu þegar Drogba skoraði síðara mark sitt, sparkaði langt fram og beint á Drogba sem skoraði af ör- yggi. „Didier spilaði mjög vel, ekki bara vegna þess að hann skoraði bæði mörkin heldur vegna þess hve mikill leiðtogi hann er á vellinum. Vinnu- semi hans er mikil. En Petr var mað- ur leiksins. Hann bjargaði okkur þegar staðan var 1:0 og átti síðan frá- bæra sendingu í öðru marki okkar. Þeir tveir voru frábærir og sigurinn flottur,“ sagði Ancelotti eftir leikinn. Mick McCarthy, knattspyrnustjóri Úlfanna, var ánæður með sína menn. „Chelsea er með forystu í deildinni og hefur spilað vel í vetur en við náð- um að standa þeim jafnfætis í öllu í dag – öllu nema koma boltanum framhjá Petr Cech. Munurinn á lið- unum lá í því,“ sagði McCarthy. Tékkinn hefur staðið í marki Chelsea meira og minna frá því hann kom til liðsins 2004. Hann setti met í úrvalsdeildinni hinn 5. mars 2005 en þá hafði hann haldið marki sínu hreinu í 1.025 mínútur, það met hefur reyndar Edwin van der Sar bætt. Cech var í marki Chelsea þegar liðið varð meistari 2006 og þá fékk liðið að- eins á sig fimmtán mörk í deildinni. Það er met. Í október 2006 meiddist Cech illa þegar hann lenti í samstuði við Stephen Hunt, leikmann Reading. Hunt fór á fyrstu mínútu leiksins með hnéð í höfuð Cech sem varð að gangast undir aðgerð á höfði vegna meiðslanna. Síðan þá leikur hann með sérstaka hlíf um höfuðið, sem búin er til í Canterbury á Nýja- Sjálandi. „Þetta brot var hræðilegt og Cech er heppinn að vera á lífi,“ sagði José Mourinho, sem var knattspyrnustjóri Chelsea á þessum árum, en mikið var fjallað um þetta mál í kjölfarið. Cech kom aftur inn í lið Chelsea 20. janúar 2007 þegar liðið mætti Liv- erpool og tapaði 2:0. Cech bjargaði Chelsea  Tékkinn varði í tvígang meistaralega gegn Úlfunum  Átti síðan fína stoðsendingu á Didier Drogba þegar hann gerði annað mark sitt í leiknum Reuters Góður Tékkneski markvörðurinn Petr Cech átti flottan leik í marki Chelsea gegn Wolves um helgina. Í HNOTSKURN »Petr Cech fæddist í Tékk-landi 1982 og er því 27 ára gamall. »Claudio Ranieri, þáver-andi stjóri hjá Chelsea, keypti hann árið 2004 frá franska liðinu Rennes þar sem hann hafði verið í tvö ár. »Carlo Cudicini var aðal-markvörður Chelsea á þessum tíma en meiddist á oln- boga fyrir tímabilið og Cech lék sinn fyrsta leik á móti Manchester United og hélt hreinu í 1:0-sigri Lundúnaliðs- ins. Tékkinn Petr Cech var hetja Chelsea á laugardaginn þegar efsta lið deild- arinnar lagði Wolves, 2:0, á útivelli. Efsta lið deildarinnar lenti nokkrum sinnum í kröppum dansi á móti Úlf- unum, sem eru neðarlega í töflunni, en Cech var vandanum vaxinn í mark- inu. Þá átti Didier Drogba einnig flottan leik og gerði bæði mörk Lund- únaliðsins. Chelsea er nú með fjög- urra stiga forystu á Manchester Unit- ed sem tapaði fyrir Everton í Liver- pool. Arsenal kemur síðan tveimur stigum á eftir United í þriðja sæti eft- ir 2:0-sigur á Sunderland. Hollenskimarkvörð- urinn Edwin van der Sar, sem ver mark Englands- meistara Man- chester United, staðfesti um helgina að hann væri tilbúinn til að skrifa undir nýjan eins árs samn- ing við félagið. Markvörðurinn snjalli er 39 ára gamall en í mjög góðu líkamlegu standi. Van der Sar verður fertugur í október en í ár eru 20 ár liðin frá því hann kom inn í lið Ajax þar sem hann lék í áratug. Síð- an lék hann í tvö ár með Juventus, fjögur hjá Fulham og hjá United síðan 2001. Hann á að baki 130 landsleiki fyrir Holland sem er landsleikjamet þar í landi.    HermannHreið- arsson stóð í vörn Portsmouth þegar liðið tapaði á heimavelli fyrir Stoke, 1:2, og eru Hermann og fé- lagar því enn ein- ir og yfirgefnir á botni deildarinnar. Sigurmark Stoke kom í uppbótartíma. Áður hafði Ro- bert Huth, þýski miðvörðurinn hjá Stoke, jafnað metin með góðum skalla eftir hornspyrnu á 50. mínútu leiksins.    Forráðamenn Portsmouth fenguekki góðar fréttir um helgina þegar stjórn ensku úrvalsdeild- arinnar hafnaði beiðni félagsins um að fá að selja leikmenn utan fé- lagskiptagluggans. Félagið á í mikl- um fjárhagsvandræðum og vonaðist til að geta létt aðeins á þeim með því að selja leikmenn, en nú er það ekki lengur inni í myndinni. Gjald- þrotakrafa breskra skattyfirvalda veður tekin fyrir í hæstarétti 1. mars.    Spánski sókn-armaðurinn Fernando Torres kom á nýjan leik inn í leik- mannahóp Liver- pool í gær þegar liðið gerði marka- laust jafntefli við Manchester City. Torres, sem hefur verið frá í nokk- urn tíma, kom inn á fyrir Ryan Ba- bel á 75. mínútu og fékk gult spjald á lokamínútum leiksins. Alls fengu sex leikmenn Liverpool að líta gula spjaldið í leiknum, en aðeins einn liðsmaður City.    Fréttir bárust af því um helginaað nokkurrar óánægju gætti í herbúðum Manchester City. Í lið- inni viku lentu Craig Bellamy og Roberto Mancini, stjóri liðsins, í rifrildi og segir Mail on Sunday um helgina að margir leikmenn séu óánægðir með æfingar ítalska stjór- ans, sem séu bæði langar og á slæm- um tíma. Fólk sport@mbl.is RÚSSNESKI sóknarmaðurinn Roman Pavlyuc- henko var hetja Tottenham þegar liðið lagði Wigan 3:0 á útivelli í síðasta leik deildarinnar í gær. Jermain Defoe kom liðinu yfir í fyrri hálf- leik en næsta mark lét á sér standa og kom ekki fyrr en Pavlyuchenko var skipt inn á fyrir Defoe á 73. mínútu. Rússinn náði að setja tvö mörk á þeim sautján mínútum sem hann var inná. Með sigrinum stökk Tottenham upp í hið vin- sæla fjórða sæti deildarinnar með 46 stig líkt og Manchester City sem gerði markalaust jafntefli við Liverpool fyrr í gær. Tottenham er með hag- stæðari markamun og er því í fjórða sæti en Liverpool kemur í sjöunda sæti, stigi á eftir Spurs og City. Aston Villa er með 45 stig líkt og Liverpool eftir 5:2 sigur á Burnley í gær. Eiður Smári Guðjohnsen var á varamannabekk Totten- ham og kom ekkert við sögu í leiknum. Leikur City og Liverpool var ekki eins skemmtilegur og búast hefði mátt við fyr- irfram. Liðin eru í mikilli bar- áttu um fjórða sæti deild- arinnar, síðasta sætið sem veitir rétt til að leika í Meistaradeildinni að ári. Bæði Rafa Benítez, stjóri Liverpool, og Roberto Mancini, knatt- spyrnustjóri City, leggja mikla áherslu á að ná Meistaradeildarsæti og kannski bar leikurinn í gær einhvern keim af því. „Við lögðum okkur fram og við stjórnuðum leiknum. Mér fannst við geta unnið, en reyndar hefðum við alveg getað tapað þannig að trúlega er jafntefli sanngjarnt,“ sagði Benítez eftir leik- inn og Mancini hafði þetta um leikinn að segja: „Ég er alltaf óhress þegar ég tapa, en þetta var erfiður leikur og ætli úrslitin hafi bara ekki ver- ið sanngjörn. Bæði lið vörðust vel og það var gott að koma í veg fyrir að Liverpool skapaði sér einhver hættuleg færi.“ skuli@mbl.is Öflugur varamaður hjá Tottenham  Rússinn Pavlyuchenko kom inn á 17 mínútum fyrir leikslok og gerði tvö mörk Roman Pavlyuchen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.