Morgunblaðið - 22.02.2010, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.02.2010, Blaðsíða 8
8 Íþróttir MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2010 Það blés ekkibyrlega fyrir José Morinho og lærisveinum hans hjá Internazio- nale í ítölsku deildinni á laug- ardagskvöldið. Liðið tók þá á móti Sampdoria og gerði markalaust jafntefli þrátt fyrir að missa báða miðverði sína, Walter Samuel og Ivan Cordoba út- af með rautt spjald í fyrri hálfleik. Samuel fékk beint rautt á 31. mínútu fyrir að slá Nicola Pozzi og Cardoba níu mínútum síðar fyrir að brjóta á Pozzi, sem kom greinilega mikið við sögu í leiknum. Giampaola Pazzini hjá Sampdoria var síðan rekinn af velli á 73. mínútu. Nóg að gera hjá dómaranum.    Annars er það að frétta af gengiInter og Morinhos að knatt- spyrnustjórinn hefur ekki enn tapað leik á heimavelli Inter. Sama var uppi á teningnum hjá honum þegar hann var með Chelsea og eins með Porto þar sem hann var nær ósigr- andi á heimavelli.    Staða þriggja efstu liðanna eróbreytt, Inter á toppnum með 55 stig, Roma næst með 50, lagði Catania naumlega 1:0 á heimavelli sínum, en Catania er í 17. sæti, stigi ofan við fallsæti. AC Milan er síðan í þriðja sæti.    Litlar breytingar urðu á stöðutöfl-unni á Spáni um helgina. Tíu efstu liðin halda stöðu sinni og einu markverðu breytingarnar eru á botninum þar sem Valladolid gerði vel og náði í stig, 1:1, á útivelli við Osasuna. Við það fór Valladolid upp fyrir Tenerife, en er enn í þriðja neðsta sætinu og í fallhættu.    Cristiano Ro-naldo nýtti tækifærið þegar hann skoraði fyr- ir Real Madrid í leiknum við Vill- arreal og bretti upp keppn- istreyju sinni. Á hvítum bol sem hann var í undir stóð Madeira, en Ronaldo er Portú- gali og með þessu vildi hann sýna íbúum eyjarinnar samúð en mikil flóð urðu þar um helgina og mannfall mikið.    Sporting Gijon stökk upp umnokkur sæti með því að leggja Real Zaragoza 3:1 á útivelli. Zara- goza sem fyrr í 17. sæti með 21 stig en Valladolid og Tenerife, sem eru þar fyrir neðan í fallsæti, eru með stigi minna.    Þrátt fyrir að leggja Freiburg 3:0á útivelli í þýsku deildinni er Hertha Berlín enn í neðsta sæti deildarinnar enda hefur ekkert gengið hjá liðinu í vetur. Herta er með 15 stig, Nürnberg og Hannover með 17 og þar fyrir ofan Freiburg. Góður sigur hjá Hertu.    Bayern Leverkusen fór aftur íefsta sætið í Þýskalandi í gær þegar liðið gerði 2:2 jafntefli á úti- velli við Werder Bremen, sem fór fyrir vikið upp um eitt sæti, í það sjötta. Bayern München gerði á laugardaginn jafntefli við Nürnberg, sem er í næst neðsta sæti og Lever- kusen náði því efsta sætinu á ný í gær.    Cacau, eða Jeronimo Maria Bar-reto Claudemir da Silva, eins og kappinn heitir fullu nafni, fór mik- inn í liði Stuttgart er það vann Köln 5:1. Hann gerði fjögur marka liðsins. Fólk sport@mbl.is Eftir Skúla Unnar Sveinsson skuli@mbl.is „VIÐ erum mjög sáttir við þessa stöðu,“ sagði Jón B. Gíslason, fyr- irliði íshokkíliðs Akureyringa, við Morgunblaðið eftir að ljóst var að norðanmenn væru komnir með heimaleikjaréttinn. „Það hefur verið virkilega gaman að þessu í vetur, miklu jafnari lið og meiri spenna. Það er að sjálfsögðu miklu skemmti- legra að hafa þetta svona jafnt og spennandi heldur en ef eitt eða tvö lið stinga alveg af,“ sagði Jón. Hann sagði það skipta miklu að fá heimaleikjaréttinn. „Já, það skiptir hellings máli að fá heimaleikjarétt- inn. Reyndar skipti hann engu máli í fyrra því þá unnust leikirnir á úti- völlum, en núna held ég það skipti meira máli þar sem liðin eru jafnari og því ætti heimavöllurinn að vera liðunum mikilvægur,“ sagði Jón. Sama hverjum hann mætir Spurður hvort hann vildi heldur mæta SR eða Birninum í úr- slitarimmunni var hann mjög hóg- vær. „Mér er í sjálfu sér alveg sama. Við höfum reyndar haft gott tak á Birninum í gegnum árin þó svo það hafi heldur slaknað á því í vetur og hvað SR-inga varðar þá eru þeir meistarar og það er á stefnuskránni hjá okkur að lagfæra það.“ Jón sagði að íshokkíið hér á landi væri í mikilli þróun þó að liðunum fjölgaði ekki. „Það fjölgar stöðugt góðum spilurum í liðunum og það er mun meiri breidd hjá öllum félögun- um. Ungu strákarnir koma stöðugt sterkari og sterkari inn í liðin og leika stærra hlutverk en áður þann- ig að íþróttin er tvímælalaust í vexti og framför hér á landi,“ sagði Jón. Leikur SR og SA á laugardaginn var jafn og spennandi. „Við byrj- uðum illa. Þó svo við kæmumst marki yfir snemma í leiknum þá náðu Reykvíkingar að jafna og stað- an eftir fyrsta þriðjung var 1:1,“ segir fyrirliðinn. „Við lentum undir í upphafi ann- ars leikhluta en náðum að jafna á nýjan leik. Í síðasta leikhlutanum náðum við síðan að vera skrefinu á undan og tryggja okkur heima- leikjaréttinn,“ sagði Jón. Mörk og stoðsendingar hjá Ak- ureyringum voru þannig: Rúnar Rúnarsson 2/1, Josh Gribben eitt mark og tvær stoðsendingar, Jón B. Gíslason 1/0, Jóhann Leifsson 1/0, Steinar Grettisson 0/2. Akureyr- ingar fengu 16 mínútur í refsitíma í leiknum. Hjá Reykvíkingum var tölfræðin þannig: Egill Þormóðsson 2/0, Dani- el Kolar 1/1, Gunnlaugur Karlsson 1(0, Sindri Gunnarsson 0/1, Guð- mundur Björgvinsson 0/1. Reykvík- ingar voru í 18 mínútur í skamm- arkróknum. SA ætlar sér sigur  „Heimaleikjarétturinn mikilvægur“ segir fyrirliði Akureyringa  Ræðst í vikunni hverjir verða mótherjarnir í úrslitarimmunni, Björninn eða SR Morgunblaðið/Golli Tvísýnt Akureyringar höfðu betur gegn SR á laugardagskvöldið og þar var vel tekið á að vanda eins og sjá má hér að ofan. SA er með heimaleikjaréttinn í úrslitunum og líklegast er að SR verði mótherjinn þar. Akureyringar tryggðu sér um helgina heimaleikjaréttinn í úrslitum íshokk- ís karla er lið Skautafélags Akureyrar lagði Skautafélag Reykjavíkur 5:4 í Skautahöllinni í Laugardal á laug- ardagskvöldið. Ekki er enn ljóst hvort það verður SR eða Björninn sem mætir SA í úrslitarimmunni en þessi tvö lið eigast við í lokaleik deild- arkeppninnar. Eftir Víði Sigurðsson vs@mbl.is FYLKISMENN voru síðastir á ferð af toppliðunum þegar þeir unnu Stjörnuna, 3:1, í gærkvöld. Árbæ- ingarnir náðu þar þriggja marka for- skoti, Albert B. Ingason, Ingimund- ur Níels Óskarsson og Pape Mamadou Faye skoruðu áður en Þorvaldur Árnason minnkaði mun- inn fyrir Garðbæinga. Þróttarar voru lengi vel yfir gegn fyrstudeildarliði Breiðabliks eftir að Hjörvar Hermannsson, uppalinn Bliki, skoraði snemma leiks. Krist- inn Steindórsson og Elfar Freyr Helgason skoruðu fyrir Blika á upp- hafsmínútum síðari hálfleiks og Haukur Baldvinsson undir lokin, 3:1. KR með fjögur á hálftíma Gunnar Kristjánsson skoraði tvisvar fyrir KR-inga á fyrsta hálf- tímanum þegar þeir lögðu HK á sannfærandi hátt, 5:1, í gær. Jordao Diogo og Óskar Örn Hauksson skor- uðu líka snemma og Hafsteinn Briem fyrir HK en staðan var 4:1 eftir rúmar 30 mínútur. Bjarni Guð- jónsson bætti síðan við marki fyrir KR úr vítaspyrnu í síðari hálfleik. Tómas Leifsson, sem kom til Fram frá Fjölni í vetur, skoraði fyrsta mark Safamýrarliðsins í keppninni þegar það vann Selfoss, 3:1, í gær. Jón Daði Böðvarsson kom reyndar Selfyssingum yfir snemma leiks en Tómas og Halldór Hermann Jónsson svöruðu fyrir Fram undir lok fyrri hálfleiks og Alexander Veigar Þórarinsson bætti við marki snemma í þeim síðari. Eyþór með fernu fyrir ÍBV Eyþór Helgi Birgisson, sem er í láni hjá ÍBV frá HK, fór á kostum með Eyjamönnum gegn ÍR á laug- ardaginn. Eyþór skoraði fjögur mörk í 6:0-stórsigri þeirra á ÍR í Eg- ilshöllinni. Nýju mennirnir Tryggvi Guðmundsson og Ásgeir Aron Ás- geirsson sáu um hin tvö mörkin. Jóhann Helgi Hannesson tryggði Þór sigur á Fjarðabyggð, 1:0, í upp- gjöri fyrstudeildarliðanna í Fjarða- byggðarhöllinni á Reyðarfirði. Helgi Sigurðsson skorar enn fyrir Víkinga sem lögðu KA sannfærandi í öðrum fyrstudeildarslag, 3:0. Helgi skoraði tvö mörk eftir að Halldór Smári Sigurðsson hafði komið Vík- ingum yfir í leiknum. Atli Guðnason skoraði tvö mörk þegar Íslands- og deildabikarmeist- arar FH lögðu Val af öryggi, 3:0, í fyrsta leik keppninnar um hádeg- isbilið á laugardaginn. Gunnar Már Guðmundsson, fyrrverandi Fjöln- ismaður, skoraði í sínum fyrsta mótsleik fyrir FH, úr vítaspyrnu. Toppliðin öll vel af stað  Atli með tvö fyrir FH sem vann Val 3:0  Gunnar með tvö í 5:1-sigri KR á HK  Fylkismenn lögðu Stjörnuna 3:1  Blikar sigruðu Þróttara 3:1 Morgunblaðið/Golli Háskaleikur? Hafþór Ægir Vilhjálmsson, Valsmaður, lyftir fætinum hátt gegn Ólafi Páli Snorrasyni, FH-ingi, í leiknum á laugardaginn. Þrjú efstu liðin á Íslandsmótinu í knattspyrnu í fyrra fóru vel af stað í deildabikarnum en fyrstu leikirnir þar fóru fram um helgina, allir nema einn í Egilshöllinni. Íslandsmeistarar FH unnu Val örugglega, 3:0, silfurlið KR fór létt með HK, 5:1, og bronslið Fylk- is lagði Stjörnuna, 3:1. Þá skoruðu bikarmeistarar Breiðabliks þrisvar í seinni hálfleik og unnu Þrótt R., 3:1.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.