Morgunblaðið - 22.02.2010, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.02.2010, Blaðsíða 5
Íþróttir 5 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. FEBRÚAR 2010 Eftir Kristján Jónsson kris@mbl.is ÞAR sem undirritaður er áhugamaður um kon- ur, þá gerir hann sér grein fyrir því að í gær var GoRed konudagurinn og var fólk hvatt til þess að klæðast rauðu í tilefni af baráttunni gegn hjartasjúkdómum. Fjöldi fólks klæddist rauðu daginn áður og arkaði í Laugardalshöllina til þess að hvetja sín lið í bikarúrslitaleikjum karla og kvenna í körfuknattleik. Í báðum tilfellum fögnuðu þeir rauðu sigri, Haukar í kvennaflokki og Snæfell í karlaflokki. Stemningin á karla- leiknum var ósvikinn. Hinir rauðu úr Stykk- ishólmi öðrum megin í stúkunni og hinir gulu úr Grindavík hinu megin. Í hröðum og jöfnum bikarúrslitaleik er áhuga- vert að fylgjast aðeins með stuðningsmönnunum á pöllunum. Skyndilega stökkva allir þeir gulu á fætur þegar Guðlaugur Eyjólfsson setur niður þriggja stiga skot fyrir Grindavík. Nokkrum sekúndum síðar stökkva allir hinir rauðklæddu á fætur þegar stórskyttan Sean Burton svarar með þriggja stiga skoti. Sigur leikstjórnandans Sá lágvaxni maður reyndist risi á meðal stóru kallanna í leiknum og skoraði 36 stig. Oft er tal- að um að það lið sem eigi betri leikstjórnanda í bikarúrslitaleik fari með sigur af hólmi. Það varð allavega raunin í þessu tilfelli því Sean Bur- ton var sá leikmaður sem gerði gæfumuninn. Arnar Freyr Jónsson leikstjórnandi Grindvík- inga átti ekki alslæman leik í sjálfu sér. Hann gaf til dæmis 11 stoðsendingar í leiknum og hann hefur ekki það hlutverk hjá Grindavík að skora mörg stig. Friðrik Ragnarsson þjálfari Grindvík- inga og Þorleifur Ólafsson leikmaður þeirra, sögðu báðir við Morgunblaðið að liðið hefði farið út fyrir leikskipulagið í leiknum. Það hefði verið helsta orsökin fyrir tapinu. Þær byrðar þarf Arnar Freyr væntanlega að bera sem leikstjórnandi liðsins. Þar að auki gerði hann sig sekan um tvenn fáranleg mistök á lokamínútu leiksins. Annars vegar braut hann af sér þegar Snæfell átti fimm sekúndur eftir á skotklukkunni og fékk fyrir vikið nýja skot- klukku. Hins vegar innsiglaði Arnar sigur Hólm- ara með því að kýla Burton í síðuna rétt eftir að Arnar minnkaði sjálfur muninn með laglegum tilþrifum. Óskiljanleg hegðun. GoRed körfuboltadagurinn Morgunblaðið/Golli egar bikarmeistaratitillinn var í höfn. Eftir Kristján Jónsson kris@mbl.is „HANN var bara maðurinn. Það er mjög einfalt mál. Hann var töffari dagsins. Hann sneri leiknum og skaut nánast út um allt en jafnframt fékk hann menn til þess að spila með sér. Þetta er einmitt svona svið sem al- vöruleikmenn stíga upp á. Ég var mjög ánægður með hann,“ sagði Ingi Þór í samtali við Morgunblaðið eftir að hafa handfjatlað bikarinn. Var Ingi ekkert taugaveiklaður þegar Burton var að láta vaða lengst utan af velli? „Nei mér líður mjög vel þegar hann sleppir boltanum. Ég er hvort sem er með Hlyn Bæringsson undir körfunni og frábæran mannskap á heildina lit- ið. Þeir eru með hjartað á réttum stað og það er gaman að þjálfa svoleiðs lið,“ sagði Ingi Þór ennfremur. Ingi gaf Burton byssuleyfi Morgunblaðið bar það undir hetju Hólmara, Sean Burton, hvort Ingi hefði gefið honum leyfi til þess að láta vaða undir öllum mögulegum kring- umstæðum. „Ég hefði ekki gert þetta ef hann hefði ekki gefið mér leyfi,“ sagði Burton og hló að spurningunni en hélt svo áfram á alvarlegri nótum. „Hann hefur fulla trú á mér. Hann hefur gefið mér grænt ljós á að taka skotin hvaðan sem er. Hann hefur eiginlega meira álit á mér en ég sjálf- ur og það hjálpar gríðarlega mikið.“ Hjartað og heilinn Kalla má Inga heilann á bak við Hólmarana. Lið Snæfells hefur verið sterkt á undanförnum árum og með leikmenn sem eru harðir af sér og til- búnir að berjast. Ingi er kannski svo- lítið ólíkur þeim en er maður sem pælir í körfubolta allan sólarhringinn. Líklega var Ingi einmitt sá ein- staklingur sem Snæfell þurfti að fá. Hugsuður frekar en nagli, því það þarf ekki að segja Hlyni og félögum að fara út á völlinn og djöflast. Sé Ingi heilinn í liðinu þá er engin spurning um að Hlynur sé hjartað. Þessi út- sjónarsami baráttuhundur spilaði bikarúrslitaleikinn meiddur á kálfa og hafði nánast ekkert æft síðustu tíu dagana. „Maður gleymir því í svona leik og sérstaklega á svona stundu,“ sagði Hlynur þegar Morgunblaðið dró hann frá fagnarlátunum um stund. „Ég er svo sem ekki kvalinn, það er örugg- lega hægt að hafa það verra en ég. Það er einhver blóðköggull í kálf- anum og þetta þarf að fá að jafna sig. Þetta var mjög erfitt, ég neita því ekki. Ég var kominn með krampa í báða fæturna undir restina og gat varla labbað upp völlinn. Ég reyndi því bara að hirða fráköstin og gefa á einhvern annan. Ég fann fljótlega í þriðja leikhluta að ég hafði engar lappir undir mér til að skjóta. Ég prófaði að skjóta en það var bara kraftlaust. Ég reyndi bara að einbeita að mér að því að hjálpa til varn- arlega,“ sagði Hlynur sem lét ekki sitt eftir liggja þrátt fyrir meiðslin og reif niður 19 fráköst. Hlynur sá besti Burton sparaði ekki stóru orðin um Hlyn félaga sinn. „Hann er ótrúlegur. Hlynur er besti stóri leikmaðurinn sem ég hef spilað með á mínum ferli. Hann er frábær. Mesti nagli sem ég hef nokkru sinni spilað með. Hann er með stærsta hjartað á vellinum í hvert einasta skipti sem hann spilar körfubolta og það er því alltaf gott að hafa hann á sínu bandi,“ sagði Burton spurður um álit sitt á Hlyni Bærings- syni. Burton og Hlynur drógu vissu- lega vagninn hjá Snæfelli í þessum leik en í áhugaverðum bikarleikjum koma gjarnan minni spámenn út úr skugganum og láta ljós sitt skína. Í þessum leik var það Guðlaugur Eyj- ólfsson hjá Grindavík og Emil Þór Jó- hannsson hjá Snæfelli sem gerði tvær þriggja stiga körfur í síðasta leikhlut- anum. „Maður verður að vera með fullt sjálfstraust þegar maður kemur inn á í svona leik og taka þau skot sem maður fær og setja þau niður. Það var heldur betur ljúft að sjá þau fara nið- ur undir þessum kringumstæðum. Það var virkilega mikilvægt að setja þessi skot niður,“ sagði Emil um sinn þátt undir lokin. Hann sagði varnar- leikinn hafa verið öflugan og hrósaði Hlyni og Burton sérstaklega. „Við spiluðum hörkuvörn og það var sam- vinna í liðinu. Við stóðum saman og börðumst fyrir þessu. Hlynur spilaði meiddur en var alveg frábær og Sean átti einnig frábæran leik.“ Burton fékk byssuleyfi og plaffaði Grindvíkinga niður  Ingi sagði Burton vera töffara dagsins  Hólmarar með hjartað á réttum stað  Hlynur leiddi Snæfell til sigurs þrátt fyrir meiðsl  Hlynur er mesti nagli sem Burton hefur spilað með á ferlinum Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæ- fells, hampaði bikarnum í körfuknatt- leik í fyrsta skipti á laugardaginn en áður hafði hann komist í bikarúrslit með KR og tapað. Hann var skiljanlega í skýjunum með árangurinn og hrósaði sérstaklega bandaríska leikstjórnand- anum Sean Burton, sem tók málin í sínar hendur á löngum köflum í leikn- um. Burton skoraði alls 36 stig og þar af fimm þriggja stiga körfur. Margar þeirra setti hann niður lengst utan af velli og oftar en ekki í andlitið á varn- armönnum Grindavíkur. Morgunblaðið/Golli Nagli Hlynur Bæringsson var að vanda í stóru hlutverki hjá Snæfelli og lyftir hér bikarnum eftir leikinn á laugardaginn á meðan samherjar hans fagna ákaft. Snæfell – Grindavík 92:81 Laugardalshöll, bikarkeppni karla, Subway- bikarinn, úrslitaleikur, laugardaginn 20. febrúar 2010. Gangur leiksins:1:6, 9:9, 18:20, 20:28, 32:30, 44:41, 56:54, 69:65, 74:69, 76:73, 84:77, 87:77, 92:81 Stig Snæfells: Sean Burton 36, Sigurður Þorvaldsson 14, Jón Ólafur Jónsson 12, Hlynur Bæringsson 10, Martin Berkis 9, Emil Þór Jóhannsson 6, Pálmi Freyr Sig- urgeirsson 3, Sveinn Davíðsson 2. Fráköst: 26 í vörn – 14 í sókn. Stig Grindavíkur: Brenton Birmingham 17, Þorleifur Ólafsson 16, Darrel Flake 16, Arn- ar Freyr Jónsson 15, Guðlaugur Eyjólfsson 9, Páll Axel Vilbergsson 4, Ómar Örn Sæv- arsson 3, Ólafur Ólafsson 1. Fráköst: 30 í vörn – 3 í sókn. Villur: Snæfell 21 – Grindavík 23. Dómarar: Kristinn Óskarsson og Rögnvald- ur Hreiðarsson. Ágætir. Áhorfendur: Tæplega 2.000.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.