Morgunblaðið - 19.03.2010, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.03.2010, Blaðsíða 4
4 | MORGUNBLAÐIÐ Þ að verður líklega mikið um dýrðir á heimili þeirra hjóna þegar þessi stóri dagur rennur upp en þótt þau séu komin á tíræðisald- urinn halda þau enn heimili saman. Gísli fæddist árið 1917 og Álfheiður árið 1919. Það er því margt óvenju- legt í lífi þeirra. Gísli var lengi mjólkurbússtjóri á Höfn og var öfl- ugur í leiklistarstarfi bæjarins. Hann er vel þekktur meðal bæjarbúa. Hann ekur enn um bæinn og kona hans, Álfheiður, eldar enn fyrir þau. Mörg prestsverk Gísli segist muna vel eftir brúð- kaupsdeginum. „Maður gleymir hon- um ekki,“ svaraði hann sprækur þeg- ar blaðamaður sló á þráðinn austur. „Þetta var 19. maí 1940 á stríðstíma og ekkert sérstaklega auðvelt að fá veisluföng. Það voru fjögur pör sem giftu sig í þessari sömu messu, tvö börn voru skírð og fjögur börn fermd. Það voru mörg prestsverkin sem séra Eiríkur Helgason framkvæmdi þenn- an dag en athöfnin fór fram í kirkj- unni á Mýrum í Hornafirði. Þetta var óvenjulegt brúðkaup því þarna vor- um við tveir bræður að gifta okkur, og hjá hinum brúðhjónunum voru það systur sem voru að gifta sig. Við þekktumst öll vel og þetta var gott vinafólk. Athöfnin vakti mikla athygli því það var ákaflega sjaldgæft að svona mörg prestsverk væru í sömu messu. Á eftir var stórveisla í sam- komuhúsinu fyrir öll brúðhjónin. Boðið var upp á kökur og kaffi og síð- an var dansað langt fram undir næsta morgun við orgel- og harmonikku- leik. Það rigndi mikið þennan dag og árnar urðu að fljótum en engu að síð- ur kom fólk alls staðar að úr sýslunni. Engir bílar voru komnir til sögunnar svo fólk komi ríðandi eða gangandi til veislunnar. Þetta var allt mesta bind- indisfólk og ekkert áfengi haft um hönd.“ Fengu tíu ær Ekki tíðkuðust stórar gjafir en Gísli minnist þess að þau hafi fengið mörg skeyti og einnig fengu þau tíu ær sem þótti vegleg gjöf. Á þessum tíma voru þau við búskap hjá tengda- foreldrum Gísla á Holtum í Mýrum. Þar bjuggu þau í fimm ár en fluttust þá á Höfn og hafa búið þar á sömu lóðinni síðan. Þau eignuðust fimm dætur og býr ein þeirra, Erna, í næsta húsi sem er mikið öryggi fyrir þau. „Allar dæturnar eru hver ann- arri betri og skemmtilegri,“ segir hann. Í brúðkaupsferðalag á hestum Gísli greinir frá því að árið 1940 hafi varla þekkst að brúðhjón færu í brúðkaupsferðalag en það gerðu hin ungu hjón. „Við fórum á hestum aust- ur að Egilsstöðum. Þetta var mjög skemmtileg ferð og þegar við fórum akandi þessa leið síðar þekktum við hverja þúfu. Fyrsta dagleiðin var að Lóni í A-Skaftafellssýslu, sú næsta var að Geithellum í Berufirði, þriðja dagleiðin var í Breiðdalinn og fjórða daginn að Egilsstöðum. Þetta var langt ferðalag en þetta vor var haldið þing Búnaðarsambands Austurlands á Egilsstöðum og það fóru margir fulltrúar þangað, karlar úr hverri sveit, og við slógumst í för með þeim. Við gistum á leiðinni hjá kunningjum og ættingjum. Það var vel tekið á móti okkur hvar sem við komum. Þetta er ógleymanlegt ferðalag.“ Að kunna að fyrirgefa Eftir að hafa búið svo lengi saman og þolað hvort annað í gegnum súrt og sætt er ekki úr vegi að spyrja Gísla hvort aldrei hafi slegist upp á vin- skapinn? „Jú, jú, en við jöfnuðum það bara. Lykillinn að hamingjunni er að reyna að gera gott úr öllum hlutum og kunna að fyrirgefa.“ Gísli hefur lifað tímana tvenna en segir að sér litist illa á ástandið í þjóð- félaginu núna. „Sérstaklega finnst mér þeir hafa hæst sem ættu að þegja.“ Gísli gerir ekki mikið úr hlut sínum hjá leikfélaginu. Þegar hann er spurður hvort hann hafi ekki þótt af- ar liðtækur leikari segir hann hæverskur: „Sagt hefur það verið. Ég hafði ákaflega gaman af leiklist og lék í býsna mörgum verkum.“ Um tíma dvaldi Gísli í Reykjavík þar sem hann nam mjólkurfræði í Mjólkurstöðinni en hann tók einnig próf í iðnskólanum á Selfossi. Langt er síðan Gísli hætti á vinnumarkaði en hann segist alltaf vera að dunda eitthvað. Hann hefur starfað mikið með félagi aldraðra og stundar bók- bandsvinnu af fullum krafti. Einnig var hann safnari mikill, safnaði stein- um sem sumir eru nú í Nátt- úrugripasafninu á Höfn en einnig gaf hann þá til grunnskóla í Reykjavík. Gísli hefur jafnframt starfað mikið fyrir byggðasafnið á Höfn þannig að hann hefur komið víða við. Kynntust í sveitinni heima Hjónin sem giftu sig 19. maí 1940 eru öll fallin frá utan Gísli og Álfheið- ur. Hann segir að þau hefðu sjálfsagt ekki trúað því hefði þeim verið sagt að hjónabandið ætti eftir að endast svona lengi. „Þau kynntust í sveitinni heima,“ eins og hann orðar það en hlær þegar spurt er hvort það hafi verið ást við fyrstu sýn. „Ég held að við skiljum varla úr þessu,“ bætir hann síðan glettinn við en ítrekar að þau hafi alla tíð verið samrýnd og góðir vinir. „Stundum sýnist sitt hvoru en þannig á heilbrigt hjónaband að vera,“ segir Gísli að lok- um. elal@simnet.is Hafa verið gift í sjötíu ár Það eru ekki margir sem ná því að eiga sjötíu ára brúðkaupsafmæli en hinn 19. maí næstkomandi mun sú verða raunin á Höfn í Hornafirði. Álfheiður Magnúsdóttir og Gísli Ara- son giftu sig 19. maí 1940 og hafa verið öllum stund- um saman síðan. Nú eiga þau platínubrúðkaup. Lukkuleg hjón Gísli og Álfheiður eignuðust fimm dætur. Á brúðkaupsdaginn Gísli og Álfheiður giftust þann 19. maí 1940 og fengu tíu ær að gjöf, þrátt fyrir að ekki tíðkuðust stórar gjafir þá. Hamingja Gísli Arason og Álfheiður Magnúsdóttir hafa verið gift í nær sjötíu ár og halda enn heimili saman eftir allan þennan tíma. Árið 1940 þekktist varla að brúðhjón færu í brúð- kaupsferðalag en það gerðu hin ungu hjón og fóru á hestum austur að Egilsstöðum. Hefðbundið er að brúðhjónin stígi dans í veislunni og gestirnir bætist svo kannski í hópinn þegar líða tekur á lagið. Sumir hafa áhyggjur af því að stíga á tærnar hvort á öðru en mikilvægast er að dansa dans þar sem báðir aðilar eru öruggir með sig. Brúðarvals og vangadans Víða í dansskólum borgarinnar er hægt að sækja tíma í hinum sígilda brúðarvalsi. Slíkir tímar eru tilvaldir fyrir þau brúðhjón sem vilja stíga slíkan dans í veislunni. Önnur vilja kannski hafa dansinn óformlegri og vanga við uppáhaldslagið sitt. Síðan eru líka til pör sem vilja virkilega sýna hvað í þeim býr og æfa samkvæmisdans fyrir brúðkaupið til að sýna gestum. Hvað sem því líður er mikil- vægast að gera það sem brúðhjónunum finnst skemmtilegast og þægilegast á stóra deginum þeirra. Fyrsti dansinn Brúðarvalsinn Fyrsti dans hinna nýgiftu hjóna ætti að vera að eigin vali.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.