Morgunblaðið - 19.03.2010, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 19.03.2010, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ | 33 Þ órhallur Heimisson segist vel finna fyrir þeirri breytingu sem orðið hefur á umgjörð brúðkaupa eftir að krepp- an skall á. Það er þó ekki neikvætt því nú eru meiri tilfinningar í spilunum og verðandi brúðhjón gefa sér tíma til að ræða við prestinn sinn áður en að athöfn kemur. Áður var fólk upptekið yfir öllu því veraldlega sem gera þurfti til að veislan yrði sem veglegust. „Ég er ekki frá því að töluverð breyting hafi átt sér stað eftir efnahagshrunið þótt ég hafi enga sérstaka tölfræði yfir það. Yfirbyggingin hefur minnkað mikið og meira um lágstemmd brúð- kaup, jafnvel í heimahúsi þar sem aðeins eru nánustu ættingar. Einnig hefur færst í vöxt að brúðkaup og skírn séu sameiginleg. Þessi gríð- arlega miklu brúðkaup sem hér þekktust á góð- æristímanum eru alveg dottin upp fyrir. Þetta er allt mun heimilislegra núna.“ Mikill glamúr Var þetta komið úr böndunum að þínu mati? „Var ekki allt komið úr böndunum? Maður varð vitni að miklum og glæsilegum veislum á tímabili. Þetta var kannski farið að snúast of mikið um umgjörðina. Gestafjöldinn var gjarn- an gríðarmikill og veisluföng stórfengleg. Því er ekki að neita að glamúrinn var mikill. Tíðarand- inn var svona og fólk var jafnvel í keppni við aðra og sjónvarpsþættir mögnuðu þetta allt saman upp.“ Þórhallur segist ekki hafa tilfinningu fyrir því að hjónavígslum hafi fækkað en nú sé bara allt annar stíll á þessu. Ekki var óalgengt að fjöldi brúðarmeyja væri með í vígslunni, hringaberar, mikil tónlist og frægt tónlistarfólk. „Þetta allt heyrir sögunni til og ég held að fólk hafi ekki áhuga lengur á svona glæsiveislum og finnist það ekki passa.“ Endast hjónaböndin nokkuð betur í millj- ónabrúðkaupum? „Nei, það er á engan hátt hægt að segja að samband sé þar á milli. Umbúðirnar eru ekki aðalmálið þegar fólk gengur í heilagt hjóna- band. Mér finnst ég þvert á móti tengjast verð- andi brúðhjónum betur núna. Fólk er að gifta sig af heilum hug og ég upplifi sterkari tilfinn- ingar sem er mjög ánægjulegt.“ Ekki fleiri skilnaðir Þórhallur vill ekki meina að skilnuðum hafi fjölgað eftir að kreppan skall á og segir að til séu skýringar á því. „Það var gerð úttekt á því í Finnlandi þegar kreppan var þar og niður- staðan var sú að skilnuðum fjölgaði ekki. Ástæðan getur verið sú að það er erfitt að selja íbúðir og fólk er mikið skuldsett svo það á erfitt með að skilja þótt það vildi. Hins vegar hefur fjölgað mjög því fólki sem leitar sér hjónabands- ráðgjafar. Hún getur borið þann árangur að fólk ákveður að snúa bökum saman og takast á við erfiðleikana saman.“ Eftir að kreppan skall á hefur fólk sótt meira í kirkjustarf en áður. Sumir hafa viljað endur- nýja hjúskaparheiti sitt. „Oft er það tengt því að fólk hafi tekist á við erfiðleika, veikindi eða þess háttar og náð sér aftur. Fólk horfir fram á betri tíð og langar þá til að endurnýja hjúskapar- heitið.“ Bókin hans Þórhalls, Hjónaband og sambúð, er byggð á námskeiðunum hans og hann segir að hún sé mikið notuð sem handbók þar sem fólk getur fengið leiðbeiningar við sitt hæfi. „Fólk er annars tilfinninganæmara, opnara og tilbúnara til að spjalla um hlutina en áður var. Við finnum fyrir þessu líka í fermingunni núna og prestar leggja mikla áherslu á að það er inni- haldið en ekki umbúðirnar sem skipta máli. Eitt af því sem ég get nefnt varðandi aukinn áhuga á kirkjustarfi er að við í Hafnarfjarðarkirkju er- um með barna- og unglingakór starfandi en í honum voru fjörutíu krakkar en nú eru þeir áttatíu. Fólk leitar meira í trúna og þann frið og kyrrð sem kirkjan veitir.“ elal@simnet.is Brúðkaupin látlausari en áður Þórhallur Heimisson, sóknarprest- ur í Hafnarfjarðarkirkju, hefur gefið mörg brúðhjón saman auk þess sem hann heldur reglulega fjölsótt námskeið fyrir hjón sem vilja styrkja sambandið. Þar að auki hef- ur Þórhallur gefið út bók, Hjóna- band og sambúð, sem hefur reynst vel þegar erfiðleikar koma upp. Morgunblaðið/Kristinn Þórhallur Heimisson: „Maður varð vitni að miklum og glæsilegum veislum á tímabili. Þetta var kannski farið að snúast of mikið um umgjörðina. Gestafjöldinn var gríðarmikill.“ Yfirbyggingin hefur minnkað mikið og meira um lágstemmd brúðkaup, jafnvel í heimahúsi þar sem aðeins eru nánustu ættingar viðstaddir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.