Morgunblaðið - 19.03.2010, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.03.2010, Blaðsíða 10
Breiðholtsblóm Fallegur vöndur þar sem hvítur og grænn er í aðalhlutverki en hvítur er einmitt algengur litur í brúðarvöndum. B lóm eru mjög áberandi í brúð- kaupum enda eru þau notuð til að skreyta kirkjuna og salinn ásamt því að brúðurin, brúðguminn og jafnvel brúðarmeyjar og svaramenn bera blóm af einhverju tagi. Venjulega er ákveðið þeima í veislunni og athöfninni, yfirleitt lita- þema og allt er svo skreytt í samræmi við það. Vendirnir sjálfir eru hins vegar oft hefðbundnir eins og Jenný Ragnarsdóttir hjá Blómastofu Friðfinns tjáði blaðamanni. „Ég hef verið í þessum bransa í 30 ár og segja má að þetta sé yfirleitt svipað. Beinhvít og rauð blóm eru mjög vinsæl og oftast aðallitirnir í brúðkaupum. Bleikt er alltaf svolítið með en ekki eins mikið og rauður. Almennt eru hefðbundnir brúðar- vendir með smáskrauti vinsælastir. Rósir eru líka vinsælastar en svo er ýmislegt sett með þeim, svo sem leðurlauf, vaxblóm, brúðarslör, perlur og semelíusteinar.“ Allt í sama stíl Jenný talar um að það sé yfirleitt brúðurin sem stjórni því hvaða blóm séu í brúðarvend- inum. „Það er byrjað á að velja kjólinn til að sjá í hvaða lit hann er og svo eru blómin valin í kjöl- farið. Þá eru yfirleitt notuð sömu blóm alls staðar, í brúðarvöndinn, salinn og kirkjuna. Síðan eru brúðguminn, brúðarmeyjarnar og svaramennirnir sömuleiðis með blóm en það er stílað inn á að hafa alla í sama stíl fyrir mynda- tökurnar. Yfirleitt eru brúðarmeyjar frá 1-4 ára með körfur en eldri brúðarmeyjar með vendi.“ Stemningin ræður för Nanna Björk Viðarsdóttir hjá Breiðholts- blómum er sammála um að brúðarvendir séu almennt sígildir og svipaðir frá ári til árs. „Auð- vitað eru alltaf einhverjir tískustraumar en samt er það oftast svo að fólk velur klassíska vendi. Almennt eru vendirnar misjafnir og fara alveg eftir því hvar fólk er að gifta sig og hver stemningin er. Í sveitabrúðkaupum eru til dæmis blómin í sveitinni oft nýtt á meðan blóm eru keypt í blómabúðum fyrir brúðkaup í bæn- um. Rósir eru alltaf mjög vinsælar en svo er fólk líka hrifið af orkídeum og calle-liljum. Margir eru líka hrifnir af öðruvísi blómum,“ segir Nanna og bætir við að fólk þurfi að panta vöndinn og skreytingar minnst tveimur vikum fyrir brúðkaup. „Hvítur er alltaf mjög vinsæll litur en svo eru rauðir og bleikir líka vinsælir.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Blómabúð Binna Smekklegur og róman- tískur vöndur í hvítum og bleikum lit en bleikar rósir eru vinsælar í brúðarvendi. Morgunblaðið/Ernir Breiðholtsblóm Einstakur vöndur með heklað blóm í miðjunni. Nanna Björk Viðarsdóttir úr Breiðholtsblómi sagðist hafa hugsað vöndinn fyrir þá sem ætla að gifta sig annars staðar en í kirkju eða í bænum, til dæmis upp í sveit, á jökli eða annars staðar. Klassískir vendir eru vinsælastir Morgunblaðið/Árni Sæberg Blómastofa Friðfinns Litríkur og fallegur vöndur með miklu úrvali af rósum en rósir eru almennt vinsælar í brúðarvendi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Blómastofa Friðfinns Stílhreinn og skemmtilegur vöndur sem er lafandi og hentar því vel fyrir hávaxnar konur. Hefðbundnir brúðarvendir eru vinsælastir í brúðkaup þótt það séu alltaf einhverjar brúðir sem hrífast af óvenjulegum blómum. Rósir eru algeng- astar í vöndum og yfirleitt í hvítum, rauðum eða bleikum lit. Beinhvít og rauð blóm eru mjög vinsæl og oftast aðallitirnir í brúðkaupum. Bleikt er alltaf svolítið með en ekki eins mikið og rauður litur. Morgunblaðið/Ómar Kópavogsblóm Tignarlegur vöndur með fal- legum rósum. Hefðbundnir búðarvendir eru jafnan vinsælastir í brúðkaupum. 10 | MORGUNBLAÐIÐ Að mörgu er að hyggja fyrir stóra daginn og gott að hafa allt vel skipulagt. Mikilvægt er að hafa í huga að ekki þarf endi- lega allt að hvíla á herð- um verðandi brúðhjóna heldur er um að gera að þiggja hjálparhönd frá vinum og ættingjum. Gott getur verið að halda dag- bók eða lista yfir það sem eftir er að gera til að undirbúningurinn gangi sem best. Þannig er einn- ig auðveldara að útdeila verkefnum til þeirra sem vilja hjálpa til. Gott skipulag Ekkert stress Með góðu skipulagi sparar fólk sér hausverk. - Gefðu íslenska hönnun Sængurfatnaðurinn er ofinn úr gæða bómullardamask. Yfir 30 tegundir af íslenskum sængurfatnaði til brúðargjafa. Lín Design • Laugavegi 176, gamla sjónvarpshúsið • sími 533 2220 • www.lindesign.is Dúnmjúkarbrúðargjafir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.