Morgunblaðið - 19.03.2010, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.03.2010, Blaðsíða 18
smog. Þá liti nota ég afar mikið og finnst þeir nánast ómiss- andi í svona grunnskyggingu til að forma augað. Í skygg- inguna út í enda og undir augað notaði ég einn söluhæsta litinn í Make Up Store sem heitir Velvet. Að lokum nudd- aði ég Silver Soil-blýanti í lítinn bursta og rammaði inn augun. Það gefur svona mildara yfirbragð ef viðkomandi vill síður eyelinerlínu. Fyrir brúðarförðun þarf að vanda vel ásetninguna á maskara. Gott er að fjarlægja örlítið úr burstanum í þurrku áður en sprotinn er notaður og setja frekar tvær til þrjár umferðir á augnhárin. Þetta gefur fal- legri og eðlilegri útkomu. Kinnalitur er afar fallegur á brúðina og í flestum til- fellum má setja vel af honum fremst í kinnarnar til að gefa frísklegt útlit. Á varirnar notaði ég nýjasta litinn úr Fifties- línu Make Up Store og glæran gloss yfir þar sem mér finnst glansinn afar fallegur í sumar,“ segir Margrét og bætir við að í Make Up Store sé boðið upp á persónulega kennslu fyrir brúðardaginn ef konur vilja farða sig sjálfar auk þess sem hægt er að bóka förðun fyrir stóra daginn. Mild bananaskygging Aðspurð hvernig tískan sé almennt í förðun segir Mar- grét að bananaskyggingin sé að koma aftur. „Hún er þó ekki eins áberandi og í eins brjáluðum litum og hún var heldur mildari. Núna er mikið um að það sé borinn ljós lit- ur á augnlokið og aðeins dekkri litur í glóbuslínuna í nátt- úrulegum lit, svokölluð bananaskygging. Skyggingin form- ar augað og gefur meiri dýpt og síðan er hægt að velja nánast hvaða liti sem er til að ramma inn augað með því að nota augnblýanta eða augnskugga. Á varirnar eru ljósir lit- ir eins og pastelbleikir og ljósir ferskjulitir vinsælir. Var- irnar verða glansandi þannig að það er gott að fjárfesta í glærri glosstúpu sem er auðvitað hægt að setja yfir alla varaliti. Kinnaliturinn og varaliturinn verða að spila saman og er hann fallegastur fremst í kinnarnar núna þetta árið.“ svanhvit@mbl.is Förðun: Margrét R. Jónasar Fyrirsæta: Svala Lind Hárband: Anna Soffía Kjóll: Rokk og rósir N áttúruleg förðun er jafnan vinsælust fyrir dag- inn stóra enda dregur hann fram fegurð hverr- ar konu á eðlilegan hátt. Margrét R. Jónasar- dóttir hjá Make Up Store talar um að brúðarförðun eigi að endurspegla persónuna eins og hún er en ekki að breyta miklu. „Þær konur sem mála sig vanalega mjög lítið ættu að varast að láta farða sig of mikið og öðruvísi en þær eru vanar. Frekar að láta ein- göngu fríska upp á húðina, ramma örlítið inn augun, draga fram það fallega og hylja það sem þarf. Litirnir sem verða vinsælir fyrir brúðkaupin í vor og sumar eru mildir. Á aug- un eru rjómagulir, mildir gráleitir, fjólutónar og einnig gylltir og brúnir litir.“ Grunnurinn skiptir máli Hér má sjá förðun sem Margrét vann sem dæmi um hvernig brúðarförðun lítur út. Hún segir að grunnurinn skipti miklu máli. „Sem grunn undir farða notaði ég Age perfecting serum en það fyllir upp í fínar línur og opna húð ásamt því að auka endingu farðans á brúðkaupsdaginn. Gott er að setja einn eða tvo dropa af Nutrilizer yellow út í farðann því það dregur úr bleikum tón húðarinnar. Ef það er farið í brúðarmyndatöku er gott að bæta við gula tóninn þar sem flassmyndataka getur dregið fram bleika tóninn í húðinni á myndum. Ég nota ávallt Liquid Foundation sem er léttur og rakagefandi farði sem gefur fallega áferð. Síð- an nota ég frekar þekjandi hyljara á þá staði sem þarf að hylja meira. Þar sem ég vil hafa svæðið í kringum augun ljósara nota ég kremhyljara sem heitir Reflex Cover undir augun, ofan á augnlokin og á nefbeinið.“ Vanda vel ásetningu á maskara Margrét talar um að hún vilji hafa augun í dekkri kant- inum því það kemur betur út á myndum, þá sjáist litirnir og formið vel en hver og einn getur útfært þessa förðun að eigin smekk. „Á augun notaði ég frekar milda liti og þar á meðal ljósan sanseraðan lit yfir augnlokið. Í glóbuslínuna blandaði ég saman tveimur litum sem heita cashmere og Falleg brúður Á brúðkaupsdaginn vilja flestar konur vera með náttúrulega og fallega förðun. Rómantísk förðun Mild og náttúruleg förðun er vinsæl hjá brúðum en Margrét R. Jónasardóttir talar um að brúðarförðun eigi alltaf að endurspegla persónuna. Stundum sé nóg að fríska upp á húðina og ramma inn augun sé brúðurin ekki vön að farða sig. 18 | MORGUNBLAÐIÐ Allir brúðarkjólar á 35.000 Laugavegi 101, sími 552 1260 Make Up Store Nailpolish, El- ina. Colored Mascara, Auberg- ine. Lipstick, Mood Cream. Lip Pencil, Royal Pink. Kvenlegar og glæsilegar Make Up Store sendi nýverið frá sér nýja línu sem ber nafnið 5ifties og vísar í það kvenlega og glæsilega tímabil sem hófst á sjötta áratug síðustu aldar. Línan er því kvenleg og með ljómandi glæsileika. Húðin er mött og lýtalaus. Augabrúnirnar eru fallega lagaðar og dökkar. Á augunum er brúnn augnskuggi, eyeliner og svartur maskari. Á kinn- beinunum er fallega brúnn litur og varirnar eru lokkandi. 5ifties Microshadow, Sibiria. Blush, Must Have. Micro- shadow, Dry Lake. High Tech Lighter, Stardust.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.