Morgunblaðið - 19.03.2010, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.03.2010, Blaðsíða 26
26 | MORGUNBLAÐIÐ B jörn og Elisa kynntust í Belgíu fyrir rúmum fimm árum og eru búsett þar í dag. Ákvörðunin um gift- ingu var sameiginleg en í Íslandsheimsókn brá Björn sér í skartgripaverslun í heimabænum Akureyri og keypti hring handa El- isu. Vorið á eftir þegar þau sögðu frá trúlofuninni bar fyrst á menning- armun en ekki er hefð fyrir því á Ítalíu að bæði setji upp trúlof- unarhringa. Ömmu Björns þótti ómögulegt annað en að hann væri með hring líka og þá var keyptur hringur handa honum. Gifting- arhringarnir voru síðan keyptir í Or- vieto. Vínsmökkun og pítsuveisla Eftir nokkrar vangaveltur ákváðu Björn og Elisa að brúðkaupið færi fram í heimabæ hennar Orvieto í Umbria-héraðinu á Ítalíu. Undirbún- ingurinn tók rúmt ár en í brúðkaupið var boðið 90 gestum frá tólf þjóð- löndum. Margir komu frá Íslandi og Belgíu en einnig öðrum löndum og lögðu því gestirnir sumir hverjir á sig allmikið ferðalag. Fyrstu boðs- kortin voru send út um ári fyrir brúðkaupið en þegar nær dró voru gestum sendar nánari upplýsingar, tímasetningar og kort af bænum. Fyrsti hópurinn kom til Orvieto tveimur dögum fyrir brúðkaupið og var farið í vínsmökkun og haldin pítsuveisla kvöldið fyrir brúðkaupið. Þá voru flestir komnir og tilvalið að hrista saman þá sem voru að hittast í fyrsta skipti og gefa þeim sem ekki höfðu hist lengi tækifæri á endur- fundum. Í gönguferð á brúðarkjólnum Brúðkaupsdagurinn var nokkuð óhefðbundinn en Björn og Elisa byrjuðu á því að laumast um bæinn og láta taka myndir af sér. Þessu fylgdi að Björn yrði að fá að sjá kjól- inn fyrir brúðkaupið en það vildi El- isa ekki og greip til sinna ráða. Í myndatökunni var Elisa í stuttum kjól en fyrir athöfnina skipti hún yfir í síðkjól sem Björn fékk ekki að sjá fyrr en hún gekk niður kirkjugólfið. Hún hafði tekið aukakjól með til Ítal- íu án vitundar Björns og haft mikið fyrir því að fela kjólinn fyrir brúð- gumanum. „Það kom ekki til greina að Björn fengi að sjá kjólinn sem ég yrði í við athöfnina og ég vildi líka vera í síðum og hefðbundnari kjól þá. Ég hafði því mikið fyrir því að fela kjólinn í litlu íbúðinni okkar áður en við lögðum af stað til Ítalíu en hann var alveg grunlaus um þetta leyni- lega plan,“ segir Elisa og skellihlær að minningunni. Eftir athöfnina gengu Elisa og Björn síðan með gestum sínum stuttan spöl um bæ- inn, frá leikhúsi að veitingahúsi. Hoppípolla inn brúðargólfið „Við erum ekki sérlega trúuð og ákváðum því að láta gefa okkur sam- an í leikhúsinu Mancinelli í bænum. Fyrst sáum við fyrir okkur að fara inn á bæjarskrifstofu en síðan kom í ljós að þetta er mjög frjálslegt á Ítal- íu. Í raun mátti hver sem er gefa okkur saman svo lengi sem það væri ekki náskyldur ættingi og við feng- um því mömmu vinkonu hennar El- isu til að gefa okkur saman. Fulltrúi bæjarstjóra var líka á staðnum til að fylgjast með og samþykkja þann sem gaf okkur saman. Svo þurftum við túlk líka en at- höfnin fór öll fram á ítölsku. Eina skilyrðið var að hann væri með ítalskan ríkisborgararétt og gæti þýtt yfir á ensku þannig að við feng- um vin okkar til þess. Vitnin voru bestu vinir okkar, hann Belgi og hún þýsk, við unnum öll hjá sama fyr- irtæki en þau eru nú líka par. Fyrir utan að lesa þurfti upp ákveðnar lagagreinar sem við þurftum að sam- þykkja máttum við hafa þetta eins og okkur sýndist. Við fengum vinkonu okkar og systkini Elisu til að lesa upp ljóð á milli lagagreinanna og svo valdi Elisa Hoppípolla með Sigurrós sem brúðarmarsinn en Jungle Drum með Emilönu Torrini var spilað þeg- ar við gengum út,“ segir Björn. Ítalskt og íslenskt í bland Veislan var haldin á veitingastað sem er til húsa í gamalli kirkju. Reiddur var fram gómsætur ítalskur veislumatur úr héraði en að borð- haldi loknu var slegið upp balli. Grímur, gleraugu, gervinef og ein- nota myndavélar voru á borðum fyr- ir gesti til að fíflast með og litir og litabækur fyrir krakkana. Hjónin vildu blanda saman ítölskum og ís- lenskum siðum og fékk Björn bræð- ur sína til að mæta með kassa gítar til að skapa íslenska partístemningu. Þau prentuðu út textann við Viltu með mér vaka sem oft hafði verið spilað í partíum sem þau sóttu á Ís- landi og tóku allir undir og sungu með. „Það er hefð á Ítalíu að gefa veislugestunum sykurhúðaðar möndlur að gjöf og fjöldi þeirra verð- ur að vera oddatala, til dæmis þrjár eða fimm, þar sem það færir gæfu. Einnig fá þeir gjöf sem kallast „bomboniera“ og er yfirleitt ker amíkhlutur fyrir heimilið en við ákváðum að gefa gestunum okkar Auðþekkjanleg Brúðhjónin á göngu um bæinn fyrir athöfnina. Brúðkaupshersing Elisa og Björn leiða gesti sína um bæinn í gönguferð eftir athöfnina. Ítölsk brúðkaups- veisla á íslenska vísu Björn Kristinsson og Elisa Paloni héldu brúðkaupið sitt í ítalska smábænum Orvieto síðastliðið haust. Veislan var sprellfjörug með alþjóðlegum blæ en í hana mættu gestir frá tólf þjóðlöndum. Matseðillinn í brúðkaupinu var á ítölsku, íslensku og ensku. Björn og Elisa fóru til Ítalíu nokkrum mánuðum fyrir brúð- kaupið og völdu veitingastað- inn sem er í gamalli kirkju. Þau prófuðu ótal rétti sem þau völdu úr og ákváðu að hafa matinn úr héraðinu en þar er mikið um jarðsveppi og villi- svín. Matseðillinn samanstóð af grilluðu kúrbítsblómi, case- recce-pasta með reyktri gæsabringu, pasta með villi- svínaragúi, perluhænubringu og eftirrétti samsettum af tiramisu, panna cotta og fleira góðgæti. Matur úr ítölsku héraði Veislumatur Matseðillinn var á þremur tungumálum en boðið var upp á gómsætan, ítalskan mat. Svana Berglind er... reynd og rómantísk söngkona sem syngur eyrnakonfekt fyrir ástfangið fólk Hafðu samband á svana@sopranos.is eða í s: 825 5509

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.