Morgunblaðið - 19.03.2010, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 19.03.2010, Blaðsíða 44
44 | MORGUNBLAÐIÐ Í bandarískum kvikmyndum má sjá allar vinkonurnar hópast um verðandi brúði og dást að fal- legum trúlofunarhringnum. Það er sjaldséðara á Íslandi enda tíðkast hér frekar að pör fái sér eins hringa. Viðmælendur Morgunblaðs- ins voru þó á einu máli um að það væri sífellt að aukast að konan fengi demantshring en karlmaðurinn eng- an hring. Hringarnir eru taldir merki um ást og til að marka heit sín draga brúðhjónin hring á fingur hvort annars í athöfninni. Hring- arnir skipta því miklu máli, bæði í athöfninni sjálfri sem út lífið. Breiðir hringar vinsælir Ingibjörg Snorradóttir, fram- kvæmdastjóri verslunarinnar Jens, segir algengt orðið að daman fái ein- steinshring við trúlofun og við gift- ingu fái parið sér einbauga sem daman ber með einsteinshringnum. Þetta sé siður sem hafi borist hingað til lands frá Hollywood. „Í dag vill fólk hafa hringana breiða og oftar en ekki hafa demanta í þeim og eins eru hvítagullshringar sífellt að verða vinsælli. Fólk byrjar oft leitina að hringunum með því að fara á netið og þar má oft finna glæsilegt úrval af hringum, til dæmis á jens.is. Það er líka mikið í tísku núna að fá sér nokkra misstóra demanta og láta grópa þá í hringinn með óreglulegu bili sem minnir á stjörnuhimin. Par- ið getur hannað sína hringa með því að velja stærðir og fjölda demanta og hver hringur er svo sérútbúinn.“ Demantshring fyrir konuna Sigríður Anna Sigurðardóttir, gullsmiður hjá Siggu & Timo, tekur undir orð Ingibjargar og segir að það hafi færst í vöxt að konan sé bara með hring eftir trúlofun og þá með einum demanti eða jafnvel dem- antssnúru. „Þá ætla þau oft að gifta sig fljótlega, jafnvel innan árs, og á þeim tíma er karlmaðurinn ekki með hring. Annars eru karlmaðurinn og konan oft með eins trúlofunarhringa og þegar þau hafa gift sig bætir kon- an kannski demöntum við. Núna eru breiðari hringar vinsælir en vin- sældir gullsins og hvítagullsins eru mjög svipaðar.“ Góður fyrirvari Sigríður talar um að það sé allur gangur á því hvað fólk pantar hringa með miklum fyrirvara fyrir brúð- kaup. „Við höfum bjargað hringum samdægurs en það var fyrir par sem ákvað þetta í flýti. Yfirleitt kemur fólk með tveggja til þriggja mánaða fyrirvara og það er gott að hafa að minnsta kosti 10 daga til að smíða. Það hefur færst í vöxt að fólk láti skrifa utan á hringinn nöfn eða skila- boð, en oftast er skrifað innan í hann. „Þinn“ og „þín“ eru algeng- ustu skilaboðin innan í hringunum.“ Jón & Óskar Þykkir og veglegir hringar úr 14 k hvítagull. Handgrafin nöfn beggja í höfðaletri allan hringinn. Demantur 0,05ct TW/vs. Verð á pari án demants er 253.000, verð á pari með demanti er 275.000. Sigga & Timo Hvítagullshringar þar sem annar er með 3. punkta demanti. Án demanta kosta hringarnir 172.800 krónur en með demöntum kosta þeir 194.400 krónur. Jón & Óskar Hringar úr 14 k gulli. Upp- hafsstafir handgrafnir í höfðaletri. Verð á pari er frá 73.000 krónum. Gull & Silfur Vinsælustu hringarnir hjá Gull & Silfur eru klassískir 4-5 mm hringir en þá er hægt að fá með eða án demanti. Þeir kosta 50.000 án demants og 71.000 með demanti og áletrun er innifalin. Breiðir hringar vinsælir Hringarnir eru taldir merki um ást og til að marka heit sín draga brúðhjónin hring á fingur hvort annars í athöfninni. Breiðir hringar eru vinsælir um þessar mundir og eins er hvítagullið alltaf vinsælt. Núorðið er töluvert um að konan fái fallegan trúlofunarhring, eins og tíðkast í Bandaríkjunum, en karlmaðurinn engan fyrr en gifting hefur farið fram. Jens Hringarnir eru úr 14 k gulli, dömuhringurinn er skreyttur a0,14ct demöntum í hágæðaflokkinum Top Wesselton VVS1. Hringarnir eru 6 mm breiðir og 2 mm á þykkt. Verð á hringapari er 159.800 krónur. Jens Hringarnir eru úr 14 k gulli og 14 k hvítagull- shjarta er inni í hringunum. Hringarnir eru 5,5 mm á breidd og 2 mm á þykkt. Dömuhringurinn er með dem- anti en það er gert eftir sérpöntunum. Hrjúf rönd er í miðju hringanna sem er einnig hægt að fá með rhod- ineringu eða hvítagullshúð. Þessa hringa hannaði Jón Snorri Sigurðsson og eru með vinsælustu trúlofunar og giftinga hringunum hjá Jens Kringlunni. Verð á hringapari er 99.800 krónur. Yndislegt brúðarlín í miklu úrvali bæði einbreið og tvíbreið Sængurverasett frá Fatabúðinni er gjöf til framtíðar Skólavörðustíg 21a, 101 Reykjavík, sími 551 4050

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.