Fréttablaðið - 08.12.2011, Page 92

Fréttablaðið - 08.12.2011, Page 92
8. desember 2011 FIMMTUDAGUR76 sport@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR Það er að ýmsu að hyggja í rekstri íþróttafélaga og einn stór liður hjá körfubolta- og handknattleiksdeildum er dóm- ara- og ferðakostnaður. Knatt- spyrnudeildir landsins þurfa ekki að hafa áhyggjur af þessum útgjaldalið því KSÍ greiðir allan dómara- og ferðakostnað fyrir sín félög, en KSÍ hefur úr mun meiri peningum að spila en HSÍ og KKÍ. Það er sérstaklega dýrt fyrir HSÍ og KKÍ að senda dómara út á land, en það kostar yfir 100 þúsund krónur að senda dóm- ara á leiki á Akureyri sem og á Sauðárkróki. Álíka dýrt er að senda dómara til Vestmannaeyja, enda þarf oftast að fljúga þangað. „Við erum nýbúnir að hækka dómarakostnaðinn hjá okkur um 15 prósent. Þetta var mikið rætt og í dag er almenn sátt um þessa verðskrá. Það þarf að greiða fyrir þessa þjónustu eins og aðra,“ segir Hannes Jón Jónsson, formaður KKÍ, en hann segir sitt samband hafa gert sitt besta til þess að draga úr kostnaði við leiki úti á landi. Jafn mikill kostnaður fyrir öll félögin „Við erum að senda dómara í Stykkishólm og til Sauðárkróks á bílaleigubílum og sá samning- ur er að spara hreyfingunni hátt í milljón á ársgrundvelli,“ segir Hannes, en þó svo að það sé dýr- ara að fá dómara út á land þýðir það ekki að viðkomandi félag þurfi að greiða meira en liðin í bænum. KKÍ er með jöfnunarsjóð og kostnaðurinn dreifist því jafnt á öll liðin. Hannes segir að nánast allir dómarar komi frá höfuðborgar- svæðinu og til að mynda séu engir dómarar á Akureyri sem geti dæmt í efstu deild. Annað vandamál sem íþróttirnar glíma við er mönnun á leikjum, enda eru dómarar með réttindi til þess að dæma í efstu deild ekki á hverju strái. „Það er stundum erfitt og það er staðreynd að við eigum ekki nóg af dómurum. Þetta eru margir leikir og það er mikið álag á okkar bestu dómurum. Okkur vantar fleiri dómara svo álagið á dómarana verði eðli- legt,“ segir Hannes, en hann segir ágætis þátttöku vera á dómaranámskeiðum. Sitt sýnist hverjum um þennan kostnað en Hannes bendir á að það verði að greiða ágæt- lega fyrir vinnuna svo dómarar haldist í starfi. „Það þarf að vera einhver gul- rót en auðvitað velta menn fyrir sér hvort gjaldið sé of hátt eða of lágt. Mitt mat er að dómararnir séu að fá sanngjarnar greiðslur fyrir sína vinnu.“ HSÍ greiðir ferðakostnað fyrir félögin „HSÍ greiðir ferðakostnaðinn í efstu deildunum og dagpeninga. Liðin standa því eftir með ein- göngu dómarakostnaðinn, sem og kostnað vegna eftirlitsdóm- ara þegar það á við,“ segir Róbert Geir Gíslason hjá HSÍ um dóm- arakostnaðinn í handboltanum, sem er því nokkuð minni en í körfunni. Róbert segir að engu að síður finnist mönnum í hreyf- ingunni dómarakostnaðurinn vera of hár. HSÍ, rétt eins og KKÍ, lækkar ferðakostnað með því að senda dómara á leiki á bifreiðum í eigu sambandsins eða á bílaleigubíl- um. „Það er búið að gjörbreyta gjaldskránni hjá okkur á síðustu þrem árum. Við erum líka búnir að einfalda hana mikið og sam- ræma kostnað. Það hefur ekki orðið mikil hækkun, rétt í kring- um 4 prósent á þessu ári,“ segir Róbert Geir. henry@frettabladid.is EMBLA GRÉTARSDÓTTIR knattspyrnukona hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir farsælan feril. Embla, sem aðeins er 29 ára, hefur verið að glíma við meiðsli og það er hluti af því af hverju hún er hætt. Embla lék með Sindra, KR og Val á ferlinum og vann fjölda titla ásamt því að spila 10 A-landsleiki. RÁNDÝRT AÐ FÁ DÓMARA Kostnaður við að fá dómara á leiki á Akureyri og Sauðárkróki í handbolta og körfubolta er yfir 100 þúsund krónum. Mikið álag er á bestu dómurunum. Körfubolti Miðað við að dómari komi alltaf frá Reykjavík: Leikur í Iceland Expressdeild-karla á höfuðborgarsvæðinu: Dómaralaun 13.200 (per dómara) + akstur innan svæðis 3.500 = 16.700 kr. Leikur í Iceland Express-deild karla í Reykjanesbæ: Dómaralaun 13.200 + akstur 13.000 + fæði 2.500 = 28.700 kr. Leikur í Iceland Express-deild karla í Stykkishólmi: Dómaralaun 13.200 + akstur 40.800 + göng 2.000 +fæði 4.850 = 60.850 kr. Leikur í Iceland Express-deild karla á Sauðárkrók: Dómaralaun 13.200 + akstur 71.200 + göng 2.000 +fæði 9.700 = 96.100 kr. Leikur í 1.d.karla á Egilsstöðum ( flogið fram og til baka sama dag/kvöld ef um virkan dag er að ræða geta dómarar innheimt fjarveruálag til kl.17.00 ) Dómaralaun 9.000 + akstur innan svæðis 3.500 + fæði 4.850 + fjarveruálag 2 klst 1.600*2 = 20.550 kr. ( við bætist svo flug sem Höttur sér um að leggja út fyrir og greiða ) Leikur í 1.d.karla á Ísafirði ( þar er yfirleitt gist þar sem ekki er flogið til/frá Ísafirði þar sem of dimmt er þegar líða tekur á daginn og ekki lýsingar á flugvellinum eins og best er á kosið) Dómaralaun 9.000 + akstur innan svæðis 3.500 + fæði 9.700 + fjarveruálag 2klst 1.600*2 = 25.400 kr. ( við bætist svo flug og gisting sem KFÍ sér um að leggja út fyrir og greiða ) Dómaralaun: Úrslitaleikur karla í Poweradebikarnum og leikir í úrslitum IE-deildar karla 34.000 kr. Úrslitaleikur í Poweradebikarbikar kvenna 27.100 kr. Leikir í úrslitum Iceland Express-deildar kvenna 20.300 kr. Iceland Express-deild karla 13.200 kr. Iceland Express-deild kvenna 9.800 kr. 1.d.karla 9.000 kr. 2.d.karla og 1.d.kvenna 4.700 kr. Yngri flokkar 4.700 kr. Aksturskostnaður: Iceland Express-deildirnar og 1.d. karla 3.500 kr. innan svæðis Aðrar deildir og yngri flokkar 2.000 kr. innan svæðis Reykjavík–Reykjanes 11.500 ( í IEX deildunum og 1.d.karla bætist við 1500 kr.gjald = 13.000 kr.) Reykjavík –Hveragerði 11.100 ( í IEX deildunum og 1.d.karla bætist við 1500 kr.gjald = 12.600 kr ) Reykjavík-Borgarnes 17.500 ( í IEX deildunum og 1.d.karla bætist við 1500 kr.gjald = 19.000 ) + göngin 2.000 = 21.000 kr. Reykjavík-Stykkishólmur 39.300 ( í IEX deildunum og 1.d.karla bætist við 1500 kr.gjald = 40.800 ) + göngin 2.000 = 42.800 kr. Reykjavík- Sauðárkrókur 69.700 ( í IEX deildunum og 1.d.karla bætist við 1500 kr.gjald 71.200) + göngin 2.000 = 73.200 kr. Fæðiskostnaður: Reykjavík - Reykjanes 2.500 kr. Reykjavík - Hveragerði 2.500 kr. Reykjavík - Borgarnes 2.500 kr. Reykjavík - Stykkishólmur 4.850 kr. Reykjavík - Sauðárkrókur 9.700 kr. Handbolti Meistaraflokkur karla og kvenna (úrvalsdeild og 1.deild karla): Dómgæsla (per dómara): 15.140 kr. Eftirlitsdómari: 10.280 kr. Félag greiðir 13.940 kr. vegna dómgæslu, 9.080 kr. vegna eftirlitsdómara. HSÍ greiðir 1.200 kr. vegna eftirlits og dómara. Meistarakeppni HSÍ: dómgæsla 15.140 kr. / eftirlit 10.280 kr. Deildarbikarkeppni: dómgæsla 15.140 kr. / eftirlit 10.280 kr. Bikarkeppni að 4-liða úrslitum: dómgæsla 15.140 kr. / eftirlit 10.280 kr. Bikarkeppni frá og með 4-liða úrslitum: dómgæsla 24.120 kr. / eftirlit 14.770 kr. Umspil: dómgæsla 24.120 kr. / eftirlit 14.770 kr. Úrslitakeppni: dómgæsla 24.120 kr. / eftirlit 14.770 kr. Utandeild: dómgæsla 8.540 kr. 2. og 3. flokkur karla og kvenna: Íslandsmót og bikarkeppni: dómgæsla 10.890 kr. 4. flokkur karla og kvenna: Íslandsmót og bikarkeppni: dómgæsla 9.830 kr. Ferðakostnaður: Höfuðborgarsvæði - Selfoss: 12.650 kr. Höfuðborgarsvæði - Reykjanesbær: 8.210 kr. Kostnaður á öðrum leiðum: 111 kr/km Dagpeningar: Gisting og fæði í einn sólarhring: 20.800 kr. Gisting í einn sólarhring: 11.100 kr. Fæði hvern heilan dag, minnst 10 tíma ferðalag: 9.700 kr. Fæði í hálfan dag, minnst 6 tíma ferðalag: 4.850 kr. Fæði í hálfan dag, minnst 4 tíma ferðalag: 2.000 kr. HANDBOLTI Mikil reiði kurrar í her- búðum karlaliðs Selfoss í hand- bolta eftir að aganefnd HSÍ vísaði frá máli sem stjórn sambandsins sendi vegna fólskulegs brots í leik ÍBV og Selfoss á dögunum. Á myndbandsupptöku frá leikn- um sést þegar leikmaður ÍBV slær mótherja sinn í andlitið eftir að að Selfyssingurinn hafði losað sig við boltann. Dómarapar leiks- ins missti af atvikinu og var leik- manninum ekki refsað. Í úrskurði aganefndar segir meðal annars að um leikbrot sé að ræða en ekki agabrot. Erfitt sé að gera sér grein fyrir því af umræddu myndbandi hve alvar- legt brotið hafi verið þótt það virki mjög alvarlegt. Ljóst er þó að leikmaðurinn sem varð fyrir högginu lék það sem eftir var leiksins eins og ekkert hefði í skorist. Umræddur leikmaður Selfoss, Atli Kristinsson, sagði í samtali við íþróttadeild í gær að hann hefði orðið fyrir miklum von- brigðum með vinnubrögð aga- nefndar HSÍ í þessu máli. Hann sæi sig því tilneyddan að leggja fram líkamsárásarkæru á hendur Davíð Þór Óskarssyni, leikmanni ÍBV, sem veitti honum umrætt högg í andlitið. - hsb Kjaftshögg í 1. deildinni: Kærir vegna líkamsárásar ÁTÖK Úr leik hjá Selfossi, en leikmaður liðsins fékk þungt högg í andlitið gegn ÍBV. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON VANÞAKKLÁTT STARF Körfubolta- og handknattleiksdóm- arar þurfa oft að leggja mikið á sig til þess að vinna hið vanþakkláta starf dómarans. Sitt sýnist hverjum um laun dómaranna, en þeir eru flestir undir miklu álagi enda skortur á dómurum sem gefur til kynna að menn séu ekki að fara í dómgæslu út af peningunum. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /D A N ÍEL
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.