Ný saga - 01.01.1987, Side 64

Ný saga - 01.01.1987, Side 64
- og þjóðernisstefnu sem féllu oftast að lífsskilningi og hags- munum borgara, en tóku annars á sig margvíslegt mót, enda löndin ólík sem þessar hugmyndir tóku sér bólfestu í. ísland var vanþróað land- búnaðarland án borgarastétt- ar að heita má og þeir sem báru uppi pólitískt starf framan af voru stöndugir bændur og skólagengnir sveitapiltar, sem áttu litla samleið með frjálshyggju- mönnum í efnahagsmálum úti í Evrópu, menntamönn- um, auðmönnum í borgum og þvíumlíkum. Engu að síður urðu flestir þeir sem hérlend- is tóku þátt í stjórnmálabar- áttunni alteknir þjóðernis- hyggju og gerðu sér mat úr frjálslyndum hugmyndum um skipun stjórnvaldsins: þingbundinni stjórn, sem átti að veita þjóðinni hlutdeild í stjórn landsins, jafnrétti fyrir lögum, stjórnmálaréttindum þegnanna svo sem kosninga- rétti, prentfrelsi, fundafrelsi o.s.frv. Þessar hugmyndir voru settar fram í nafni frjáls- hyggjunnar, en framan af öld- inni rann hún víða um lönd saman við annan stríðan hug- myndastraum sem var þjóð- ernisstefnan. Samruninn var áberandi þar sem ríkjaskipan var enn í deiglunni og þjóð- ernismál voru óútkljáð, en átti miklu síður við England og Frakkland, sem voru full- valda ríki. Þó má geta þess að Englendingurinn John Stuart Mill, einn af postulum frjáls- hyggjunnar, taldi sjálfs- ákvörðunarrétt þjóðanna eina af forsendum frelsis. Þetta var auðvitað helsta krafa þjóðernisstefnunnar og er gott dæmi um samruna hennar og frjálshyggjunnar. Margir litu á sig sem frjáls- lynda og þjóðernissinnaða menn og töldu að einstak- lingsfrelsi og sjálfstjórn þjóð- ar færu saman, raunar væri ekki hægt að skilja þetta tvennt að. Þannig þróaðist nationallíberalisminn, þjóð- frelsisstefnan, sem bar uppi kröfur um fullvalda þjóðríki undir stjórn eignastétta og menntamanna, og frelsi í anda klassískrar frjáls- hyggju. Sums staðar risu upp deilur um hvort markmiðið ætti að hafa forgang, þjóð- frelsið eða einstaklingsfrels- ið, og voru íslendingar ekki í nokkrum vafa. Sjálfstjórn ís- lendinga varð aðalkrafan hér á landi auk þess sem krafist var stjórnmálaréttinda bjarg- álna karlmönnum til handa. Stjórnmálahreyfing íslend- inga var ekki lýðræðisleg á okkar tíma mælikvarða, en var á sama báti og frjálslynd- ar hreyfingar yfirleitt á þess- um tima, sem vildu binda kosningarétt, eða að minnsta kosti kjörgengi, við eign og ,,æðri þekkingu". Hún ætlaði sér að rífa niður múra dönsku einvaldsstjórnarinnar hér á landi og var í þeim skilningi lýðræðislegri en danska stjórnin. Auk þess vildu flest- ir þjóðfrelsissinnar almenn- ari kosningarétt og ætluðu alþýðu stærri hlut í stjórn- málum en tíðkaðist í Dan- mörku, þar sem finna mátti „ölmusubragð að þeim rétt- indum, sem frjálslyndu flokk- arnir gáfu alþýðunni" eins og Sverrir Kristjánsson kemst ágætlega að orði (Ritsafn II, Rvík 1982, 34). Ekki stafaði þetta af sjálfsprottinni lýð- ræðisást íslendinga, heldur af því að rætur stjórnmála- hreyfingarinnar hérlendis voru alþýðlegri en í Dan- mörku, stéttargrundvöllur hennar var annar. Þjóðfrelsishreyfingin á ís- landi var því undir áhrifum frjálslyndra hugmynda sem skýrast komu fram í kröfum um þjóðfrelsi og tiltekin stjórnmálaréttindi almenn- ings, en hún vildi ekkert með hagspeki frjálshyggjunnar hafa að undanskildu verslun- arfrelsinu við útlönd. Stað- hæfing Guðmundar Hálfdan- arsonar um að sjálfstæðis- baráttan hafi byrjað sem eins konar liðsafnaður bænda gegn frelsissókn dönsku stjórnarinnar hér á landi tel ég vera misskilning á póli- tísku inntaki þessarar bar- áttu, oftúlkun á annars réttri ábendingu um ósamræmi í frelsishugmyndum íslend- inga. Auðvitað hlaut að koma til árekstra milli aldagamalla viðhorfa bændaþjóðfélagsins og efnahagslegu frjálshyggj- unnar og nefnir Guðmundur sem dæmi um það samþykkt Alþingis um bann við öreiga- giltingum 1859 og rýmkun á vistarbandinu 1863. Það má nefna fleiri dæmi um tog- streitu frjálslyndrar stjórnar og íhaldssamra bænda: hús- agann á vinnufólki og vistar- skyldu jarðnæðislausra manna yfirleitt, skilyrði fyrir húsmennsku og þurrabúðar- setum, ábúðarlöggjöf o.s.frv. Öll þessi atriði lúta að efna- 62
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.