Ný saga - 01.01.1989, Síða 85

Ný saga - 01.01.1989, Síða 85
ljósmyndir. Ástæðan er sú að ég hef unnið töluvert með gamlar ljósmyndir og hef mikinn áhuga á að nota þær sem miðil. Ég taldi mig vita að mikið væri til af myndum frá því unt síðustu aldamót sem sýndu líf og starf í íslenska bændasamfélaginu og því yrði úr nógu að moða. Ljóst var að myndefnið mátti nota á margan hátt. Hugsanlegt var að búa til skyggnumynda- röð, nota myndirnar sem uppi- stöðu í sýningu eða láta þær greina frá íslenska landbúnað- arsamfélaginu í bókarformi. Loks var sá möguleiki að reyna að feta að einhverju leyti í fót- spor þeirra sem unnu að hinni velheppnuðu mynd um Parísar- kommúnuna, að nota samtíma- kyrrmyndir sem uppistöðu í myndband, tengja myndirnar saman og reyna að gæða þær meira lífi en mögulegt var á annan hátt. Þá leið ákvað ég að fara. Þó var auðvitað ljóst að ekki tækist að skapa sömu dramatísku spennuna við lýs- ingu á samfélagi íslenskra bænda og Parísarkommúnunni enda ólíku saman að jafna. Þegar meginlínan hafði verið lögð, var næst á dagskrá að gera sér grein fyrir því hvernig verk- ið ætti að vera uppbyggt, setja saman grind sem svo yrði byggt utan um. Ég tók þá stefnu að fylgja lífi og starfi fólks eftir árs- tíðum, byrja á vorverkum, fjalla síðan um sumar, haust og loks vetrarstörf og skýra um leið frá helstu samfélagseinkennum og uppbyggingu. Þegar hér var komið sögu var orðið tímabært að huga að tiltæku myndefni. HVAR ERU MYNDIRNAR? Mikið er til af myndum frá ís- landi á dönskum söfnum. Á myndadeild Konunglegu bók- hlöðunnar í Kaupmannahöfn er töluvert til af ljósmyndum og póstkortum, frá bæði íslenskum og dönskum ljósmyndurum. Hið sama á einnig við um danska Þjóðminjasafnið. Þar er fyrirferðarmest safn Daniels Bruun; ýmsar af myndum úr safni hans birtust nýlega í bók- inni íslenskt þjóðlíf i þúsund ár. I fyrstu taldi ég að myndir á dönsku söfnunum væru full- nægjandi og vissulega hefði verið unnt að koma saman heil- legri frásögn með því að nota þær einar. En fljótlega varð ljóst að frásögnin yrði ýtarlegri og fjölbreyttari ef líka væri aflað efnis frá söfnum á íslandi. Þekktustu og stærstu mynda- söfn á íslandi eru Ljósmynda- safn Reykjavíkurborgar og myndadeild Þjóðminjasafns. En þau hafa jafnframt þann ókost, ef svo má segja, að vera mikið notuð. Þannig eru sumar góðar myndir á þessum söfnum orðn- ar býsna kunnuglegar vegna þess hversu oft þær hafa verið birtar. M.a. af þessurn sökum þótti mér sjálfsagt að leita víðar. Hjá l.andmælingum ríkisins er töluvert varðveitt af gömlum ljósmyndum frá því um og eftir aldamótin, myndum sem hafa ekki hlotið verðskuldaða athygli. í Árbæjarsafni í Reykja- vík er einnig nokkuð af mynd- um sem vel er þess virði að kanna. í Minjasafninu á Akur- eyri er mikið og gott mynda- safn, fyrst og fremst myndir Hallgríms Einarssonar ljós- myndara. Þau söfn sem nefnd voru hér að framan veittu öll nokkra úr- lausn, auðvitað mismikla þó. Á flestum þessum söfnum er við það vandamál að glíma að tölu- vert af myndum er ekki eða illa skráð. Af því leiðir í fyrsta lagi að fyrir kemur að myndir finn- ast ekki þegar á þeim þarf að halda. í öðru lagi vantar upplýs- ingar um margar myndir. ÚRVINNSLA Eftir að hafa safnað saman smá- um og stórum stöflum af ljósrit- um, var mögulegt að fara að raða myndunum upp í sam- ræmi við þá stefnu sem hafði verið mörkuð og reyna að búa til sem heillegasta frásögn. Jafn- framt var kannað hvað hugsan- lega vantaði af myndefni og gerðar ráðstafanir til þess að hafa upp á því. í sumum tilvik- um var þó unnt að Ieysa vanda- mál þannig að nota aftur hluta úr mynd sem þegar hafði verið notuð; vanti einhver ákveðin atriði er sjálfsagt að athuga bet- ur þær myndir sem maður hef- ur þegar undir höndum. Að þessu loknu var komið að því að velja endanlega úr þær myndir sem ætlunin var að nota og þar dugðu léleg ljósrit skammt. Ein besta leiðin til þess að skoða myndir gaumgæfilega er að fá þær á skyggnum. Á þann hátt verður betur ljóst livaða möguleika hver einstök mynd býður upp á, m.a. vegna þess að unnt er að greina ná- kvæmar einstök atriði sem e.t.v geta komið að gagni á fleiri en einum stað í myndafrásögninni. Óhjákvæmilegt reyndist að panta töluvert fleiri myndir en ég bjóst við að þurfa að nota og velja síðan úr þær bestu. Að því loknu var skyggnunum raðað upp í samræmi við handritið, búin til skyggnuröð sem átti að geta staðið sjálfstætt en var unt leið aðeins varða á leið í áfanga- stað. Þegar búið var að koma myndafrásögninni í nokkurn veginn það horf sem ég taldi æskilegt, var unnt að fullvinna textann. Hann var nú lagaður að því myndefni sem mér hafði tekist að komast yfir. {textanum var auðvitað ónauðsynlegt að skýra frá því sem var augljóst á myndunum; það er með öðrum orðum mikilvægt að myndirnar Á flestum þessum söfnum er við það vandamál að glíma að töluvert af myndum er ekki eða illa skráð. 83
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Ný saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.