Ný saga - 01.01.1989, Qupperneq 89

Ný saga - 01.01.1989, Qupperneq 89
STÓRFYRIRTÆKI OG STRÍÐSGRÓÐI Áður en við rýnum í afkomu fyrirtækjanna einstök ár skulum við skoða afkomu stórfyrirtækj- anna í heild. Hverjar voru heild- artekjurnar, meðaltekjurnar og hæstu tekjur? Tafla 1 hér á eftir sýnir þetta og fleira. Tekið skal fram að hér í greininni er oft talað um félög (þ.e. hlutafélög og samvinnufélög) og nota ég það um öll þau fyrirtæki, versl- anir og þjónustustarfsemi sem hér eru til umræðu. Við sjáum að árin 1940 og 1944 voru samanlagðar skatt- skyldar tekjur félaganna mjög áþekkar eða um 50 milljónir. En ef við lítum á fjölda þeirra félaga sem náðu tekjumarkinu 1940 og 1944 þá sjáum við að samkeppnin var miklu meiri seinna árið, fjöldi þeirra rúm- lega tvöfaldaðist. Af þessu leiddi að meðaltalstekjur hvers félags lækkuðu úr tæpri einni milljón í rúmar 400 þúsund krónur. Möguleikar félaganna til að komast í gríðarmiklar tekjur minnkuðu um leið og þeim fjölgaði; tekjuhæsta félagið fór úr rúmum 12 milljónum 1940 í hálfa sjöundu milljón 1944. Um var að ræða útgerðarfélagið Kveldúlf. En það er samt eftir- tektarvert að tekjuhæsta félagið bar bæði árin úr býtum u.ji.b. tólf sinnum meira en meðal- talið. Af tölum ársins 1948 að dæma eru fjárráðin þrengri en áður. Heildartekjur voru um það bil helmingi lægri en árin áður (tæpar 27 milljónir á móti tæpum 50 milljónum). Þrátt fyrir þetta voru félögin lítið færri en 1944 (15% fækkun). Um leið virðast möguleikarn- ir hafa minnkað á því að hafa miklu meiri tekjur en meðaltal- ið gefur til kynna, því tekju- hæsta fyrirtækið (SÍS) liafði ekki nema rúmlega sex sinnum hærri tekjur en „meðalfyrirtæk- ið.“ Benda má á að 1947 fóru síðustu hermennirnir úr Reykjavík og hefur án efa mun- að mikið um að missa viðskipt- AFKOMA STÓR- FYRIRTÆKJANNA í HEILD 1940, 1944, 1948 OG 1952 Möguleikar félaganna til að komast í gríð- armiklar tekjur minnk- uðu um leið og þeim fjölgaði. Skattskyldar tekjur félaga í Reykjavík, sem höfðu 112.950 kr. eða meira í tekj- ur árin 1940, 1944, 1948 og 1952 (á verðlagi ársins 1952). 1940 1944 1948 1952 Samanlagðar tekjur 52.296.687 49.667.394 26.926.805 12.883.639 Meðaltekjur á félag 986.730 417.373 266.602 226.029 Hæstu tekjur félags 12.289.756 6.542.596 1.726.444 800.000 Fjöldi félaganna 53 119 101 57 Heimildir: Skráyfir skatta og útsvör (í Reykjavík)... 1941. SkattskrárReykja- víkur 1945, 1949 og 1953. Stjtíð. 1941 A, 12, 7-8; 1942 A, 26-7. - Jón Sigurðs- son: „Verðbólga á íslandi 1914-1974“, fylgitafla. Fjármálatíðindi 21 (1974). in við þá.8 Vera má að skýringarnar séu fleiri, til dæmis sú að margra ára reynsla af stríðsgróða- skattinum hafi hvatt eigendur fýrirtækja til að grípa til þess ráðs að skipta fyrirtækjunum niður í smærri einingar til að forðast að fá á sig mjög mikla skatta. Hér hef ég í huga Ó. Johnson & Kaaber sem rak kaffibrennslu og kaffibætisverk- smiðju ásamt almennri um- boðs- og heildverslun. Árið 1945 voru brennslan, verk- smiðjan og verslunin aðskilin og gerð að þremur sjálfstæðum fýrirtækjum.9 Árið 1952 er afkoman enn erfiðari hjá fyrirtækjunum. Heildartekjur liafa minnkað um helming frá því fjórum árum áður, 1948, og fjöldi fýrirtækja sem náðu tekjumarkinu er um 45% færri en 1948. Meðaltekjur hvers félags eru 18% lægri en 1948 og möguleikar á stórgróða orðnir litlir, því tekjuhæsta fyrirtækið (SÍS aftur) hafði ekki nema rúmlega þrisvar sinnum hærri tekjur en meðaltalið sýndi. Skýringarnar á bágri afkomu stórfyrirtækjanna 1952 eru sjálf- sagt af margvíslegum toga og e.t.v. ólíkar eftir því um hvaða atvinnugrein er að ræða. En sem almenna skýringu má benda á að atvinnuleysi var í Reykjavík um og eftir 1950, og mikil verkföll urðu 1952 sem skertu án efa kaupgetu fólks.10 í framhaldi af þessu almenna yfirliti verður hér á eftir leitað svara við þessum spurningum: í höndum hvaða fýrirtækja í Reykjavík lenti stríðsgróðinn? Hvers konar fyrirtæki voru þetta? Megináhersla verður lögð á að lýsa livaða starfsemi stórfyrirtæki Reykjavíkur höfðu með höndum og einungis er unnt að drepa á helstu orsakir fyrir breytingum á hlutfalli ein- stakra atvinnugreina. Rúmsins vegna verður því að sleppa ítar- legum útlistunum og skýring- um á breytingum meðal hinna smærri atvinnugreina. Niður- 87
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Ný saga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.