Ný saga - 01.01.1989, Page 93

Ný saga - 01.01.1989, Page 93
STÓRFYRIRTÆKI OG STRÍÐSGRÓÐI Árið 1940 var Reykjavík útgerðarpláss, en tíu árum síðar hafði afkomu útgerðarinnar hrakað svo mjög og alls kyns afþreyingar- og þjónustuiðnaður hafði tekið við hlutverki hennar í atvinnulífi borgarinnar. Kveldúlfur var tekjuhæsta fyrirtækið í Reykjavík bæði 1940 og 1944. Hér er verið að dytta að bíl í porti fyrirtækisins við húsin sem nú eru horfin. mörg þeirra framleiddu alls kyns súkkulaði, sælgæti og gos. Hlutfall slíkra fyrirtækja var vægt áætlað um eða yfir helm- ingur af samanlögðum tekjum í þessari atvinnugrein. Aðeins eitt slíkt fyrirtæki komst í hóp stórfyrirtækjanna 1940, það var Ölgerðin Egill Skallagrímsson en umrætt ár hafði það 44% hlutdeild í sinni grein. Þriðja tekjuhæsta fyrirtækið í matvæla- og drykkjarvöruiðnaði 1944 var Scelgœtis- og efnagerðin Freyja og hefði það þótt saga til næsta bæjar nokkrum árum áður. Þrátt fyrir hnignun útgerðar- innar juku slippar og alls kyns vélsmiðjur og verkstæði hlut sinn. Trúlega eru þar á ferðinni hinar dýru viðgerðir og endur- bætur á togurum sem fyrr var drepið á. Flest þessara fyrir- tækja og jafnframt þau stærstu störfuðu fyrir útgerðina: Slipp- félagið íReykjavík (1,2 milljón), Stálsmiðjan og Hamar (400- 500 þús. kr. hvort). í þessum hópi er þó vert að veita athygli tveimur fyrirtækjum sem lögðu stund á bílayfirbyggingar (Tré- og bílasmiðjan Vagninn með 100 þús. kr.) og jafnvel samsetn- ingu á bílum (Egill Vilhjálms- son með 600 þús. kr). Þess utan seldi síðarnefnda fyrirtækið bíla og rak verkstæði. Á þessum áratug óx atvinnu- starfsemi í sambandi við bygg- ingar mikið og það sést sem vænta mátti á stórfyrirtækjun- um. Engin byggingarvöruversl- un var í verslanahópnum 1940 en 1944 voru þær einar fjórar til fimm (m.a. /. Þorláksson & Norðmann og Veggfóðrarinnj. Trésmiðjur og slík starfsemi var líka meiri seinna árið og fyrir- tækin í þeirri grein höfðu meiri tekjur. Stærst í þeirri grein voru Timburverzlunin Völundur og Trésmiðja Sveins M. Sveins- sonar. Verktakastarfsemi var einnig meiri 1944 heldur en 1940. Fyrra árið var aðeins einn verk- taki, danska félagið Hojgaard & Schultz sem sá um lagningu hitaveitu í Reykjavík. En seinna árið voru tvö íslensk byggingar- félög komin í hóp stórfyrirtækja Reykjavíkur: Almenna bygging- atfélagið og Goði. Greinar sem ekki fyrirfundust meðal stór- fyrirtækja 1940 en voru til stað- ar 1944 var t.d. tryggingastarf- semi (Carl D. Tulinius & Co.) og rekstur húseigna eða fast- eigna til útleigu (Alpýðuhús Reykjavíkur og Sólbeimar). Atvinnugreinar eins og klæðagerð og vefnaðarfram- leiðsla virðast hafa staðið í blóma á þessum árum, það sést best á því að þessi grein fimm- faldaði hlutdeild sína í hópi stórfyrirtækjanna. Hér má minna aftur á það að margar Engin byggingarvöru- verslun var í verslana- hópnum 1940 en 1944 voru þær einar fjórar. verslanir voru einnig með smá- framleiðslu á þessum árum. Það segir líka sína sögu að fyrirtæki á borð við Glerslípun og speglagerð skyldi hafa svo miklar tekjur að það næði í hóp stórfyrirtækjanna. Sömu sögu má segja af bóka- og blaðaút- gáfu: bókum fjölgaði og upplög þeirra stækkuðu mjög á þessum árum.17 Af öllum prentsmiðjum og útgefendum var ísafoldar- prentsmiðja langstærst með eina milljón í tekjur. Bókaútgáfu má telja til menn- ingarneyslu en það er greini- legt að margs konar skemmtan- ir og afþreying var eftirsótt. Mat- sölu- og kaffihús komust í hóp stórfyrirtækjanna 1944 (Hress- ingarskálinn og Heitt & kalt með samtals 300 þús. í tekjur) og sýnir það ágætlega velmeg- un fólks. Kvikmyndahús bæjarins nutu sannarlega góðs af löngun fólks í skemmtun og afþreyingu á þessum árum því tvö kvik- myndahús komust í hóp stór- fyrirtækjanna 1940 og 1944: Gamla Bíó og Nýja Bíó. Þau voru hins vegar mun vinsælli seinna árið því tekjur þeirra voru samanlagt 800 þúsund kr. það ár á móti 300 þús. 1940. Auk þess komst Filmuútleigan upp fyrir tekjumarkið 1944, en það var dreifingarfyrirtæki fyrir bíómyndir hér á landi. Her- mennirnir hafa að öllum lík- indum verið fastagestir og er ekki að undra að afkoma kvik- myndahúsanna skyldi vera góð, því hermennirnir voru tugþús- undum saman í Reykjavík. Þeir hafa e.t.v. ekki átt lítinn þátt í að Strœtisvagnar Reykjavíkur skyldu komast upp fyrir tekju- markið þetta ár? SVR var meira að segja með tekjuhæstu stór- fyrirtækjunum (1,2 milljón í skattskyldar tekjur). „Það er draumur að vera með dáta“ var sungið á þessum árum og það var ekki síður draumur að geta veitt sér ótal margt sem alls ekki hafði feng- ist eða engin efni voru til að kaupa. Því allt í einu voru nógir 91
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.