Ný saga - 01.01.1989, Page 95

Ný saga - 01.01.1989, Page 95
STÓRFYRIRIÆKI OG STRÍÐSGRÓÐI Strætisvagnar Reykjavíkur hófu göngu sína 1931, en hermennirnir voru bestu viðskipta- vinirnir á stríðsárunum og komu fyrirtækinu í hóp stórfyrirtækja árið 1944. þau voru tvö auk nýstárlegs fyrirtækis í þessum hópi. Það hét Vélskóflan og sá um jarð- vinnslu með stórvirkum vinnu- vélunt, svo sem skurðgröfum og jarðýtum. Erfitt er að sjá hvort aukning eða samdráttur varð í menning- arneyslu og skemmtunum fólks. Það fer eftir því hvaða svið eru skoðuð. Bíóferðir og kaffi- og matsöluhús voru enn sem fyrr eftirsóttir staðir og félög í þessum greinum juku hlut sinn nokkuð. í sömu átt bendir það að Gull- og silfur- smiðjan Ema og fyrirtæki sem hafði leirkerasmíði með hönd- um (Listvinahúsið) skyldi kom- ast í svo miklar tekjur sem raun bar vitni. í samanburði við þetta vekur undrun að vinna í prentsmiðj- urn, þ.e. blaða- og bókaútgáfa, virðist hafa minnkað. Tölur um bókaútgáfu stangast á við þessa mynd því bækur voru heldur fleiri þetta árið en næstu ár á undan.22 Hvernig kemur þetta heim og saman? Hvað veldur að þessi tegund menningarneyslu ber svo skarðan hlut frá borði? Ein möguleg skýring er sú að upplög bóka hafi minnkað og önnur er að tekjur prentsmiðja og bókaforlaga í heild hafi e.t.v. ekki minnkað svo mikið heldur hafi aðeins færri fyrirtæki náð því tekjumarki sem þessi rann- sókn miðast við. Það er líka skýring sem gæti átt við í mörg- um svipuðum tilfellum í öðrum atvinnugreinum. ST ÓRFYRIRTÆKI Á ÁRINU 1952 Margt vitnar um samdrátt í af- komu stórfyrirtækjanna á árinu 1952 miðað við 1948, en þetta kom mun meira niður á félög- um sem þjónuðu almenningi heldur en atvinnulífinu. Útgerð- in er að vísu undantekning því hún hélt áfram að skreppa sam- an og var þó orðin harla lítil 1948. Aðeins eitt útgerðarfýrir- tæki komst upp fyrir tekjumark- ið (Júpíter) og hlutdeild þess af tekjum stórfyrirtækjanna var að- eins eitt prósent. Árið 1948 var það 3%- Helstu ástæðurnar eru þær að útgerð togara var erfið 1949-51 og kom margt til: vax- andi tilkostnaður, lækkandi afurðaverð og skuldasöfnun.23 Flestri atvinnustarfsemi sem viðkom útgerð hnignaði líka, t.d. netagerð. Rétt er að undirstrika það sem fýrr var sagt að þótt sum at- vinnufýrirtæki væru ekki í hópi stórfýrirtækjanna öll árin, þá er ekki þar með sagt að þau hafi lagt upp faupana og atvinnu- greinin rýrnað sem samsvaraði þessum tölum. Þau gætu hafa verið starfandi fýrir því. Á sama hátt kunna ný fyrirtæki að hafa verið sett á fót en ekki náð tekjumarkinu. Þannig er því t.d. varið með Bœjarútgerð Reykja- víkur sem byrjaði starfsemi 1946/47. Reynslan af rekstri hennar styrkir meira að segja þessa mynd af hnignun útgerð- arinnar, því reksturinn stóð í járnum 1947-48 og hann skil- aði tapi 1949-51.24 Eins og áður er getið áttu fyrirtæki eða atvinnugreinar sem sinntu neyslu almennings á einn eða annan hátt erfitt upp- dráttar. Eitt gleggsta dæmið um það var afturkippurinn í fram- leiðslu munaðarvara í matvæla- og drykkjarvöruiðnaðinum, þ.e. sælgætis, brauða, gosdrykkja og þess háttar. Hlutur þessa iðnað- ar datt í heild úr 21% í 10% af samanlögðum tekjum stórfyrir- tækjanna. Sama rnáli gegndi um prentsmiðjur, bóka- og blaðaút- gáfu. Ekkert kaffi- eða matsölu- hús náði tekjumarkinu og ekki heldur fyrirtæki sem sáu um skemmtanir og afjoreyingu. Aftur á móti var staða flestra fyrirtækja og atvinnugreina sem útveguðu rekstrarvörur og fjár- festingarvörur (þ.e. vörur til bygginga og atvinnustarfsemi) mun sterkari jafnvel þó þar mætti líka finna samdrátt. Greinar eins og málmsmíði, slippir, verkstæði og vélsmiðj- ur, verktakastarfsemi, fasteigna- rekstur og flutningsstarfsemi (á sjó) juku til að mynda töluvert hlutdeild sína í tekjum stórfyrir- tækjanna. Á þessu ári bar samt verslun- in ægishjálm yfir allar aðrar at- vinnugreinar. Hlutur hennar var 57% af tekjum stórfyrirtækj- anna og hafði engin ein at- vinnugrein haft svo hátt hlutfall 1940-48 nema útgerðin 1940 Nær allar atvinnu- greinar, aðrar en útgerð og atvinnu- rekstur tengdur henni, juku hlut sinn meira og minna. 93
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.