Morgunblaðið - 02.04.2011, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.04.2011, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2011 Oft telja menn að þeirra eigin orðhafi nokkurt vægi og vænta þess að aðrir taki þá alvarlega. Sum- ir eru jafnvel það viðkvæmir fyrir sjálfum sér að þeir eiga það til að móðgast ef enginn gerir neitt með skoð- anir þeirra.    Jón Gnarr Krist-insson borgar- stjóri er ekki einn þessara manna. Hann er þvert á móti sannfærður um – og reynir að sann- færa aðra um – að orð hans hafi ekk- ert vægi og að enginn geri neitt með það sem hann segir.    Þess vegna stendur hann nú á þvífastar en fótunum að fjármögn- unarerfiðleikar Orkuveitu Reykja- víkur tengist ekki á nokkurn hátt fullyrðingum hans um að fyrirtækið væri „á hausnum“.    Gott ef hann telur ekki að þessiummæli hafi beinlínis verið hjálpleg við endurfjármögnunina.    Sökin er að hans mati öll hjá fyrriæðstu stjórnendum OR sem hafi ekki gert sér „fulla grein fyrir alvar- legri stöðu fyrirtækisins og það sem verra var – hefðu einhverja hug- mynd um hvernig stýra ætti fyrir- tækinu út úr vandanum. Þótti því ástæða til að endurnýja forystu hjá fyrirtækinu“.    Fyrri stjórnendur borgarinnar ogfyrirtækisins voru að vísu búnir að grípa til ýmissa aðgerða til að tryggja stöðu fyrirtækisins og voru líka komnir langt með að endurnýja lánin erlendis. En svo breyttist eitt- hvað skyndilega.    Hvaða breyting ætli hafi orðið ástjórn borgarinnar sl. ár. Getur núverandi borgarstjóri svarað því? Jón Gnarr Kristinsson Hvað breyttist hjá borginni? STAKSTEINAR Veður víða um heim 1.4., kl. 18.00 Reykjavík 7 skýjað Bolungarvík 2 alskýjað Akureyri 4 rigning Egilsstaðir 6 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 5 skýjað Nuuk -7 heiðskírt Þórshöfn 8 skýjað Ósló 3 skýjað Kaupmannahöfn 7 heiðskírt Stokkhólmur 2 þoka Helsinki 0 frostrigning Lúxemborg 12 skýjað Brussel 15 skýjað Dublin 12 skýjað Glasgow 12 skýjað London 16 léttskýjað París 15 skýjað Amsterdam 15 skýjað Hamborg 13 skýjað Berlín 16 heiðskírt Vín 17 skúrir Moskva 1 heiðskírt Algarve 22 heiðskírt Madríd 25 heiðskírt Barcelona 17 heiðskírt Mallorca 18 léttskýjað Róm 18 heiðskírt Aþena 12 léttskýjað Winnipeg 1 alskýjað Montreal 5 alskýjað New York 2 slydda Chicago 7 alskýjað Orlando 19 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 2. apríl Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 6:43 20:21 ÍSAFJÖRÐUR 6:43 20:30 SIGLUFJÖRÐUR 6:26 20:13 DJÚPIVOGUR 6:11 19:51 Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Sigríður Hjaltested, saksóknari hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að sífellt algengara sé að fórn- arlömbum og vitnum í sakamálum sé hótað, m.a. með því að ráðnir eru þekktir handrukkarar til að hafa í heitingum við þau. „Það ber alltaf meira og meira á því að menn reyna skipuleggja að hafa áhrif á vitni með því að setja þrýsting á þau þannig að þau dragi jafnvel kærur til baka,“ sagði hún. Fórnarlamb líkamsárásar í saka- máli sem Sigríður sótti í héraði, lýsti líkamsárás sem hann varð fyrir 29. janúar 2009 skilmerkilega í skýrslu hjá lögreglu og nafngreindi m.a. árás- armanninn. Þegar kom að aðalmeð- ferð neitaði hann á hinn bóginn að tjá sig um málið. Sú ákvörðun hans að bera ekki vitni virðist hafa ráðið mestu um að Hæstiréttur sýknaði meintan árásarmann af ákæru í fyrra- dag en Hæstiréttur gagnrýndi einnig nokkur atriði í rannsókn lögreglu. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði hins vegar dæmt hinn meinta árás- armann í 2½ árs fangelsi og í héraðs- dómnum segir að eina skýringin á því að hann neitaði að bera vitni sé sú að hann hafi óttast „það sem gæti hlotist af því að hann stæði við fyrri skýrslur sínar í málinu“. Fékkst aðeins til að mæta Í dómi Hæstaréttar er sérstaklega vakin athygli á því að hvorki hafi verið óskað eftir að meintur árásarmaður viki úr dómsmál né að manninum yrði gerð sekt fyrir að bera ekki vitni, en til þess ber honum skylda samkvæmt lögum. Hvorki Hulda Elsa Björgvinsdótt- ir, settur saksóknari hjá ríkissaksókn- ara, sem sótti málið í Hæstarétti, né Sigríður Hjaltested, saksóknari hjá lögreglustjóranum í Reykjavík, sem sótti málið í héraði, þekkja þess önnur dæmi að fórnarlömb líkamsárása hafi neitað að tjá sig fyrir dómi í máli sem þessu þegar komið er að aðalmeðferð. Sigríður sagði að það hefði legið fyrir áður en hann kom fyrir dóminn að hann treysti sér ekki til að gefa skýrslu. Hann hefði beðist undan að mæta en eftir því var gengið og lögð áhersla á að hann segði þetta í áheyrn dómara. „Full ástæða var til að láta reyna á þetta mál þrátt fyrir að stað- an væri þessi,“ sagði hún. Stefán Ei- ríksson lögreglustjóri sagði að lög- regla væri að fara yfir rannsókn málsins og kanna hvort hún þyrfti að breyta sínum verkferlum eða hvort mistök hefðu verið gerð í þessu til- tekna máli. Málið er ekki einungis óvenjulegt fyrir þessar sakir heldur einnig þær að maður sem reyndi að veita árásar- manninum fjarvistarsönnun í málinu sætir nú ákæru fyrir rangan fram- burð fyrir dómi. Hann játaði rangan framburð hjá lögreglu en sat síðan við sinn keip fyrir dómi. Hótanir vegna dómsmála sífellt meira vandamál  Fórnarlamb neitaði að bera vitni Sigríður Hjaltested Stefán Eiríksson Skannaðu kóðann og lestu dóm Hæstaréttar í málinu. www.birkiaska.is Birkilauf- Betulic Birkilauf hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox). . DUXIANA.IS Því bjóðum við: 25% afslátt af rúmum á lager og rúmapöntunum DUXIANA Reykjavík Ármúla10 | Sími 568 9950 Rúm fyrir lífið DUX breytir brátt um útlit (Gildir ekki um DUX Nordic Línuna) Gildir frá 18. mars til 4. apríl leiri tilboð í gangiF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.