Morgunblaðið - 02.04.2011, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 02.04.2011, Blaðsíða 26
FRÉTTASKÝRING Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Í úrskurðum Héraðsdóms Reykjavík- ur frá því í gær í málum varðandi heildsöluinnlán í Landsbankanum og Glitni felst að dómurinn staðfestir gildi hinna svokölluðu neyðarlaga, að sögn Herdísar Hallmarsdóttur, sem situr í slitastjórn Landsbankans. Skiptir úrskurðurinn miklu máli fyrir almenna kröfuhafa, þótt hann breyti engu varðandi áætlaðar end- urheimtur úr þrotabúi Landsbank- ans. Þær áætlanir gerðu ráð fyrir því að heildsöluinnlán væru tryggðar inn- stæður. Samkvæmt fjárhagsupplýsingum gamla Landsbankans eru heildsölu- innlán bókuð sem 158 milljarðar króna og heildarfjárhæð Icesave-inn- lána bókuð sem 1.161 milljarður. Samanlagt verðmæti þessara krafna er því um 1.319 milljarðar. Heildar- verðmæti eigna þrotabúsins var um síðustu áramót um 1.175 milljarðar króna miðað við gengi krónunnar á þeim tíma. Þetta þýðir, sem áður segir, að hugsanlega hefðu almennir kröfuhaf- ar fengið eitthvað fyrir sinn snúð og að forgangskröfur hefðu allar fengist greiddar ef úrskurður héraðsdóms hefði verið á aðra lund. „Í úrskurðinum eru nokkur atriði sem vert er að nefna. Héraðsdómur staðfestir að heildsöluinnlán séu inn- stæða í skilningi laga um innstæðu- tryggingar. Þá er því hafnað af dómn- um að forgangur takmarkist við 20.800 evra markið, en hann er einnig mjög afdráttarlaus þegar kemur að neyðarlögunum,“ segir Herdís. „Héraðsdómur fellst hvorki á að setning neyðarlaganna hafi brotið gegn eignarréttarákvæði stjórnar- skrár né jafnræðisákvæði hennar og er ekki neinn vafi í orðalagi úrskurð- arins um gildi neyðarlaganna.“ Héraðsdómur féllst einnig á það með slitastjórn Landsbankans að greiða ætti dráttarvexti af heildsölu- innlánum í samræmi við ákvæði breskra og hollenskra laga, en heild- söluinnstæðueigendur höfðu gert kröfu um íslenska dráttarvexti. „Er- lendu dráttarvextirnir eru 6-8 pró- sent en íslenskir dráttarvextir eru 25 prósent og munurinn því töluverður. Við höfum hins vegar í okkar áætl- unum gert ráð fyrir því að við mynd- um greiða þessa lægri vexti og hefur úrskurður héraðsdóms því ekki áhrif á áætlanir um endurheimtur.“ Líklega munu flestir sóknaraðilar í málunum kæra úrskurð héraðsdóms til Hæstaréttar, að mati Óttars Yngvasonar, málsaðila og lögmanns í nokkrum þeirra, en ákvarðanir um slíkt hafa ekki verið teknar að svo stöddu. Snýst um gildi stjórnarskrár „Ég er að sjálfsögðu ósammála nið- urstöðu dómsins, bæði hvað varðar það að gera heildsöluinnlán að inn- stæðum og einnig að neyðarlögin séu í samræmi við stjórnarskrána. Ég held að velflfestir lögmenn, sem ekki eru tengdir útrásarvíkingum á einn eða annan hátt líti svo á að neyðarlögin séu nánast örugglega andstæð stjórn- arskrá. Ef litið er svo á að lögin stand- ist stjórnarskrána má allt eins spyrja sig hvort stjórnarskráin hafi nokkuð gildi,“ segir Óttar. Hann segir að um grundvallaratriði í stjórnskipan landsins sé að ræða. „Þetta er spurning hvort ákvæðum stjórnarskrárinnar verður vikið til hliðar með almennum lögum. Í rök- stuðningi sínum vísar héraðsdómur til þess markmiðs neyðarlaganna, skv. lögskýringargögnum sem fylgdu frumvarpi laganna, að tryggja al- mannahagsmuni og tryggja og end- urreisa fjármálalegan stöðug- leika. Eru þetta hagsmunir sem ganga framar stjórnarskrár- vörðum eignarrétti? Er hægt með almennum lögum að útnefna nýja sérvalda kröfuhafa á kostnað annarra og taka þar með eignaréttinn bótalaust af þeim síðarnefndu?“ Dómur staðfestir gildi neyðarlaga Morgunblaðið/Heiddi Icesave Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í málunum mun ekki breyta áætluðum endurheimtum vegna Icesave.  Heildsöluinnlán í Landsbanka og Glitni eru forgangskröfur í þrotabú  Úrskurður héraðsdóms stað- festir gildi neyðarlaganna  Breytir ekki áætluðum heimtum vegna Icesave  Stefnendur munu kæra 26 FRÉTTIRViðskipti | atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2011 ● Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,56 prósent í gær og endaði í 207,77 stigum. Verðtryggði hluti vísitöl- unnar hækkaði um 0,70 prósent og sá óverðtryggði um 0,21 prósent. Velta á skuldabréfamarkaði í gær nam 8,32 milljörðum króna. bjarni@mbl.is GAMMA-skuldabréfa- vísitalan hækkar ● Nýir hluthafar MP Banka munu gera það að tillögu sinni á hluthafafundi að Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, verði kjörinn formaður nýrr- ar stjórnar bankans. Hluthafafundurinn fer fram næstkomandi föstudag. Þetta kom fram í tilkynningu sem send var út í gær og undirrituð af Ragnari Þóri Guðgeirssyni, núverandi stjórnarformanni bankans, og Skúla Mogensen, stjórnarformanni fjárfestingafélagsins Títan, sem hefur leitt aðkomu nýrra fjárfesta að bankanum. Fram kemur í tilkynningunni að söfnun hlutafjár í MP sé lokið og áskrift hafi verið umfram 5 milljarða. Samningur um kaup á allri innlendri starfsemi MP Banka og starfsemi í Litháen hefur verið undirritaður og hluthafafundur verið boðaður . Þorsteinn Pálsson næsti stjórnarformaður MP ● Nasdaq OMX Group, sem rekur meðal annars norrænar kauphallir, mun ásamt afleiðumarkaðnum IntercontinentalExchange gera kauptilboð í NYSE Euronext, móðurfélag kauphallarinnar á Wall Street. Tilboðið hljóðar upp á 11,3 milljarða dala. Deutsche Börse, eigandi kauphallarinnar í Frankfurt, hefur áður lagt fram tilboð í NYSE Euronext sem hljóðar upp á 10 milljarða dala. NasdaqOMX ætlar að bjóða í NYSE STUTTAR FRÉTTIR                                          !"# $% " &'( )* '$* ++,-./ +01-10 ++/-2 .+-330 .4-3,3 +0-4/1 +.1-01 +-13,3 +04-53 +3+-50 ++,-5, +01-01 ++0-.5 .+-/1+ .4-/4/ +0-+.3 +.,-+0 +-1303 +0+-+ +3.-41 .+3-.+3+ ++,-0+ +0,-.0 ++0-3 .+-/2, .4-/30 +0-+/2 +.,-51 +-1/.3 +0+-3, +3.-,0 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Rannsóknasjóður, í samstarfi við Mannauðsáætlun Evrópusambandsins (PEOPLE / Marie Curie), auglýsir eftir umsóknum um rannsóknastöðustyrki. Umsóknarfrestur er til 15. júní 2011, kl. 16:00. Styrkirnir eru veittir í 12-24 mánuði með möguleika á allt að 12 mánaða framlengingu. Allar umsóknir og umsóknargögn skulu vera á ensku. Nánari upplýsingar og umsóknargögn er að finna á www.rannis.is/start RANNSÓKNASTÖÐUSTYRKIR Laugavegi 13, 101 Reykjavík sími 515 5800, rannis@rannis.is www.rannis.is Umsóknarfresturer til 15. júní 2011 H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n „Það er jákvætt að niðurstaða héraðsdóms liggi fyrir. Ég tel þó að ástæða sé til að kæra málið til Hæstaréttar. Hjá Glitni snýst þetta aðallega um hvað al- menn-ir kröfuhafar fá í sinn hlut. Glitnir mun geta borgað forgangskröfur upp í topp, hvernig sem málið fer,“ segir Steinunn Guðbjartsdóttir, for- maður slitastjórnar Glitnis. Af- staða Glitnis var sú að kröfur vegna heildsöluinnlána hefðu stöðu almenna krafna. Kröfur í bú Glitnis vegna heildsöluinn- lána nema um 60 milljörðum króna. Steinunn segir að í for- sendum dóms héraðsdóms komi fram að málið í heild sinni sé langt frá því að vera afdrátt- arlaust: „Til dæmis segir í nið- urstöðukaflanum að orðanotk- un í samningum bendi ekki með óyggjandi hætti til þess, hvers eðlis viðskiptin voru í þessum heildsöluinnlánum. Í dómnum segir líka að málskostnaður falli niður, vegna þess að veruleg vafaatriði séu fyr- ir hendi í málinu. Meg- inregla gjaldþrotalaga er sú að kröfuhafar eigi að njóta jafnræðis. Hér- aðsdómur liggur hins vegar fyrir og um hann verður ekki deilt nema fyrir Hæstarétti,“ seg- ir Steinunn. thg@mbl.is Vafaatriði fyrir hendi AFSTAÐA GLITNIS Steinunn Guðbjartsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.