Morgunblaðið - 02.04.2011, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.04.2011, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2011 „Það duttu nokkrar fyrirspurnir út síðast vegna þess að dagskráin rask- aðist. Ég var tilbúinn, en hefði að vísu ekki getað veitt nema almenn svör þá. En ég hefði getað veitt þær upplýsingar sem við höfðum í hönd- um,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, spurður um ástæðu þess að svar hans við fyrir- spurn Björns Vals Gíslasonar, þing- manns Vinstri grænna, um kostnað vegna Icesave-samninganefndarinn- ar var fellt út af dagskrá þingsins síðastliðinn mánudag. Frestað fram yfir kosningar Líkt og greint var frá hér í blaðinu í gær lagði Björn fyrirspurn sína fram þann 24. febrúar síðastliðinn, en Morgunblaðið hafði óskað eftir upplýsingunum þremur dögum áður. Svarið er næst á dagskrá þingsins þann 11. apríl næstkomandi, tveimur dögum eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um ríkisábyrgðina. Steingrímur sagði það sjálfsagða kurteisi við fyr- irspyrjanda, Björn Val, og Alþingi að svarið kæmi fyrst fram þar. Hann myndi því ekki gefa upp þær upplýs- ingar sem hann kvaðst hafa haft reiðubúnar á mánudaginn. Hann segir það ekki hafa verið meðvitaða ákvörðun stjórnvalda að fresta birt- ingunni fram yfir kosningar. Skotið til úrskurðarnefndar Morgunblaðið hefur margítrekað fyrirspurn sína til fjármálaráðuneyt- isins en engin svör fengið. Málinu hefur verið skotið til úrskurðar- nefndar um upplýsingamál. Miðað við reynsluna í sambærilegum mál- um er úrskurðar að vænta eftir vikur eða mánuði. einarorn@mbl.is Engin svör um kostnað fyrr en eftir kosningar  Málinu skotið til úrskurðarnefndar um upplýsingamál Morgunblaðið/Ómar Bið Steingrímur segir það almenna kurteisi að svara þinginu fyrst. Hlý og mjúk Verð aðeins 13.900,- 100% bómullaráklæði 750 gr hvítur gæsadúnn Frábær fermingargjöf Holtagörðum 2. hæð • Sími 512 6800 • www.dorma.is Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Bensínverð hefur aldrei verið hærra á Íslandi en þessa dagana. Talið er að verðið hafi náð hámarki og muni lækka á næstunni. Þetta segir Her- mann Guðmundsson, forstjóri olíu- félagsins N1. Öll olíufélögin hækkuðu verð hjá sér á fimmtudagskvöld og í gær- morgun. Olís reið á vaðið og hækk- aði um fjórar krónur og fylgdi N1 fljótlega í kjölfarið. Var verðið þar 235,80 krónur á lítrann af 95 oktana bensíni. Shell hækkaði verð hjá sér í gær og var með hæsta verðið í gær- kvöldi, 236,80 krónur á lítrann. Ódýrast var bensínið í gærkvöldi á 235,20 krónur hjá Orkunni. „Ég held að það sé óhætt að full- yrða það,“ segir Hermann að- spurður hvort þetta sé hæsta bens- ínverð sem um getur á Íslandi. Ýmislegt bendi þó til þess að verðið muni lækka á næstunni. „Ég spái því að verðið sé að ná toppi núna. Þegar maður talar við sérfræðinga úti eru þeir þeirrar skoðunar að við séum komin yfir hæsta gildi og sterkar vísbendingar séu um að markaðurinn muni frekar síga en hækka meira,“ segir hann. Það þurfi þó ekki mikið til þess að snúa þeirri skoðun 180 gráður aftur. Runólfur Ólafsson, framkvæmda- stjóri Félags íslenskra bifreiðaeig- enda, segir erfitt fyrir almenning að taka þessum auknu álögum. Því hafi félagið skorað á stjórnvöld að lækka álögur hins opinbera, að minnsta kosti tímabundið. Stór hluti af verð- inu sé skattar og yfirvöld hafi því aðstöðu og möguleika til að hafa áhrif á verðið. Þegar hafi sést mæl- anlegur samdráttur í umferð og fólk haldi í við sig í eldsneytisnotkun. Bensínverð frá áramótum Lítraverð 95 okt. bensín hjá Skeljungi Heimild: gsmbensin.is 240 230 220 210 200 236,8 kr. 210 kr. 1. jan. 2011 1. arpíl 2011 Bensínverð hefur aldrei verið hærra Auknar álögur eru almenningi erfiðar við því að búast því ráðherra þurfi sinn tíma til að melta tillögurnar. „Mér finnst ágætt að þeir séu að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að ná farsælli leið út úr þessu og jákvætt að heyra viðhorf þeirra,“ sagði Jón Bjarnason í gærkvöldi. Hann segir unnið að breytingum á stjórnkerfi fiskveiða og ýmislegt sé þegar búið að gera. Það þurfi að gera af vandvirkni og reyna að sjá fyrir sem flesta þætta. „Áform um að koma á breytingum á fiskveiði- stjórnkerfinu standa en við getum þurft að skoða í hvaða áföngum þau nást fram,“ segir Jón. Verður hluti af lausninni „Það mun reyna á þetta mál fyrr en síðar enda verður það hluti af lausninni. Það sér hver maður að Ísland án sjávarútvegs er óhugs- andi,“ segir Vilhjálmur Egilsson þegar hann er spurður að því hvort það hafi einhvern tilgang að halda áfram kjaraviðræðum þegar lausn er ekki í sjónmáli í máli sem SA hafa gert að úrslitaatriði. Óleystur hnútur bíður á borði samningamanna  SA kynntu sjávarútvegsráðherra hugmyndir að útfærslu stjórnkerfis fiskveiða Morgunblaðið/Kristinn Ákveðnir Forystumenn Samtaka atvinnulífsins, Vilmundur Jósefsson og Vilhjálmur Egilsson, treysta sér ekki til að ganga frá kjarasamningum nema látið verði af áformum sem þeir telja að eyðileggi rekstrargrundvöll útvegsins. BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Óleystur ágreiningur vinnuveit- enda og stjórnvalda í sjávarútvegs- málum hangir yfir höfðum samn- ingamanna Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins sem þó eru að undirbúa lokaatlögu að gerð nýrra kjarasamninga. Vinnuveitendur sýndu samnings- vilja með því að kynna sjávarút- vegsráðherra hugmyndir um út- færslu á stjórnkerfi fiskveiða og ráðherra opnaði á að breytingarnar gætu komið til framkvæmda í áföngum. SA-megin samningaborðsins er lögð áhersla á að setja þurfi niður ágreining um sjávarútvegsmálin áður en gengið verði frá kjara- samningum til þriggja ára. Sá hnútur er óleystur. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar telja sjávarútvegsmálin ekki mál- efni kjarasamninga og ekki er orð um þau í drögum að yfirlýsingu rík- isstjórnar. Jón Bjarnason sjávarút- vegsráðherra ítrekaði það viðhorf í gær. „Ég segi á móti að svo mun verða,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, þegar þessi afstaða er borin undir hann. „Það gefur augaleið að ef við ætlum að fara atvinnuleiðina og ná hér upp hagvexti, atvinnu og tekjum, þá verður sjávarútvegurinn að vera við borðið. Það þýðir ekki að leggja upp í langferð með þrjú hjól undir bílnum,“ segir Vilhjálmur. Opnað á frestun Forystumenn Samtaka atvinnu- lífsins kynntu hugmyndir sínar til lausnar á sjávarútvegsdeilunni á fundi með Jóni Bjarnasyni, sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra, síðdegis í gær. Þær fela í sér út- færslu á samningaleiðinni svo- nefndu og taka til samningstíma og endurnýjunarákvæða, til þess hversu stór hluti aflaheimildanna verði utan aflahlutdeildar og til veiðileyfagjalds. Túlka má tillög- urnar sem eftirgjöf frá fyrri af- stöðu útvegsmanna. Sjávarútvegsráðherra svaraði til- lögunum ekki efnislega og ekkert var ákveðið um framhaldið. Vil- hjálmur Egilsson segir heldur ekki Samningamenn ASÍ og SA munu hittast við ýmis borð í Karphúsinu í dag. Annars vegar eru þeir að gera sameiginlegar athugasemdir og tillögur til breytinga á yfirlýs- ingu ríkisstjórnarinnar og hins vegar að undirbúa lokasprett í við- ræðum um gerð nýs kjarasamn- ings sem hefja á í næstu viku. Forysta ASÍ gat ekki sætt sig við yfirlýsinguna sem ríkisstjórnin kynnti í fyrradag. Átti hún í óform- legum viðræðum við stjórnvöld í gærmorgun. „Við fengum ágætis viðbrögð og teljum hægt að hnika til flestu því sem við teljum mikil- vægt,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Með það nesti kynntu samninganefndarmenn sam- bandsins stöðuna fyrir samninga- nefndum landssambanda og aðild- arfélaga ASÍ um hádegisbilið í gær. Niðurstaða þeirra allra var að vinna áfram að málinu á þeim grundvelli. Eftir fund með samn- inganefnd SA var ákveðið að halda vinnunni áfram. „Við ætlum að freista þess að koma plagginu í lag. Nauðsynlegt er að það feli í sér breytingar sem leiða til þess að aðstæður okkar félagsmanna og horfur um fram- tíðina verði betri,“ segir Gylfi. Hann vill ekki fara nákvæmlega í hvaða atriði það eru sem verið er að breyta en nefnir að kveða þurfi fastar að orði í atvinnumálunum. Auka þurfi arðbærar fjárfestingar til að auka hagvöxt og þar með tekjur og vinnu. Hitað upp fyrir lokasprett STJÓRNVÖLD OPIN FYRIR BREYTINGARTILLÖGUM ASÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.