Morgunblaðið - 02.04.2011, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.04.2011, Blaðsíða 28
28 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2011 BAKSVIÐ Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Ófáir ráðamenn í heiminum hafa þverskallast við að láta af völdum uns öll sund eru lokuð og eitt versta dæmið um þessa þrjósku er Laurent Gbagbo, fráfarandi forseti Fílabeins- strandarinnar. Hersveitir andstæð- inga hans höfðu í gær náð 80% lands- ins á sitt vald, umkringt forseta- höllina í Abidjan, lögreglan hafði snúið baki við honum og yfirmaður hersins flúið með fjölskyldu sína í bústað sendiherra Suður-Afríku. Gbagbo virðast allar bjargir bann- aðar og málstaður hans er svo slæm- ur að samfélag þjóðanna hefur sjald- an eða aldrei áður verið jafneinhuga í andstöðu við harðstjóra. Samein- uðu þjóðirnar, Afríkusambandið, Efnahagsbandalag Vestur-Afríku- ríkja (ECOWAS), Bandaríkjamenn og Evrópusambandið hafa krafist þess að Gbagbo láti af embætti. Gbagbo er 65 ára og var verka- lýðsleiðtogi áður en hann haslaði sér völl í stjórnmálunum. Hann hefur verið kallaður „bakarinn“ vegna þess að hann hefur þótt sýna mikla færni í því að „baka“ andstæðinga sína í pólitísku rimmum. Líklegt er nú að bakarinn hafi mætt ofjarli sín- um og verði sjálfur bakaður. Klofið ríki Fílabeinsströndin er mesti kakó- baunaframleiðandi heims, næst- stærsta hagkerfi Vestur-Afríku og var álitið fyrirmyndarland í álfunni fyrstu áratugina eftir að það fékk sjálfstæði árið 1960 undir forystu Félix Houphouët-Boigny, fyrsta for- seta landsins. Síga fór á ógæfuhlið- ina árið 1993 þegar Houphouët-- Boigny lést og Henri Konan Bédié tók við forsetaembættinu. Bédié sáði fræjum haturs milli kristinna íbúa í sunnanverðu landinu og múslíma í norðurhlutanum. Valdabarátta blossaði fljótlega upp milli Bédié og Alassane Ouattara, doktors í hag- fræði og fyrrverandi aðstoðarfram- kvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins. Ouattara er múslími frá norðurhlutanum og fer nú fyrir and- stæðingum Gbagbo. Herinn steypti Bédié af stóli árið 1999 og hershöfðinginn Robert Guéï tók við völdunum. Guéï bannaði Ouattara að bjóða sig fram til forseta í október 2000 á þeirri forsendu að hann væri ekki kjörgengur vegna þess að hann væri ekki sannur Fíla- beinsstrendingur. Ouattara fæddist á Fílabeinsströndinni en ólst upp í grannríkinu Búrkína Fasó, landi for- eldra sinna. Laurent Gbagbo kom þá til sög- unnar og sigraði Guéï í forsetakosn- ingunum. Guéï neitaði að viðurkenna ósigurinn en vék að lokum fyrir Gbagbo eftir hrinu götumótmæla. Tugir mótmælenda úr röðum stuðn- ingsmanna Ouattara voru skotnir til bana eftir að hann krafðist nýrra kosninga. Um tveimur árum síðar hófst borgarastríð milli suðurhlutans og norðurhlutans og því lauk árið 2003. Þúsundir manna lágu í valnum. Kjörtímabili Gbagbo lauk árið 2005 en forsetakosningum var frest- að a.m.k. fimm sinnum áður en þær voru loks haldnar í nóvember síðast- liðnum. Ouattara fór með sigur af hólmi en Gbagbo neitaði að viðurkenna úrslit- in. Hann sakaði stuðningsmenn Ouattara um kosningasvik en Sam- einuðu þjóðirnar og Afríkusamband- ið hafa lýst yfir stuðningi við Ouattara. Þrákelkni Gbagbo hefur kostað 500 manns lífið og um milljón manna hefur flúið heimkynni sín. Bakarinn loksins bakaður? Reuters Á flótta Þúsundir erlendra starfsmanna fyrirtækja á Fílabeinsströndinni hafa flúið land vegna átakanna og nokkrir þeirra bíða hér eftir rútu sem flutti þá frá Abidjan. Um milljón Fílabeinsstrendinga hefur flúið heimkynni sín.  Forseti Fílabeinsstrandarinnar hefur getið sér orð fyrir færni í því að „baka“ andstæðinga sína en honum virðast nú allar bjargir bannaðar  Hefur fengið nánast alla heimsbyggðina upp á móti sér 2 km Heimild: Fréttir fjölmiðla ÁTÖKIN Á FÍLABEINSSTRÖNDINNI Stuðningsmenn Alassane Ouattara réðust inn í Abidjan í fyrradag, eftir hraða sókn frá yfirráðasvæði þeirra í norðurhluta Fílabeinsstrandarinnar, með það að markmiði að koma Laurent Gbagbo, fráfarandi forseta, frá völdum. Sendiráð S-Afríku Banco- skógur COCODY TREICH- VILLE MARCORY ADOBO A b i d j a n Forsetahöllin Stuðningsmenn Ouattara umkringdu bygginguna RTI-sjónvarpsstöðin Ríkissjónvarp landsins var á valdi liðsmanna Alassane Ouattara Golf-hótelið Ouattara og menn hans eru með höfuðstöðvar í byggingunni Alþjóðaflugvöllurinn Á valdi hermanna SÞ Hverfin Treichville og Marcory Stórskotavopnum beitt að sögn sjónarvotta Yamoussoukro FÍLABEINS- STRÖNDIN San Pedro Á valdi stuðnings- manna Ouattara Abidjan Embættismenn Sameinuðu þjóð- anna hafa sakað öryggissveitir Laurents Gbagbos um að hafa skotið sprengjum á íbúðahverfi stuðningsmanna Alassane Ouatt- ara. Andstæðingar Gbagbos hafa einnig sakað hann um að beita dauðasveitum til að myrða póli- tíska andstæðinga. Stuðningsmenn Ouattara eru ekki heldur neinir englar og hafa meðal annars verið sakaðir um að hafa myrt marga fylgismenn Gbagbos í Abidjan, stærstu borg Fílabeins- strandarinnar. Talsmaður Flóttamanna- fulltrúa Sam- einuðu þjóð- anna segir embættið hafa miklar áhyggj- ur af fréttum um alvarleg mannréttindabrot stuðnings- manna Ouattara, m.a. mannrán og illa meðferð á föngum. Grimmdarverk á báða bóga FYLKINGARNAR SAKAÐAR UM ALVARLEG MANNRÉTTINDABROT Laurent Gbagbo Skannaðu kóðann til að lesa það nýj- asta um átökin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.