Morgunblaðið - 02.04.2011, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.04.2011, Blaðsíða 11
Ég hræri í súkkulaðinu, sem ilmar afar vel, á meðan það bráðnar og þá er komið að því að hella súkkulaðinu í mótin. Samt ekki alveg strax því fyrst þarf að þurrka vel og vandlega innan úr mótunum til að þar leynist ekki kusk né neitt sem geti endað í súkkulaðinu. Það kemur í ljós að pússunarhæfileikar mínir eru magn- aðir og kannski væri ekki úr vegi að nota þá meira heima fyrir en hvað um það … Væn ausa af súkkulaði Eftir pússunina leiðbeinir Guð- mundur mér um hvernig skuli demba vænni ausu af súkkulaði í mótið. Síðan er að velta mótinu þannig að súkkulaðið flæði upp alla kanta. Eftir verður smá súkku- laðipollur en honum hellir maður beint aftur í pottinn og reynir um leið að láta súkkulaðið leka á brún- irnar þannig að þær verði dálítið þykkar. Þannig er auðveldara að líma eggið saman á eftir. Allt auka- súkkulaði er skafið af mótinu og við það er allt í lagi þó að það sullist dá- lítið á puttana. Mótinu skellir maður síðan á hvolf á bökunarpappír og bíður eftir að það harðni nóg til að hægt sé að fara aðra umferð. Þessu má flýta fyrir með því að smella forminu í frystinn sem við og gerum. Þá er að endurtaka leikinn og taka síðan til við hinn helminginn á sama hátt. Þegar kemur að því að losa eggjahelmingana úr mótinu hættir mér aðeins að lítast á blikuna. En sjá, það tekst og til að líma þá saman sýnir Guðmundur mér hvernig hann leggur litla bökunarplötu ofan á pottinn með heitu vatni. Þangað fara helmingarnir og eru látnir bráðna örlitla stund, svo er að hafa hraðar hendur og líma saman áður en allt harðnar. Enn hraðari hendur verður að hafa ætli maður að fylla eggið af góðgæti áður en því er lokað! En ég ætla ekki að reyna slíkar listir í dag og er bara ánægð með að hafa tekist að búa til óbrotið páska- egg. Ég fæ að taka meistaraverkið með heim svo og mótið og þrjá poka af súkkulaði. Nestinu fylgir loforð um að halda áfram að æfa sig heima sem ég og mun gera. Einnig mun ég dútla mér við að skreyta og fylla eggið af sælgæti og málshætti. Hann er mikilvægur og kom sú hugmynd upp úr dúrnum að Guðmundur gæti jafnvel næst haldið framhalds- námskeið í málsháttagerð. Fyrir þá sem vilja læra að búa til brjóstsykur og páskaegg má nálgast allar upp- lýsingar um námskeiðin hans Guð- mundar á matreidslunamskeid.com. Samsetning Til að líma eggin saman eru þau sett í örstutta stund á volga bökunarplötu og best að hafa nokkuð hraðar hendur við þetta verk. Morgunblaðið/Golli Lokahnykkur Ef vel tekst til þá tekst manni að líma eggið saman algjörlega óbrotið. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2011 Í byrjun apríl munu MFM miðstöðin, meðferða- og fræðslumiðstöð vegna matarfíknar og átraskana og ACORN, Food Dependency Recovery Services standa að eftirfarandi viðburðum: Þann 8. - 13. apríl verður haldið 6 daga dvalarnámskeið fyrir þá sem glíma við matar/sykurfíkn eða þá sem þekkja vandann af eigin raun og hafa áhuga á að læra að vinna með þeim sem eiga við þennan vanda að stríða. Fyrirlesarar: Dr. Vera Tarman MD., FCFP, CASAM, MSc. er yfirlæknir Renascent, sem er stærsta meðferðastöð við vímuefna- og áfengisfíkn í Kanada. Phil Werdell MA. er stofnandi ACORN. Hann hefur sjálfur strítt við matarfíkn og anorexíu, en viðhaldið bata frá hvorutveggja í yfir 20 ár. Phil Werdell er þekktur og viðurkenndur sem leiðtogi og brautryðjandi í meðferðum vegna matarfíknar og átraskana í heimalandi sínu, Bandaríkjunum. Allar nánari upplýsingar eru veittar hjá MFM miðstöðinni í síma 568 3868 og matarfikn@matarfikn.is eða hjá Esther Helgu 699 2676 og esther@matarfikn.is www.matarfikn.is Matar/sykurfíkn Meðferðalausnir og vísindin! Fyrirlestur: Matar/sykurfíkn, meðferðalausnir og vísindin! Miðvikudaginn 6. apríl - kl. 20-22 í Háskólanum í Reykjavík Fyrirlesarar: Dr. Vera Tarman MD., Phil Werdell MA. Kynnir: Esther Helga Guðmundsdóttir MSc. Verð: Kr. 2.000.- ( Kr. 1.000.- fyrir nema, öryrkja og eldri borgara ) Fyrirlesturinn er öllum opinn Málþing: Matar/sykurfíkn, meðferðalausnir og vísindin! Fimmtudaginn 7. apríl - kl. 8.30 - 17.00 Hótel Loftleiðum Fyrirlesarar: Dr. Vera Tarman MD., Phil Werdell MA., Esther Helga Guðmundsdóttir MSc. Kynnir: Þorsteinn Gunnarsson, upplýsinga- og þróunarfulltrúi. Verð: Kr. 12.900.- ( Nemar: Kr. 5.000.- ) Málþingið er öllum opið, en sérsniðið að fagfólki í heilbrigðisgeiranum Esther Helga Guðmundsdóttir MSc. stofnaði MFM miðstöðina vorið 2006. Þar er boðið uppá einstaklingsmiðaða meðferð við matarfíkn og átröskun, ásamt fræðslu um málefnið fyrir fagaðila og almenning. Borgartúni 3, 105 Rvk, sími 568 3868 www.matarfikn.is Skannaðu kóðann til að sjá myndband af prufutímanum á Vefsíðan listverse.com er tilvalin fyrir þá sem finnst skemmtilegt að sjá líf- ið í listum. Síðan er nefnilega stútfull af listum af ýmsum gerðum. Þarna má t.d. finna lista yfir 10 mestu ill- menni heims, 10 eftirminnilegustu óskarsverðlaunaræðurnar og listi yfir 10 dýr sem enginn myndi trúa að fólk legði sér til munns. Fyrir þá sem eiga óvenjulegan og skemmtilegan lista í handraðanum er um að gera að senda listann inn. Það er aldrei að vita nema hann verði birtur en for- svarsmenn síðunnar eru sífellt á höttunum eftir einhverju nýju. Vefsíðan www.listverse.com Óvenjulegt Sumum dettur í hug að borða maura. Forvitnilegir topp tíu listar Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Í samstarfi við Reykjavík Fashion Festival verður haldinn PopUp / RFF Markaður Íslenskra Fatahönnuða nú um helgina. En opið verður bæði í dag og sunnudag á milli klukkan 11:00 og 18:00. Markaðurinn verður haldinn í gamla 17 húsnæðinu að Laugavegi 91 og mun verða stærsti PopUp mark- aðurinn hingað til og fyrsti markaður RFF hátíðarinnar. Yfir 30 fatahönn- uðir taka þátt í markaðnum, og má þar nefna merki eins og Nikita, And- ersen & Lauth, Ýr & Vera. Áhugafólk um tísku ætti því ekki að láta þennan markað fram hjá sér fara. Tíska Tíska Fatahönnuðir koma saman. Íslenskir fatahönnuðir á PopUp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.