Morgunblaðið - 02.04.2011, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 02.04.2011, Blaðsíða 27
FRÉTTIR 27Viðskipti | atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2011 Umsóknir með upplýsingum um menntun, reynslu og fyrri störf sendist til skrifstofu forstjóra Nýherja hf. Borgartúni 37, 105 Reykjavík, eða til thordur@nyherji.is fyrir 6. apríl nk. Hjá Nýherja og dótturfélögum starfa samtals um 540 starfsmenn á Íslandi, í Danmörku og Svíþjóð. E N N E M M / S ÍA / N M 4 5 7 9 6 FRAMKVÆMDASTJÓRI VÖRUSVIÐS Helstu verkefni: • Fylgjast með þróun á upplýsingatæknimarkaði og þróa vöruframboð félagsins. • Samskipti og samningar við erlenda birgja. • Greining á þörfum markaðar og markaðssetning. • Ábyrgð á stjórnun, framþróun á daglegum rekstri sviðsins. • Ábyrgð á innflutningi, rekstri dreifingarmiðstöðvar og innlendri dreifingu. Menntun og hæfniskröfur: • Háskólapróf í verkfræði, upplýsingatækni eða viðskiptafræðum. • Framhaldsmenntun æskileg. • Stjórnunarreynsla nauðsynleg. • Frumkvæði, forystuhæfileikar og lipurð í mannlegum samskiptum. Vörusvið er annað meginafkomusvið Nýherja og ber ábyrgð á vörustjórnun, samskiptum við erlenda birgja, markaðsgreiningu og mótun vöruframboðs. Vörusvið annast auk þess innflutning, rekstur dreifingarmiðstöðvar og dreifingu til viðskiptavina Nýherja. Starfsmenn eru nær 50. Þeir starfa bæði á fyrirtækja- og einstaklingsmarkaði og annast innflutning fyrir um 6 milljarða króna á ári. Markmið vörusviðs er að bjóða vandaðar vörur, sem uppfylla væntingar viðskiptavina innanlands og að ábyrgjast hagkvæma samninga við birgja til að tryggja eðlilega afkomu rekstrar. Nýherji hf. leitar að framkvæmdastjóra til að stýra vörusviði félagsins. Þórður Gunnarsson thg@mbl.is Innistæður Nýja Landsbankans (NBI) drógust saman um 81 milljarð króna, tæplega 18%, milli ára. Þetta kemur fram í nýbirtu uppgjöri bankans fyrir síðasta ár. Í skýring- um með uppgjöri kemur fram að mest hafi innistæður einstaklinga dregist saman, um tæplega 28 millj- arða króna. Innistæður eignarhalds- félaga drógust saman um litlu lægri upphæð og innistæður í eigu lífeyr- issjóða drógust saman um tæpa 17 milljarða. Lækkandi innistæður hjá NBI eru nokkuð í takt við almenna þróun í bankakerfinu. En sé litið til talna Seðlabanka Íslands kemur fram að heildarinnistæður í íslenska hagkerfinu drógust saman um 12,5% á síðasta ári. Sérfræðingar sem Morgunblaðið ræddi við í gær bentu á að lækkandi innistæður væru til marks um minni umsvif í efnahagslífinu. Á árinu 2009 jukust innistæður NBI um 26 milljarða. Hagnaður tvöfaldast NBI bókfærir 27 milljarða króna hagnað fyrir síðasta ár, það er tæp- lega tvöfaldur hagnaður síðasta árs. Vaxtatekjur bankans drógust sam- an um 20 milljarða, en hreinar vaxtatekjur jukust engu að síður um ríflega 10 milljarða. Afskriftir, bók- fært tap vegna niðurfærslu erlendra lána og aðrar niðurfærslur kostuðu bankann tæplega 50 milljarða króna. En endurmat skilar bankan- um hins vegar sambærilegri upp- hæð, svo að hreinar vaxtatekjur að teknu tilliti til virðisbreytinga útlána enda í ríflega 25 milljörðum króna. Hreinar þóknanatekjur námu 3,6 milljörðum króna og drógust saman milli ára um 600 milljónir. Styrking krónunnar gerir bankanum loks kleift að færa 14,6 milljarða tekju- færslu, en skilanefnd Landsbankans á ríflega 300 milljarða skuldabréf á NBI í erlendri mynt. Millistjórnendur launahærri Steinþór Pálsson bankastjóri er í ársreikningi NBI sagður hafa 1,1 milljón króna í laun. Athygli vekur að framkvæmdastjórar sviða bank- ans eru sagðir með hærri laun, þ.e. 1,5 milljón á mánuði. Steinþór tók við af Ásmundi Stefánssyni sem bankastjóri á síðasta ári, en í reikn- ingnum kemur fram að Ásmundur hafi fengið 9,3 milljóna króna starfs- lokasamning. NBI stokkaði upp framkvæmdastjórateymi sitt á síð- asta ári, en alls námu starfsloka- greiðslur til þeirra fimm fram- kvæmdastjóra sem hættu hjá bankanum tæplega 71 milljón króna. Innistæður NBI drógust saman um tæpan fimmtung milli ára Morgunblaðið/Árni Sæberg NBI Vaxtatekjur bankans drógust nokkuð saman milli ára, en hreinar vaxtatekjur jukust hins vegar. Það bendir til að vaxtamunur hafi aukist. Afkoma NBI » Bókfærður hagnaður NBI á síðasta ári nam 27 milljörðum króna. Bankinn er í eigu ríkis- ins að fjórum fimmtu, en enginn arður verður greiddur fyrir síðasta ár. » Innistæður NBI drógust saman um 18% milli ára. Sé litið til talna fyrir bankakerfið í heild má að sjá að almennur samdráttur í innistæðum nam 12,5%. Samdrátturinn hjá NBI er því ívið meiri en meðaltal bankakerfisins nemur. » Framkvæmdastjórar yfir sviðum bankans eru sagðir með 1,5 milljónir króna í mánaðarlaun, en bankastjór- inn er með 1,1 milljón á mán- uði.  Framkvæmda- stjórar sagðir með hærri laun en bankastjórinn Kristín Guðmundsdóttir, forstjóri Skipta, tilkynnti stjórn Skipta í gær að hún segði starfi sínu lausu frá og með deginum í dag. Kristín tók við starfi forstjóra Skipta í janúar síð- astliðnum en áður var hún staðgeng- ill forstjóra og fjármálastjóri félags- ins frá 2003. Kristín mun áfram sinna starfi forstjóra þar til arftaki finnst. „Kristín var staðgengill Brynjólfs Bjarnasonar þegar hann var forstjóri Skipta og tók við þegar hann hætti störfum hjá okkur. Í dag gengum við frá samningum við lán- ardrottna um að Skipti muni greiða upp stóran hluta sambankalána og það er ágætur tímapunktur fyrir Kristínu til að sækja á önnur mið,“ segir Skúli Valberg Ólafsson, stjórn- arformaður Skipta. „Þetta hefur verið umfangsmikið verkefni og Kristín skilur við fyrirtækið á góð- um tíma og kunnum við henni miklar þakkir fyrir góð störf, enda hefur hún unnið stórvirki á þeim tíma sem hún hefur unnið hjá Skiptum.“ bjarni@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Sími Skipti er móðurfélag Símans. Kristín hætt- ir störfum hjá Skiptum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.