Morgunblaðið - 02.04.2011, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 02.04.2011, Qupperneq 26
FRÉTTASKÝRING Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Í úrskurðum Héraðsdóms Reykjavík- ur frá því í gær í málum varðandi heildsöluinnlán í Landsbankanum og Glitni felst að dómurinn staðfestir gildi hinna svokölluðu neyðarlaga, að sögn Herdísar Hallmarsdóttur, sem situr í slitastjórn Landsbankans. Skiptir úrskurðurinn miklu máli fyrir almenna kröfuhafa, þótt hann breyti engu varðandi áætlaðar end- urheimtur úr þrotabúi Landsbank- ans. Þær áætlanir gerðu ráð fyrir því að heildsöluinnlán væru tryggðar inn- stæður. Samkvæmt fjárhagsupplýsingum gamla Landsbankans eru heildsölu- innlán bókuð sem 158 milljarðar króna og heildarfjárhæð Icesave-inn- lána bókuð sem 1.161 milljarður. Samanlagt verðmæti þessara krafna er því um 1.319 milljarðar. Heildar- verðmæti eigna þrotabúsins var um síðustu áramót um 1.175 milljarðar króna miðað við gengi krónunnar á þeim tíma. Þetta þýðir, sem áður segir, að hugsanlega hefðu almennir kröfuhaf- ar fengið eitthvað fyrir sinn snúð og að forgangskröfur hefðu allar fengist greiddar ef úrskurður héraðsdóms hefði verið á aðra lund. „Í úrskurðinum eru nokkur atriði sem vert er að nefna. Héraðsdómur staðfestir að heildsöluinnlán séu inn- stæða í skilningi laga um innstæðu- tryggingar. Þá er því hafnað af dómn- um að forgangur takmarkist við 20.800 evra markið, en hann er einnig mjög afdráttarlaus þegar kemur að neyðarlögunum,“ segir Herdís. „Héraðsdómur fellst hvorki á að setning neyðarlaganna hafi brotið gegn eignarréttarákvæði stjórnar- skrár né jafnræðisákvæði hennar og er ekki neinn vafi í orðalagi úrskurð- arins um gildi neyðarlaganna.“ Héraðsdómur féllst einnig á það með slitastjórn Landsbankans að greiða ætti dráttarvexti af heildsölu- innlánum í samræmi við ákvæði breskra og hollenskra laga, en heild- söluinnstæðueigendur höfðu gert kröfu um íslenska dráttarvexti. „Er- lendu dráttarvextirnir eru 6-8 pró- sent en íslenskir dráttarvextir eru 25 prósent og munurinn því töluverður. Við höfum hins vegar í okkar áætl- unum gert ráð fyrir því að við mynd- um greiða þessa lægri vexti og hefur úrskurður héraðsdóms því ekki áhrif á áætlanir um endurheimtur.“ Líklega munu flestir sóknaraðilar í málunum kæra úrskurð héraðsdóms til Hæstaréttar, að mati Óttars Yngvasonar, málsaðila og lögmanns í nokkrum þeirra, en ákvarðanir um slíkt hafa ekki verið teknar að svo stöddu. Snýst um gildi stjórnarskrár „Ég er að sjálfsögðu ósammála nið- urstöðu dómsins, bæði hvað varðar það að gera heildsöluinnlán að inn- stæðum og einnig að neyðarlögin séu í samræmi við stjórnarskrána. Ég held að velflfestir lögmenn, sem ekki eru tengdir útrásarvíkingum á einn eða annan hátt líti svo á að neyðarlögin séu nánast örugglega andstæð stjórn- arskrá. Ef litið er svo á að lögin stand- ist stjórnarskrána má allt eins spyrja sig hvort stjórnarskráin hafi nokkuð gildi,“ segir Óttar. Hann segir að um grundvallaratriði í stjórnskipan landsins sé að ræða. „Þetta er spurning hvort ákvæðum stjórnarskrárinnar verður vikið til hliðar með almennum lögum. Í rök- stuðningi sínum vísar héraðsdómur til þess markmiðs neyðarlaganna, skv. lögskýringargögnum sem fylgdu frumvarpi laganna, að tryggja al- mannahagsmuni og tryggja og end- urreisa fjármálalegan stöðug- leika. Eru þetta hagsmunir sem ganga framar stjórnarskrár- vörðum eignarrétti? Er hægt með almennum lögum að útnefna nýja sérvalda kröfuhafa á kostnað annarra og taka þar með eignaréttinn bótalaust af þeim síðarnefndu?“ Dómur staðfestir gildi neyðarlaga Morgunblaðið/Heiddi Icesave Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í málunum mun ekki breyta áætluðum endurheimtum vegna Icesave.  Heildsöluinnlán í Landsbanka og Glitni eru forgangskröfur í þrotabú  Úrskurður héraðsdóms stað- festir gildi neyðarlaganna  Breytir ekki áætluðum heimtum vegna Icesave  Stefnendur munu kæra 26 FRÉTTIRViðskipti | atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2011 ● Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,56 prósent í gær og endaði í 207,77 stigum. Verðtryggði hluti vísitöl- unnar hækkaði um 0,70 prósent og sá óverðtryggði um 0,21 prósent. Velta á skuldabréfamarkaði í gær nam 8,32 milljörðum króna. bjarni@mbl.is GAMMA-skuldabréfa- vísitalan hækkar ● Nýir hluthafar MP Banka munu gera það að tillögu sinni á hluthafafundi að Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, verði kjörinn formaður nýrr- ar stjórnar bankans. Hluthafafundurinn fer fram næstkomandi föstudag. Þetta kom fram í tilkynningu sem send var út í gær og undirrituð af Ragnari Þóri Guðgeirssyni, núverandi stjórnarformanni bankans, og Skúla Mogensen, stjórnarformanni fjárfestingafélagsins Títan, sem hefur leitt aðkomu nýrra fjárfesta að bankanum. Fram kemur í tilkynningunni að söfnun hlutafjár í MP sé lokið og áskrift hafi verið umfram 5 milljarða. Samningur um kaup á allri innlendri starfsemi MP Banka og starfsemi í Litháen hefur verið undirritaður og hluthafafundur verið boðaður . Þorsteinn Pálsson næsti stjórnarformaður MP ● Nasdaq OMX Group, sem rekur meðal annars norrænar kauphallir, mun ásamt afleiðumarkaðnum IntercontinentalExchange gera kauptilboð í NYSE Euronext, móðurfélag kauphallarinnar á Wall Street. Tilboðið hljóðar upp á 11,3 milljarða dala. Deutsche Börse, eigandi kauphallarinnar í Frankfurt, hefur áður lagt fram tilboð í NYSE Euronext sem hljóðar upp á 10 milljarða dala. NasdaqOMX ætlar að bjóða í NYSE STUTTAR FRÉTTIR                                          !"# $% " &'( )* '$* ++,-./ +01-10 ++/-2 .+-330 .4-3,3 +0-4/1 +.1-01 +-13,3 +04-53 +3+-50 ++,-5, +01-01 ++0-.5 .+-/1+ .4-/4/ +0-+.3 +.,-+0 +-1303 +0+-+ +3.-41 .+3-.+3+ ++,-0+ +0,-.0 ++0-3 .+-/2, .4-/30 +0-+/2 +.,-51 +-1/.3 +0+-3, +3.-,0 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Rannsóknasjóður, í samstarfi við Mannauðsáætlun Evrópusambandsins (PEOPLE / Marie Curie), auglýsir eftir umsóknum um rannsóknastöðustyrki. Umsóknarfrestur er til 15. júní 2011, kl. 16:00. Styrkirnir eru veittir í 12-24 mánuði með möguleika á allt að 12 mánaða framlengingu. Allar umsóknir og umsóknargögn skulu vera á ensku. Nánari upplýsingar og umsóknargögn er að finna á www.rannis.is/start RANNSÓKNASTÖÐUSTYRKIR Laugavegi 13, 101 Reykjavík sími 515 5800, rannis@rannis.is www.rannis.is Umsóknarfresturer til 15. júní 2011 H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n „Það er jákvætt að niðurstaða héraðsdóms liggi fyrir. Ég tel þó að ástæða sé til að kæra málið til Hæstaréttar. Hjá Glitni snýst þetta aðallega um hvað al- menn-ir kröfuhafar fá í sinn hlut. Glitnir mun geta borgað forgangskröfur upp í topp, hvernig sem málið fer,“ segir Steinunn Guðbjartsdóttir, for- maður slitastjórnar Glitnis. Af- staða Glitnis var sú að kröfur vegna heildsöluinnlána hefðu stöðu almenna krafna. Kröfur í bú Glitnis vegna heildsöluinn- lána nema um 60 milljörðum króna. Steinunn segir að í for- sendum dóms héraðsdóms komi fram að málið í heild sinni sé langt frá því að vera afdrátt- arlaust: „Til dæmis segir í nið- urstöðukaflanum að orðanotk- un í samningum bendi ekki með óyggjandi hætti til þess, hvers eðlis viðskiptin voru í þessum heildsöluinnlánum. Í dómnum segir líka að málskostnaður falli niður, vegna þess að veruleg vafaatriði séu fyr- ir hendi í málinu. Meg- inregla gjaldþrotalaga er sú að kröfuhafar eigi að njóta jafnræðis. Hér- aðsdómur liggur hins vegar fyrir og um hann verður ekki deilt nema fyrir Hæstarétti,“ seg- ir Steinunn. thg@mbl.is Vafaatriði fyrir hendi AFSTAÐA GLITNIS Steinunn Guðbjartsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.