Teningur - 01.06.1989, Blaðsíða 4

Teningur - 01.06.1989, Blaðsíða 4
TIL LESENDA Frá og meö þessu hefti kemur Ten- ingur út á vegum Almenna bókafélags- ins. Meö því móti er stefnt aö reglu- legri útgáfu, aukinni útbreiöslu og síö- ast en ekki síst er nú greitt fyrir efni en áöur hefur þaö ekki veriö mögulegt þó aö ávallt hafi veriö stefnt aö því. Engar breytingar eru fyrirhugaðar á stefnu tímaritsins (nema þá ef vera kynni til batnaðar) og ritstjórn er óbreytt aö öðru leyti en því aö í staö Steingríms Eyfjörðs Kristmundssonar, sem fluttur er af landi brott, kemur nú Sigurður Valgeirsson, útgáfustjóri Almenna bókafélagsins. Ritstjórn þakkar Steingrími Eyfjörð störf hans í þágu tímaritsins og býöur Sigurð Valgeirsson velkominn til starfa. í þessu hefti er haldið áfram þeirri stefnu sem mörkuö var í 5. hefti, og örlaði reyndar á í fyrri heftum, að kynna rækilega einhvern erlendan höfund eöa höfunda sem ritstjórn þykir eiga erindi viö íslenska lesend- ur. í þetta sinn hefur argentínska skáldiö Jorge Luis Borges oröiö fyrir valinu. Ástæðan er ekki sú aö Borges sé gersamlega óþekktur meðal ís- lenskra lesenda, heldur aö hann sýnir hvernig hægt er aö yrkja og skrifa, auk þess sem hann tengist íslenskum bókmenntum betur en margir aðrir er- lendir höfundar. Þessi kynning er unnin að frumkvæði ritstjórnar og er von okkar sú aö með henni sé veitt innsýn í viðfangsefni, hugmyndir og efnistök skáldsins. Þá eru birt Ijóö eftir innlenda höf- unda, þekkta sem óþekkta, innan rit- stjórnar og utan, en einnig fá erlendir rithöfundar sinn skammt. Einhverjum kynni aö þykja sögur eftir innlenda höfunda af skornum skammti í þessu hefti, en því er til aö svara aö frásagn- arlistin fær óneitanlega nægilegt rými meö sögum eftir Borges og þótti því rétt aö láta innlendar sögur bíöa næsta heftis. Rá er og stefnt aö því aö hafa í hverju hefti umfjöllun um ýmsar hliðar frásagnarlistarinnar og aö þessu sinni er þeim þætti sinnt meö grein um kímni í Gamla-testament- inu, sem ýmsum kann aö þykja for- vitnilegt efni. Teningur hefur þá sérstööu meðal íslenskra menningartímarita, sem svo eru kölluð, aö hann flytur ekki bara bókmenntalegt efni, heldur fjallar hann líka um aðrar listgreinar. Frá upphafi hefur verið fjallaö töluvert um myndlist og svo er einnig nú, bæöi í greinum og viötölum. í síðasta hefti var bætt viö nýjum efnisflokki, tónlist, og er ætlunin aö halda honum og huga þá einkum aö innlendri tónlist og tónsmíðum, þó aö ekki sé þar með sagt aö dyrunum hafi verið lokað á erlenda tónlist. íslensk tónskáld hafa stundum kvartaö yfir því aö ekki sé til vettvangur þar sem unnt sé að fjalla á vitlegan hátt um íslenska tónsköpun, en þeim er þá hér meö bent á aö rit- stjórn Tenings hefur ekkert á móti slíkri umfjöllun. Ró aö Almenna bókafélagið hafi tekið að sér útgáfu Tenings eru áskrif- endurnir eftir sem áöur burðarás útgáfunnar og án þeirra er ekki hægt aö halda ritinu úti. Meö þessu fyrir- komulagi tekst vonandi aö stækka les- endahóp tímaritsins, renna þar með styrkari stoöum undir starfsemi þess og gera enn betur við lesendur en áöur. Fáeinir lesendur hafa sent ritinu línu og sagt skoöun sína á því og er þeim hér meö þakkað fyrir ábending- arnar. Sumir hafa haft orö á því aö blaðið væri í of stóru broti, en þaö var stækkaö frá og meö 5. hefti og þá af tæknilegum ástæðum fyrst og fremst. Ekki hefur þótt rétt aö breyta því aftur og þó að sumir sakni „gamla Tenings" hafa aörir lýst ánægju sinni með þaö brot sem blaðið er nú í. Kostirnir eru fyrst og fremst þeir aö myndefni nýtur sín betur og það skiptir miklu þegar myndlistarefni á í hlut. Auk þess kemst meira efni fyrir í blaðinu en ella og má geta þess til gamans aö þótt Teningur sé „ekki nema" 64 blaö- síöur talsins, samsvara þær um 170 meðalsíðum í venjulegu bókarformi, og má þá jafnframt benda á að rit af þeirri stærö eru yfirleitt heldur dýrari en sem nemur áskriftarveröi Tenings. Ritstjórn 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.