Teningur - 01.06.1989, Blaðsíða 54

Teningur - 01.06.1989, Blaðsíða 54
sköpun menningar. Michael Jackson upplýsir unga krakka um líkama þeirra, um fullnægju kynlífs, hann gerir þaö betur en þau eiga eftir að gera sjálf með sinni eigin hversdags- legu reynslu. Hann upplýsirþau betur um það hvernig kynferðisleg fullnæg- ing er, hvernig tilfinning það er, og hefur áhrif á líkama þeirra og hreyf- ingar. Hin kynferðislega reynsla þeirra mun.örugglega verða í sambandi við þá reynslu sem þau fengu við að horfa á myndbandið við lag hans. - Hver var hugmyndin á bakvið auglýsingarnar þinar sem birtust í ýmsum listatímaritum fyrir síðustu sýningu? - Mér viröist að flestir listamenn í New York, flestir þeir ungu, noti ritað mál til stuðnings verkum sínum, til þess að varpa betra Ijósi á þau. Ég vildi hinsvegar sýna fram á það að ég gæti verið án þessa og einungis not- ast við sjónrænan stuðning, eins og ég hef reyndar alltaf gert. í stað þess að hafa sýningarskrá með hefð- bundnum inngangi, taldi ég að skemmtilegra væri að gera þessar auglýsingar og beina þeim að ákveðnum hópum lesenda. Til þess að skýra þetta með dæmi, þá var auglýsingin sem birtist í Artforum, þar sem ég stend við skólatöflu sem full er af áróðri og ítroðslu fyrir framan mjög unga krakka, sjö ára bekkinga, aldur sem í raun er alltof viðkvæmur gagnvart slíkum áróðri. (Á töfluna var skrifað: Notfærum okkur almenning, upp með útþynninguna! Exploit the masses, Banality as the savior). Þessu beindi ég gegn lesendahópi þessa blaðs, fólkinu sem hatar mig út af lífinu, var að leyfa því að sýna mér tennur sínar, leyfa því að hata mig enn meir vegna þess að ég var að taka framtíðina frá því, ég var að spilla ungdóminum, framtíðarfólkinu. Og ef þeir geta ekki samþykkt þessar hug- myndir, um það að notfæra sér almenning og notfæra okkur bana- lítetið, útþynninguna, þá eru þeir bara eins og litlu börnin í auglýsingunni. Þá taldi ég aö svínamyndin færi vel í FlashArt vegna þess að ritstjóri þess er svo mikið fyrir harðlínuna, hann vill Lúðvík fjórtándi", ryðfrítt stál, 1986 alltaf fá það óþvegið svo ég lét hann fá það, hina fullkomnu niðurlægingu, ég niðurlægði mig þar, með þessum svínum, ég kallaði mig svín áður en lesandinn fékk til þess tækifæri. Eftir það gæti álit hans á mér ekki annað en farið upp á við. - Hvernig urðu þau til, þessi síð- ustu verk? - Ég læt hugmyndir bergmála í mér. Eftir að ég gerði stálstytturnar 1986, ferðaðist ég mikið um Evrópu og fékk strax mikinn áhuga á rokkokkóinu og barokkinu og bara öllum þessum evr- ópska kúltúri, þeim bæverska og öllu postulíninu, hinum ýmsu söfnum og höllum. Ég lét þessi áhrif, þessar myndir, bergmála í mér. Smám saman þráði ég það frelsi að þurfa ekki að hafa verk mín eintóma tilbún- inga (Readymades), heldur vildi ég frekar nota áhorfandann, almenning sem tilbúning, Readymade, fá fram einstaklingsbundin viðbrögð. - Þúhefursagtaðþúhafnirkitschi vegna hinna kynferðislegu áhrifa þess? - Verk mín eru ekki kitsch, þau eru á mörkum þess að vera það, en eru Héri", ryðfrítt stál, 1986 það ekki. í sambandi við hið kynferð- islega hef ég einkum rætt um það í samhengi við óttann við notkun hand- arinnar í sköpun verksins. Mér hefur alltaf fundist, í gegnum reynslu mína sem málari og mína löngu stúderingu á málverkum, að með því að nota hendurnar við gerð listaverka sé sú hætta fyrir hendi að maður týni sjálfum sér í sköpuninni og láti tælast af einhverskonar sjálfsfróun burt frá upphaflegu markmiði sínu og endi með allt annan hlut í höndunum en ætlunin var í upphafi. „0 þetta ersvo gott, svo gaman" segir þú við sjálfan þig og fyrr en varir er brauðrist orðin að fíl. En ég nota kynferði mikið í mínum verkum, í síðustu verkunum eru það einkum litirnir sem eru kyn- ferðislegir. Ég nota kynlíf til þess að ná til fólks, það er eitt af mínum helstu vopnum. - Þessi verk virðast manni túlka þjóðfélag þar sem enginn mismunun er greinanleg. Blökkumanninn Michael Jackson gerir þú hvítan. Var það gert af fagurfræðilegum ástæðum einum, að gera hann meira rokkokkó og barokk? Ég efast ekki um að þú álítir 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.