Teningur - 01.06.1989, Blaðsíða 15

Teningur - 01.06.1989, Blaðsíða 15
honum sýndist dögun, þá skildist honum aö nú haföi brugöist með draumana. Alla þá nótt og liðlangan daginn var manninum fyrir augum óþolandi skýrleikinn sem einkennir svefnleysi. Hann reyndi aö kanna skóginn, ef það mætti þreyta hann. Úti á meðal þallanna náði hann að vísu nokkrum blundum, æðaberum af óhæfum drögum. Hann reyndi að ná fram nemum sínum, en varla hafði hann flutt nokkur eggjunarorð þegar hópmyndin afskræmdist og hvarf. í allt að því óslitinni vökunni sviðu reiði- tár gamla hvarma. Honum varð Ijóst að erfiðasta verk sem nokkur maður getur tekist á hendur, er að fást við að móta iðandi og samhengislaust efni drauma. Jafn- vel þó hann ráði allar gátur hinna hærri jafnt sem lægri lögmála. Miklu torleystara, en að flétta reipi úr sandi eða slá mynt úr andlitslausum vindi. Hann skildi að í upphafi er óhjá- kvæmilegt að illa fari. Hann sór þess eið að gleyma stórfenglegri ofskynjun sinni, sem farið hafði fyrir svo lítið og ákvað að reyna aðra aðferð við verkið. Áður en látið var til skarar skríða, varði hann mánuði til að ná aftur þeim kröftum sem sóast höfðu í óráðinu. Hann hætti allri íhugun drauma og fljótlega tókst honum að sofa þolan- lega lengi dag hvern. Þá sjaldan hann dreymdi, gaf hann ekki gaum að slíku. Áður en hafist yrði handa á ný varð að bíða þess að tungl yrði fullt. Undir kvöld daginn áður, hreinsaði hann sig í vatni árinnar. Hann bað til stjarnguð- anna, fór með voldugt nafnið, sér- hljóðin öll svo sem fyrir er lagt. Að því búnu lagðist hann til svefns. Hann tók óðara að dreyma og hjartað að berjast í brjóstinu. Hann dreymdi það slá, það fór leynt en ákaflega. Hjartað var á stærð við krepptan hnefa. Það var hárautt að lit í hálfskugga mannlegs líkama, sem ennþá var andlits og kynlaus. í fjórtán skínandi nætur dreymdi hann um hann af smásmugulegri ást. Og með hverri nóttu skýrar. Hann snerti ekki. Leyfði sér aðeins að vera til vitnis, virða hann fyrir sér, og stöku sinnum færa eitthvað til betri vegar með augnaráði. Hann hugsaði hann og lifði frá öllum sjónarhornum, og hugsan- legum fjarlægðum. Á fjórtándu nóttu snerti hann létt með vísifingri við lungnaslagæðunum. Þá fór hann höndum um allt hjartað og var ánægður að lokinni skoðun. Af vilja dreymdi hann ekki næstu nótt. En þar á eftir tók hann hjartað upp, ákallaði nafn plánetu einnar og hófst handa við mynd annars meginlíffæris. Áður en árið var liðið var komið að beina- grindinni og augnlokunum. Ef til vill reyndust óteljandi hárin erfiðust viðfangs. Hann dreymdi manninn að fullu - ungan mann sem þó gat ekki risið við dogg eða talað, og ekki heldur opnað augun. Nótt eftir nótt dreymdi manninn hann sofandi. Samkvæmt gnostískum fræðum um uppruna veraldar, eru heimssmið- ir veikir fyrir því að skapa Adam leir- rauðan að lit og óhæfan til að standa óstuddur. Þessi Adam sem töframað- urinn mótaði um nætur í svefnförum var ámóta grófur, klunnalegur og frumstæður og sá Adam sem af jörðu er kominn. Dag nokkurn síðdegis lá honum við að eyðileggja verk sitt. En skipti þá um skoðun (hefði betur látið verða af því). Hann var kominn í þrot með bænir til guða jarðar og árinnar, þegar hann fleygði sér að fótum ímyndarinnar sem ef til vill er tígur en kannski villihestur og beiddi leyndra hjálpræða. í rökkrinu um kvöldið, dreymdi hann styttuna. Hann dreymdi hana með lífi og nötrandi: ekki hrylli- legan blending úr tígri og villihesti, heldur báðar þessar kröftugu skepnur í senn og einnig naut, rós og ofviðri. Margeinn guðinn gerði honum kunn- ugt, að á jörðu nefndist hann Eldur og að í þessu hringlaga hofi (og öðrum sömu gerðar) hefði hann fyrrum verið blótaður. Að hann myndi blása með töfrum lífi í hina dreymdu vofu, svo allt nema Eldur sjálfur og dreymand- inn héldi mann af holdi og blóði. Hann sagði svo fyrir að jafn skjótt og nem- inn teldist fullnuma í helgisiðum, ætti að senda hann niður með ánni til rústa annars hofs þar sem píramíð- arnir standa enn uppi. Þar skyldi guð- inn vegsamaður á ný. í draumi hins dreymandi manns, vaknaði nú hinn dreymdi. Töframaðurinn fór að eins og fyrir var lagt. Hann helgaði sig því (jsað reyndist taka tvö ár) að fræða hann um leyndardóma alheimsins og eld- dýrkun. í leynum kvaldi hann sú vissa, að þeir yrðu að skilja. Daglega fjölgaði stundum sem varið var til drauma og með sjálfum sér bar hann við að enn vantaði á uppeldið. Hann endurdreymdi líka hægri öxl, en henni var nokkuð áfátt. Stundum kom fyrir að raskaði rónni sú kennd að allt hefði þetta gerst áður... En að mestu voru þó dagarnir hamingjuríkir, þegar hann lagði aftur augun, hugsaði hann: „Nú mun ég dvelja með syni mínum". Eða, en það var sjaldgæfara: „Sonur minn bíður, hann sem er getinn af mér og verður ekki til nema ég komi til hans“. Smám saman fór hann að venja hann við veruleikann. Dag nokkurn skipaði hann honum að fara og reisa flagg á tindi einum fjarri. Næsta dag blakti flaggið þar á tindinum. Hann reyndi aðrar slíkar tilraunir og var hver áræðnari þeirri fyrri. Það var ekki beiskjulaust þegar honum skildist að nú væri sonurinn þess fullbúinn að fæðast - og ef til vill orðinn óþolin- móður. Hann kyssti hann þá um nótt- ina í fyrsta sinn og sendi á leið niður með ánni, til hofrústar sem gerist nú bleik og máð af veðrum. Leiðin lá mílur vega um frumskógarflækjur og fen. En áður (og til þess að sonurinn kæmist aldrei að því að hann var svipur, til þess að hann héldi sig 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.