Teningur - 01.06.1989, Blaðsíða 50

Teningur - 01.06.1989, Blaðsíða 50
vanda alþjóðlegrar samtímalistar falli í skaut New York-búa. Alltént virðist augljóst að símulasjónistarnir komast ekki langt með fulltingi Baudrillards einu saman. List sem fjallar um list- kreppu hefur hingað til verið millibils- list því kreppa er ávallt millibilsástand. Þó er engin ástæða til að afskrifa núverandi kreppu of fljótt. Manérism- inn lifði góðu lífi nær alla 16. öldina og skilaði heiminum frábærri uppskeru, ekki síst á sviði bókmennta. Um það vitna Shakespeare og Cervantes og þykja engir neðanmálshöfundar. Og vissulega hamast listspekú- lantar New York-borgar við að telja heiminum trú um að allt sé í góðu gengi hjá þeim og gott betur. En slíkar yfirlýsingar eru til þess fallnar að vekja grunsemdir. Þær minna um of á yfir- lýsingar Parísarelítunnar að stríðinu loknu. Pegar menn taka að hrópa: „Sjáðu sæta naflann minn", er tími til kominn að staldra við. Vakið er máls á þessu vegna hættulegrar ofurtrúar íslenskra lista- manna og reyndar margra annarra á slíkum miðstöðvum heimsmenning- ar. Ofurtrú þessi er í réttu hlutfalli við vanmatið á eigin miðstöð; heilabúinu sem stýrir hreyfingum þeirra og hugsun. Reyndar er þjóðsagan um Babelsturna menningar og lista eink- um notuð til að þvo heila afskekktra manna svo tryggt sé að enginn kom- ist undan fagnaðarerindinu. Það var einmitt með þessum hætti sem nútímamenn barokkaldar blésu lífi í þjóðsögurnar um París og Róm. Utan þeirra gat enginn menning þrifist. í þeim efnum gengu þeir auðvitað erinda páfa og feitra einvalda. Eigi að síður tókst þeim að eyðileggja það lýðræðislega andrúmsloft sem leikið hafði um menningu og listir í lok mið- alda og byrjun nýaldar. Menn virtust ekki taka eftir því þótt lygar þeirra væru frá upphafi berlegar. Þó vissu allir að Rubens fór til Rómar og flutti þaðan barokkið til Antwerpen. Þá var sú borg eitt mesta krumma- skuð á meginlandi Evrópu. Enda þurfti Rembrandt ekki að yfirgefa sinn útkjálka til að skáka öllum róm- verskum málurum. Það þurfti Veláz- ques heldur ekki. Honum nægði fárra mánaða dvöl á Ítalíu. Að vísu vildu Poussin og Claude Lorrain heldur hír- ast í uppsveitum Campaníu en heima hjá sér. En það var til að losna við yfir- borðsruglið við hirð Loðvík XIV. í París og Versölum. Það sem við köllum jafnan nútímalist leit dagsins Ijós á ofanverðri 19. öld í afskekktustu og smáborgaralegustu plássum Suður-Frakklands. Þegar Duchamp, frumlegasti listamaður 20. aldar, flutti til New York, var borgin í besta falli aðhlátursefni upplýstra menntamanna. LISTIN AÐ FYLGJAST MEÐ LISTINNI Á það að vera endanlegt hlutskipti íslenskra listamanna að babla á rústum Babelsturnanna löngu eftir að aðrir eru flúnir? Heimildir lýsa því hvernig áhrifamestu listamenn sög- unnar yfirgáfu skarkala tískuborganna eftir að þeir höfðu numið þar allt sem vert var að skoða. En þeir hurfu ekki til síns heima til að daga uppi í logn- mollulegri sjálfumgleði. Þeir héldu áfram að fylgjast með, sumpart í því augnamiði að skáka þaðan „heims- list" í Babelsturnanna. Það er lítil ástæða til að fylgjast með alþjóð- legum straumum ef einungis á að keppa á eigin heimavelli. Slíkt nær engri átt. Við eigum skák- meistara sem fóstra þá heilbrigðu von að þeim takist að skjóta fremstu köppum tafllistarinnar ref fyrir rass. Því sækja þeir alþjóðleg þungavigtar- mót. Útflytjendur okkar reyna að selja „heimsins besta" fisk. Aldrei heyrist talað um gæðafisk samkvæmt ein- hverjum „séríslenskum staðli “. Þegar grannt er skoðað kemur upp úr dúrnum að listamenn eru nánast eina stéttin í landinu sem telur sig óháða alþjóðlegu mati. Þó eru sem beturfer til fjölmargar heilbrigðar undantekn- ingar í þeirra röðum. íslensk list gengur þó í of miklum mæli út á sam- keppni við sjálfa sig. Alltof fáum lista- mönnum kemur til hugar að vísa kappi sínu út á við. Það er þó eina raunhæfa afstaðan. Hitt er auðvitað ekki annað en nesjamennska. Áhugaleysi er orsök nesjamennsku. Jafnframt er það meginorsökin fyrir almennri vesöld íslenskrar menning- ar. Kjarninn í þessu áhugaleysi er leti; rót allrar yfirborðsmennsku. Fátt er auðveldara en fylgjast með list og liststraumum. Menn þurfa ekki annað en lesa um það sem þeir skoða og ræða síðan í bróðerni um það sem þeir skoða og lesa. Að skoða er að skoða rækilega eða á gagnrýninn hátt. Bæta má öðrum aðferðum við þennan stofn. Þá verða menn að lesa eins rækilega og þeir skoða. Þar eð allt þarf að nýtast og nýtist sem menn lesa um og skoða, er óþrjótandi efni til frjórra samræðna. Slíkar samræður þurfa auðvitað að vera í anda Platóns. Hrokafullar kappræður kryddaðar barnalegri hártogun duga eins skammt og ómerkilegar yfirlýsingar í anda sér- íslensks þingsalaskvaldurs. ENGINN ER EYLAND Nú er það útbreidd skoðun meðal íslendinga að ekki þurfi að lesa né ræða um myndlist. Flestir láta sér nægja að skoða hana því hún er aug- ans list og augljós sem slík. En þetta er misskilningur af versta tagi, einkum þegar málið varðar listir á 19. og 20. öld. Ef ekki þarf að lesa sér til um myndlist þá hlýtur lestur um aðrar listir einnig að vera óþarfur. Jafnframt hlýtur mesti óþarfinn að vera lestur um bókmenntir. Lestur um eitthvað sem þegar stendur skrifað og hver maður getur lesið af sjálfsdáðun hljómar sem argasta tímasóun. Sam- kvæmt því er með öllu óþarft að lesa Snorra Sturluson þegar hann fjallar um skáldskap annarra skálda. Öllum ætti að nægja lestur þeirra frum- sömdu verka sem hann fjallaði um. Hið sama á vísast við um allt það „sem liggur í augum uppi“, íslensk málfræði hlýtur t.d. að vera meðal hins gagnslausasta því reglur tung- unnar heyra börnin og læra löngu áður en þau fara að stauta. Ef lestur um myndlist er óþarfur þá er listkennsla einnig óþörf. Úr því myndverkin eru jafnaugljós og menn vilja vera láta ættu verðandi listamenn að geta gengið beint að sjóðunum og numið án leiðsagnar. Þeir hljóta að 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.