Teningur - 01.10.1989, Blaðsíða 14

Teningur - 01.10.1989, Blaðsíða 14
hálf fjarræna andlit hans tilheyri öðrum manni - einhverjum sem þú átt eitthvað minniháttar erindi við, heilsar með handabandi en gleymir síðan. „ Allt í lagi. Ef þér líður vel innan um þessi gamalmenni - ef þú hefur ekk- ert betra við tímann að gera - getur þú sótt fundi hjá Neo Elleniko. Biddu mig bara ekki um að koma með þér. “ Þetta var um vorið. Ég segi við sjálfan mig: þetta er bara spurning um tíma. Mér líður einsog sekum glæpa- manni. Hvað eigum við að segja við allt fólkið sem við höfum sagt að Adoni sé sonur okkar? „Hafðu engar áhyggjur, glikó mou,“ segir Anna. „Ekkert mun gerast. Þetta tilheyrir fortíðinni. Það er orðið allt of seint að breyta einhverju." Og einhvern tíma í júlí segir hann: „Pabbi, ég vil taka mér frí í sumar. Er þér ekki sama? í öll þessi ár hef ég aldrei tekið mér frí.“ Ég horfi í augu hans til að gá hvort ég sjái ekki það sem að baki býr. „ Allt í lagi - ef þú vilt fara í frí þá ferð þú í frí. Hvert ætlarðu að fara?“ En ég veit þegar svarið við spurningunni. „Pabbi, mig langar að fara til Grikk- lands." Og svo kaupir hann sér flugmiða, tösku og léttan klæðnað. Hann hefur efni á þessu öllu. Hann á alla pening- ana sem hann hefur ekki eytt í kvenfólk. Og hvað get ég gert til að stoppa hann? Það liggur við að ég öfundi hann - þegar hann gengur frá borði í Glyfada, út í sýrópsætan hitann. Hann fær hálfsmánaðar frí í sept- ember. Ég tek öllu möglunarlaust. Látum hann fara. Hann er þrjátíuog- fimm ára. Þetta eru örlög. Einsog Ödípus konungur er hann neyddur til að spyrja þessara fíflalegu spurninga sinna. Hann er ætlað komast að því hvaðan hann er. Og Anna segir: „Kostaki, af hverju ertu svona vesæll? Litli strákurinn okkar, hann Adoni - svo alvarlegur, svo sovaró - ætlar í frí. Hann vill fá smá sólskin." Vekjaraklukkan hringir. Anna er þegar risin upp. Hún er að hneppa kjólnum. Mér hefur ekki komið dúr á auga. Ég rís upp og klóra á mér kviðinn. Brátt byrjar ballið á ný, hinir ævafornu helgisiðir kvöldsins. Anna mun útbúa salatið með feitu hönd- unum sínum, Adoni mun lulla umhver- fis borðin og enn eina ferðina þarf ég að láta sem ég sé Grikkinn Zorba. Úti er byrjað að rigna. Anna brettir ermarnar upp einsog verkamaður. Haustið er þegar komið í Englandi. En enn eru kvöldin í Aþenu einsog ofnar en gangstéttirnar ilma sem heitar kex- kökur. Svo ég vakna um fjögur leytið til að sækja hann út á flugvöll. Hjarta mitt berst einsog fangi sem bíður eftir réttarhöldum. Ég sé hann koma út úr tollinum og sé strax - það skín út úr göngulaginu - að hann veit allt. Ég get ekki lengur látið sem hann sé sonur minn. En ég faðma hann og klappa honum á öxlina alveg einsog feður eiga að gera, og mér verður hugsað til þess þegar feður hitta syni sína sem hafa verið lengi í burtu, í fjarlægum löndum, á sjónum, í stríði, og horfi ekki beint í augu Adonis ef ske kynni að hann sæi votan glamp- ann í augum mínum. „Sæll vertu, Adoní - þú lítur vel út. Skemmtirðu þér vel? Segðu mér hvernig það var. Fórstu til Vouliag- meni? Eða Suoníó? Fórstu með bátnum til ídru? Ó, segðu mér nú, Adoni mou, eru stelpurnar í Aþenu enn Ég lyfti hendinni, klemmi fingr- unum utan um þumalinn - phrouta?" „Taskan mín pabbi —“ hann deplar augunum einsog hann hafi aldrei ætlað að segja þetta orð og slítur sig frá mér til að fara að farangursfæri- bandinu. í bílnum bíð ég eftir að hann komi út með það. Ég sé að það er að mjak- ast fram á varirnar. Jæja, svo þú hefur verið að snuðra um í Nýju Jóníu, þú hefur verið að spyrjast fyrir. Þú hefur alls ekki verið í fríi. Láttu það koma. í guðanna bænum, láttu það koma. En hann segir það ekki. Kannski er hann líka hræddur við að segja það. Þess í stað segir hann mér frá Aþenu. Þar eru ferðamenn út um allt og hvergi hægt að fá almennilega máltíð í mið- bænum. Vouliagmeni? Þar iðar allt í mannþröng og þú þarft að borga til að komast á hreina strönd. Idra? Full af Þjóðverjum sem láta smella í mynda- vélunum sínum. Og nú skil ég að hið hrörlega en viðkunnanlega Grikkland sem ég þekkti - og Adoni þekkti gegnum minningar mínar - er horfið. „Og stelpurnar, Adonaki?" Seinna sama dag fer hann aftur í þjónsfötin sín, byrjar að sneiða niður brauðið og kippa upp töppum, alveg einsog hann hafi aldrei farið burt. Ég er enn að bíða eftir að hann herði upp hugann. Við gefum hvor öðrum gætur þegar við mætumst með diskana. Anna horfir kvíðafull á mig í eldhús- inu. En við fáum ekkert tækifæri fyrr en um kvöldið þegar við höfum lokað. Því ég hafði á réttu að standa: það hlaut að koma. Við sitjum í tómu veit- ingahúsinu, sötrum kaffi og spyrjum Adoni um Aþenu. Og allt í einu segir Adoni eitthvað sem kemur Önnu af stað. Augu hennar glansa. Hún fer að rifja upp Nýju Jóníu einsog hún var fyrir stríð: gömlu húsin með svölun- um, fjölskyldur í götunni sem hún bjó, Vassilious fjölskylduna, Kostapoulous fjölskylduna, eineygða fíkjusalann, Triandaphilos. Ég horfi heiftúðlega á hana. Hún hlýtur að vita að þetta eru stikkorð. Kannski meinar hún það líka þannig. „Flýttu þér! Koutamares\ Farðu og búðu til aðeins meira kaffi! “ Anna dregur á eftir sér fæturna og nú veit ég að stundin er runnin upp - og ég veit að Anna mun bíða með eyrun sperrt þar sem hún stendur við eldavélina, þar til því er lokið. Hann kveikir sér í sígarettu. „Á ég að segja þér? - Ég fór að gá hvort ég gæti ekki fundið Kassaveti- götuna. Hún er þarna ennþá, þó öll húsin séu ný. Og - veistu? Ég fann meira að segja einn af Vassilious fjöl- skyldunni - Kitos Vassiliou, hann er aðeins eldri en ég. Og hann sagði mér hvar ég gæti haft upp á Elíasi Tsobanidis. Manstu eftir honum?" Já ég man. Hann virtist vera um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.