Teningur - 01.10.1989, Síða 44

Teningur - 01.10.1989, Síða 44
staö þess að nota orðaforða kennara síns. Husserl sótti fræðiheiti sín í lat- ínu og grísku eins og tíðkanlegt er. íbyggni heitir Intentionalitát sögðum við, og er orðið latneskt og fengið úr skólaspeki miðalda. Það sem ég kalla innra viðfang heitir hjá Husserl Noema sem er gríska. í þessu efni tók Heidegger sérkennilega stefnu: þar sem Husserl hefur latínu og grísku vildi Heidegger hafa hvers- dagslega þýsku sem hann fer þó sér- viskulega með, stundum með af- brigðum sérviskulega. Þar sem Huss- erl talar um Ego sem er sjálftalar Heid- egger um Dasein sem er þarvist. En þegar að er gáð virðist þarvist hjá Heid- egger ekki vera annað en maður eða manneskja. Úr verður fróðlegt sjónarspil fyrir íslenska nýyrðasmiði meðal annarra. Það hugtak Heideggers sem næst gengur íbyggnishugtaki Husserls heitir Sorge sem þýðir umhyggja eða áhyggja. Það vill svo til að bæði- þessi íslensku orð - umhyggja og áhyggja - koma vel til álita sem íslensk fræði- heiti um það sem um er að ræða hjá báðum höfundum í staðinn fyrir íbyggni. Þess má geta að Ryle leikur sama leikinn hálfan í Hugmyndinni um hugann. Hann kappkostar að beita einungis hversdagslegu ensku máli um hugann og hugarstarfið, og hugleiðir merkingu þessa orðaforða af mikilli andagift. En hann neitar sér alveg um að setja saman nýtt fræði- heitakerfi í stað þess viðtekna kerfis sem hann lætur ónotað. V Skömmu eftir að Vist og tíð kom út 1927 urðu mikil umskipti á ferli Heid- eggers. Hann hætti við að skrifa fram- hald af þessu höfuðriti sínu eins og til hafði staðið - Tíð og vist átti það að heita - og tók til við samningu smærri rita af margvíslegu tæi, stundum ekki nema bæklinga með ritgerðum, fyrir- lestrum eða spakmælum. Hér kennir ýmissa grasa. Heidegger fær brenn- andi áhuga á orðsifjum, og einkum á meintum uppruna orða eftir kenn- ingum gamaldags orðsifjafræði. Hér verða bæði þýzk orð og grísk fórnar- lömb hans. Þessi ástríða er bersýni- lega sprottin af leik hans að þýzku máli í Vist og tíð. Orðsifjakenningum sínum beitir hann svo jafnt í viðureign við hrein heimspekileg viðfangsefni, eins og í Inngangi að frumspeki sem er eitt aðgengilegasta rit hans, og í rannsóknum á hinni elztu heimspeki Grikkja, bæði frumherja eins og Hera- kleitosar og Þarmenídesar sem hann dáði ákaflega, og svo Platóns sem honum var í nöp við eins og fleirum. Bæði orðsifjafræði Heideggers og túlkun hans á gamalli heimspeki eru með afbrigðum umdeilanlegar, svo að aðrir fræðimenn hafa átt bágt með að taka þær alvarlega. Það vissi hann sjálfur manna bezt, og virtist vera stoltur af því. (Sjá til dæmis Einfuhr- ung in die Metaphysik IV §3.) Jafnframt þessum málsöguiðk- unum tók Heidegger að leggja stund á skáldskaparfræði upp úr 1930. Þar urðu fyrir honum tvö af höfuðskáldum Þjóðverja átuttugustu öld, þeir Rainer Maria Rilke og Georg Trakl, en einkum þó eitt höfuðskáld Þjóðverja fyrr og síðar, Friedrich Hölderlin sem uppi var á öndverðri nítjándu öld. Útleggingar Heideggers á Hölderlin þykja sérvizkulegar eins og fleira í verkum hans, en ólíkt eða öndvert því sem segja má um tilraunir hans í heimspekisögu með orðsifjar að vopni, á ritskýring hans á Hölderlin sér stjórnlausa aðdáendur um hálfan heiminn. Ég hef séð hana kallaða einn af hátindunum i andlegu lífi tuttugustu aldar, og það af prýðilega dómbærum manni. Fyrst Hölderlin berst í tal má geta þess að línurnar um stofnana í skóginum sem Heidegger hefur eftir honum í Hugraunum eru komnar úr drögum skáldsins að leikriti sínu Empedókles á Etnu, og standa í útgáfu Hellingrahts á verkum þess II, 551. Þetta skrifaði Heidegger mér haustið 1964, en þá hafði ég leitað dögum saman og árangurslaust að línunum í þeim heildarútgáfum á Hölderlin sem til voru í Reykjavík, og var farinn að trúa því að karl væri tek- inn að yrkja kvæði Hölderlins eftir hentugleikum, sem mér þótti alveg eftir honum eins og hann fór með Parmenídes og Platón í túlkunum sínum á þeim. í sama bréfi gaf Heid- egger mér leyfi til að birta þýðingu mína á Hugraunum, og fleiri þýðingar á verkum sínum, í íslenzku tímariti þótt ekkert hafi orðið af því fyrr en núna þegar hann er orðinn hundrað ára. r VI Gilbert Ryle var kennari minn, og ein- hvern tíma tók hann svo til orða um starfsbróður sinn í Freiburg í Svarta- skógi að hann hefði verið merkilegur heimspekingur. „En hann var drullu- sokkur, “ sagði hann. „The man was a shit." Hér hafði Ryle það í huga að Heidegger var þjóðernisjafnaðar- maður um skeið og þjónaði Adolf Hitler af þýlund. En þó var það kannski fremur hitt að Heidegger hliðraði sér hjá því til dauðadags að horfast í augu við þennan flekk á ferli sínum, þó svo hann teldi sig umkom- inn þess að gagnrýna vestræna menningu, vísindi hennar og heim- speki, og þættist með köflum ráða yfir lausnarorði handa afvegaleiddum heimi. Um þennan þátt í ævi Heid- eggers fjallar bók þýzka sagnfræð- ingsins Hugos Ott: Martin Heidegger: Unterwegs zu seiner Biographie (1988). Halldór Laxness kynntist Heidegger vel á vegum sameiginlegs útgefanda þeirra í Sviss. Hann minnist þess helzt úr þeim kynnum, hefur hann sagt mér, að Heidegger hafi alltaf verið að skrifa einhverjar setriingar. Það hafa kannski verið setningar eins og þær sem er safnað saman í Hugraunum. 42

x

Teningur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.