Teningur - 01.10.1989, Blaðsíða 55

Teningur - 01.10.1989, Blaðsíða 55
menn þrátt fyrir öll heit um aö sýn- ingin eigi aö vera á landsvísu eða jafnvel alþjóðleg, þannig er gefiö í skyn aö verk erlendra listamanna séu minniháttar, verri, skrýtin, framand- leg, allt neikvæö orð. Og að sjálf- sögðu eru hinir frægðir menn síns tíma, núsins, þannig að öll listasagan, allir liðnir listamenn og jafnvel lifandi er hrundið í sömu neikvæðu gröfina, nema hægt sé að nota þá sem hlið- stæður og samlíkingar. Allar klisjur listasögunnar sem sjálfar eru efanum undirorpnar eru notaðar til stuðnings við þetta athæfi. Hugsun listasög- unnar þarf sterklega á þeim rann- sóknum að halda sem heimspekin hefur lagt vísindunum til og jafnvel sagnfræðinni líka. Listasagan er enn alltof mikið bundin markaðnum og notar slagorð fyrir niðurstöður. Allar klisjur hennar um áhrif, hreyfingar, hópa og afkomendur þeirra eru gjör- samlega óáhugaverðar og það jafnvel þó þær séu sannar. Listasagan notar yfirborðslega félagsfræði og útvatn- aða heimspeki til að auglýsa það sem markaðshæft er og halda hinu niðri. Sjálfur hef ég heyrt marga sölubrell- una og hef komist að því að kaupand- inn og seljandinn stunda þær klisjur sem nægja til þess að kaupin gangi fram. Til dæmis er oft minnst á það að listamaðurinn eigi sér eitt hundrað fylgjendur. Slík ummæli gefa ákveðið mörg sölustig og gefa til kynna hve alvarlegur hann er í sköpun sinni sem síðan gefur ástæður til að halda á honum stórsýningu. Allt er þetta á sömu bókina lært: allir þeir sem lifa á list sinni eru áhugaverðari en listin sjálf. Listin er notuð af sakbitnum framá- mönnum til þess að leiðrétta það sem að er í þjóðfélaginu. Einhverjum hefur dottið það í hug að fjölbreytni sé lýð- ræðisleg og samkoma ólíkra listastíla og stefna sé fögur fyrirmynd. En risa- sýningarnar eru fölsun á lýðræði, jafn- vel fölsk fjölbreytni, hin eina sanna raunverulega flóra er þar ekki til staðar. Lýðræði er allra mál. Það er ódýr lausn að bjóða upp á lítinn og afmarkaðan leikvöll sem á að heita lýðræði á meðan verið er að fótum- Donald Judd, 1986. Ljósmynd eftir Robert Mapplethorpe troða það á öðrum alvarlegri stöðum. Þetta er aðeins lítið leikhús fyrir fólkið sem fer heim til sín að sýningu lokinni og segir, einkum nú í þessu tilfelli: „Sjáið nú alla þessa mörgu og ólíku listamenn sem þarna berjast sín á milli“. Þetta segja þeir í sjónvarpinu. Þetta er ekkert annað en gervilýðræði. Hið sanna lýðræði er fólgið í að leysa efnahagsleg og pólitísk vandamál á friðsamlegan hátt, með málamiðlunum, á réttum forsendum, alvöru mál á alvöru stöðum. En þeir sem búa á þessum stöðum, í höfuðborgunum, nenna ekki að standa í þessu alvöru lýðræðisveseni, þá er betra að skella peningunum bara í Bilderstreit, „ Mynda- sennu" Eins og einhver sagði í byrjun Endurreisnarinnar: „Stórfyrirtækin eru miðstýring framkvæmdavaldsins á sama hátt og stjórnvöld eru miðstýr- ing á pólitísku valdi í stéttaþjóðfé- lagi“. Hér á eftir fylgja nokkrar athuga- semdir mínar ásamt dagsetningum sínum. Þær varpa e.t.v. nokkru Ijósi á þetta vandamál sem ég tel vera hvort sem menn vilja athuga sinn gang eður ei: 18. febrúar 1987: Iðnbyltingin hófst fyrir tvöhundruð árum en siðmenning hennar er rétt að hefjast. Og hingað til hefur hún ekki farið vel af stað en mun þó verða að raunveruleika hvort sem hún verður slæm, allt að því ómenning, eða meðalmennsk, sem e.t.v. er þó hin sanna ómenning eða þá hún verði til fyrirmyndar sem verður að teljast ólíklegt. 19. öldin var framlenging á gamla þjóðfélaginu sem síðan dó endanlega í fyrri heims- styrjöldinni. Og síðan þá hefur margur bardaginn verið háður í sköpun hins nýja þjóðfélags. Og þetta þjóðfélag er enn í mótun, sem er óviss og ófyrir- sjáanleg. Þessi mótun getur gengið á margan veg en næstversti kostur hennar (hinn versti verandi kjarnorku- styrjöld) er sá að hið nýja þjóðfélag muni verða eins og það gamla. Áður fyrr voru það tvær stéttir, hin her- vædda yfirstétt og bændur. Og það munu verða til tvær stéttir, stétt ríkra skriffinna, hernaðarleg að nokkru, og svo stétt iðnvæddra bænda sem inni- heldur einnig hina lægra settari em- bættismenn. Millistéttin var svo til engin fram undir iðnvæðingu og í framtíðinni mun hún ekki teljandi heldur. Hin raunverulega millistétt sem nú er í raun hin gamla millistétt fer nú minnkandi með degi hverjum. Flest það fólk sem telur sig til milli- stéttar tilheyrir henni ekki, hvorki efnahagslega, menntunarlega eða pólitískt séð. Flestir þegnar þjóðfé- lagsins eru að verða einskonar iðn- bændur, contandini industriali sem fæddir eru og klæddir og skreyttir með nokkrum stöðutáknum. Og fyrir þennan massa er framleiddur skemmti- kúltúr, skemmtanaiðnaður. Hin sanna von framtíðarinnar er sú að hin nýja siðmenning verði án þessa hyldýpis sem nú er að verða á milli menningar og skemmtimenningar, að hún þrói með sér eina og sanna menningu sem sameinar alla. Hættan er sú að öll góð list og allur góður arkitektúr hverfi með öllu, fái ekki einu sinni að standa þeim skugga sem þau gera nú. Því þessi menning sem nú er að myndast er 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.