Teningur - 01.10.1989, Blaðsíða 43

Teningur - 01.10.1989, Blaðsíða 43
stæða þeirrar sem atferðissinnar meðal sálfræðinga gerðu gegn sjálf- skoðunarsálarfræði í upphafi þessarar aldar: þeim þóttu rannsóknir hinna eldri sálfræðinga á huglægum fyrir- bærum eins og ilmi eða bragði bera Htinn árangur og veita óljósar niður- stöður, og vildu í staðinn gera rann- sóknir á atferði eins og viðbrögðum barns sem brennir sig, sambærilegar við rannsóknir Pavlovs á skiiyrtum viðbrögðum dýra. Líkt var um Heid- egger gagnvart Husserl. Hann vildi í sálarfræði sinni eða mannfræði einkanlega hyggja að athöfnum fólks en ekki að sálrænum fyrirbærum eins og skynjun eða hugsun. Hann hefði getað gert orð Fásts „í upphafi var athöfnin“ að kjörorði sínu. Hann tekur á einum stað dæmi af stefnuljósi í umferð: þeirri athöfn manns að gefa öðrum stefnuljós. Þetta er flókin athöfn þótt hún virðist einföld, og það sem hún hvílir á fyrst og fremst eru auðvitað umferðarregl- ur. Hér höfum við vel að merkja enn frekari ástæðu til þess en áður að vísa á bug greinarmuninum á huglægu og hlutlægu, því að umferðarreglur eru hvorki huglægt fyrirbæri né hlutlægt í neinum boðlegum skilningi þeirra orða. Til að mynda þarf engin huglæg fyrirbæri - eins og hugsunina „Nú verð ég að gefa stefnuljós til vinstri “ - til að stefnuljósið sé gefið, það þjóni tilgangi sínum og hafi þar með fulla merkingu sem skilst til fulls. Svona vildi Heidegger að gerð væri grein fyrir mannlífinu: það er fyrst og fremst athafnalíf en ekki sálarlíf. í athafnalífi er enginn undirstöðumunur á huga og hlutum: að gefa stefnuljós er líkamleg athöfn, en þessi athöfn er líka þrungin hugsun, og greinargerðin sem til þess þarf að gera þessa athöfn skiljanlega er ekki sundurgreining á því hvað er líkamlegt og hvað ekki, heldur er hún útlistun á umferðarregl- um. IV Ég held ég eigi að geta þess að það er erfitt að vera frumlegur heimspek- ingur á síðustu tímum. Af mannfræði Heideggers er mikil saga sem byrjar ekki á Husserl og Kierkegaard heldur á dýrafræði, sálarfræði og siðfræði Aristótelesar sem mynda lygilega heilsteypta athafnafræði um verk og reglur. Svo er Heidegger ekki eini fylgismaður Aristótelesar í þessu efni á tuttugustu öld. Annar var til að mynda Gilbert Ryle. Ef lesandinn hefur áhuga á þessum fræðum þá er Hugmyndin um hugann (The Con- cept of Mind) eftir Ryle miklu við- ráðanlegri bók en Vist og tíö (Sein und Zeit) eftir Heidegger. Annað verður að nefna. Einn meg- inþátturinn í uppreisn Heideggers gegn Husserl var sá að Heidegger smíðaði sér nýstárlegtfræðiheitakerfi, eins og Husserl hafði sjálfur gert, í 41 L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.