Teningur - 01.10.1989, Page 43

Teningur - 01.10.1989, Page 43
stæða þeirrar sem atferðissinnar meðal sálfræðinga gerðu gegn sjálf- skoðunarsálarfræði í upphafi þessarar aldar: þeim þóttu rannsóknir hinna eldri sálfræðinga á huglægum fyrir- bærum eins og ilmi eða bragði bera Htinn árangur og veita óljósar niður- stöður, og vildu í staðinn gera rann- sóknir á atferði eins og viðbrögðum barns sem brennir sig, sambærilegar við rannsóknir Pavlovs á skiiyrtum viðbrögðum dýra. Líkt var um Heid- egger gagnvart Husserl. Hann vildi í sálarfræði sinni eða mannfræði einkanlega hyggja að athöfnum fólks en ekki að sálrænum fyrirbærum eins og skynjun eða hugsun. Hann hefði getað gert orð Fásts „í upphafi var athöfnin“ að kjörorði sínu. Hann tekur á einum stað dæmi af stefnuljósi í umferð: þeirri athöfn manns að gefa öðrum stefnuljós. Þetta er flókin athöfn þótt hún virðist einföld, og það sem hún hvílir á fyrst og fremst eru auðvitað umferðarregl- ur. Hér höfum við vel að merkja enn frekari ástæðu til þess en áður að vísa á bug greinarmuninum á huglægu og hlutlægu, því að umferðarreglur eru hvorki huglægt fyrirbæri né hlutlægt í neinum boðlegum skilningi þeirra orða. Til að mynda þarf engin huglæg fyrirbæri - eins og hugsunina „Nú verð ég að gefa stefnuljós til vinstri “ - til að stefnuljósið sé gefið, það þjóni tilgangi sínum og hafi þar með fulla merkingu sem skilst til fulls. Svona vildi Heidegger að gerð væri grein fyrir mannlífinu: það er fyrst og fremst athafnalíf en ekki sálarlíf. í athafnalífi er enginn undirstöðumunur á huga og hlutum: að gefa stefnuljós er líkamleg athöfn, en þessi athöfn er líka þrungin hugsun, og greinargerðin sem til þess þarf að gera þessa athöfn skiljanlega er ekki sundurgreining á því hvað er líkamlegt og hvað ekki, heldur er hún útlistun á umferðarregl- um. IV Ég held ég eigi að geta þess að það er erfitt að vera frumlegur heimspek- ingur á síðustu tímum. Af mannfræði Heideggers er mikil saga sem byrjar ekki á Husserl og Kierkegaard heldur á dýrafræði, sálarfræði og siðfræði Aristótelesar sem mynda lygilega heilsteypta athafnafræði um verk og reglur. Svo er Heidegger ekki eini fylgismaður Aristótelesar í þessu efni á tuttugustu öld. Annar var til að mynda Gilbert Ryle. Ef lesandinn hefur áhuga á þessum fræðum þá er Hugmyndin um hugann (The Con- cept of Mind) eftir Ryle miklu við- ráðanlegri bók en Vist og tíö (Sein und Zeit) eftir Heidegger. Annað verður að nefna. Einn meg- inþátturinn í uppreisn Heideggers gegn Husserl var sá að Heidegger smíðaði sér nýstárlegtfræðiheitakerfi, eins og Husserl hafði sjálfur gert, í 41 L

x

Teningur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.