Teningur - 01.10.1989, Blaðsíða 54

Teningur - 01.10.1989, Blaðsíða 54
Þessar stórsýningar eru tilraunir til að stefna listinni inn í öll þessi stóru samhengi. „Myndasenna" er stofn- væðing listarinnar. Listin er ansi lítil. „Lítið er fallegt". Klein istschön. Risa- sýningarnar eru tilraunir til að sýna mönnum það að hægt sé að stinga listinni inn í stofnanir, þrátt fyrir allt, að það sé í lagi, að það sé ekkert athuga- vert við það. Þær sýna fólki það að listin sé hluti af hagkerfinu, hluti af menntakerfinu og menningarkerfinu. Og hvað gæti komið sér betur fyrir alla þessa yfirbyggingarmenn en það þegar allar risasýningarnar, markað- irnir og safnanirnar eru allt í einu farnar að hafa bein áhrif á listina sjálfa? Og hvar erum við þá stödd? Ný „neó“ málamiðlunarmyndlist fyrir fjöldann er engum til góðs. En það er einmitt það sem er að gerast nú á okkar dögum. Þessháttar list er þó alls ekki víðsýnni í sér eins og mætti halda, heldur er hún þröngsýnni. Hún veldur því að til verður ný tegund listar sem sýnir öll merki sérhæfingar og er skotheld í alla staði. Þessi list er nefnilega vernduð af öllum stofn- unum sem í kringum hana starfa. Því frekar sem listin verður meðal- mennskunni að bráð, því meir verður hún sérhæfingunni að bráð vegna þess að hið sértæka og einstaka er hennar eina vörn. Allt stríðir þetta gegn hinu almenna mikilvægi góðra verka sem og hinum varkáru kynnum listar og arkitektúrs sem einmitt eru svo aðkallandi um þessar mundir. Til fjáröflunar fyrir stórar sýningar verður alltaf að höfða til almennings- heillar og þessi heill samanstendur af moðinu (kitsch) og listkunnáttu fólksins. Og þessi kunnátta er og verður alltaf röng. Menntunin er fölsk. Fólki er kennt að dæma listaverk á þann hátt sem sýningarstjórarnir sjálfir dæma þau, og í sínum dómum reyna þeir alltaf að tolla í tískunni eins og einmittnú í „Myndasennu". Bestu listaverk okkar tíma eru aldrei sýnd saman. Stjórarnir halda fram þeim verkum sem þeir halda með, fyrir þeim er listin bara einhverskonar „sena" (scene), „Myndasena", þar sem ein- hverjir „hlutir" eru „að gerast". Góð dæmi um þetta viðhorf eru hinir tví- ræðu annálar Whitney- safnsins sem ritaðir hafa verið nú í ein fjörutíu ár og eru alltaf jafn tísku- og tímabundnir. Á sínum tíma fór lítið fyrir verkum þeirra Pollocks, Newmans og Rothkos innan um einhver stórverk nú löngu gleymdra manna. Sama sinnis voru og eru enn öll listatímaritin. Hvernig getur allt þetta heitið menntun, kunn- átta? Manni líður jafnvel illa í svo órit- skoðuðum og þétthengdum sýning- arsölum. Verkunum er alltaf hrúgað saman á veggina. Sýningargestum er kennt að þannig skoði maður list. En það stuðlar einmitt að því að listin verði talin til verslunar, rétt eins og við sjáum á listakaupstefnum. Þetta ýtir undir þá algengu skoðun sem birtist okkur víða í byggingarlist og almenn- ingsgörðum og útivistarsvæðum, þá skoðun sem segir að allt sjónrænt verði að vera flókið. En þessi land- læga þörf fyrir flækjur og ringulreið er algjörlega ofar mínum skilningi. Helsta skýringin á þessu virðist þó vera sú að flott og flókið sé merki um ríkidæmi. Allar opinberar og hálfopin- berar byggingar og viðbótarálmur stórfyrirtækja eru einatt flóknar í lögun. Og að innanverðu er allt pakkað af innréttingum og öðru dóti, rétt eins og gerist í húsum ríka fólksins. Þessi árátta minnir að mörgu leyti á hegðun nýríkra (Nouveau riche) upp úr miðri síðustu öld. Stofa sem búin er „nútíma“-list og nýjustu húsgögnum er jafn ofhlaðin og gerð- ist á miðju Viktoríutímabilinu. Kannski er þetta einhver Nouveau riche-stíll. Og millistéttirnar apa hann að sjálf- sögðu upp. Þetta sjáum við einna best á stórsýningunum, þær eru okkur kennslustund um horror vacuii sem Aþeningar töldu til Korinþýskra sjúkdóma. Jafnframt er margt um ofhlaðna og útblásna list. En höfuð- verkur skriffinnanna er eins og ég sagði sá að útvega sér list sem hæfir innræti þeirra og hvernig þeir megi þrengja henni inn í hið nýríka sam- hengi, nouveau riche, sem nærist á útþenslu stjórnvalda og stórfyrirtækja. Stofnanirnar þenjast út og þarfnast ímyndar við hæfi, e.t.v. ímyndar eins og bólgnandi blöðru, og almenningur samþykkir. Risasýningarnar innprenta fólki þá skoðun að listin sé annars staðar og ekki á heimilum þess eða vinnustöð- um, né þá heldur á togurum eða öðrum opnum svæðum („public spaces"). Listin er „annað“ eins og Ortega y Gasset komst að orði. Listin er eitthvað sem maður fer til að sjá í stað þess að búa við. í New York þykir það smart að fara í „gallerí- hopp" á laugardagseftirmiðdögum í limúsínunni, ef menn eiga eina slíka á annað borð, og kannski er þá eitthvað keypt í leiðinni. Ortega y Gasset sagði: „En mesta hættan sem stafar af þessari intellektúal afbökun sem „út- skúfun menningarinnar" veldur er einmitt sú að menningin, andleg íhugun, hugsunin sjálf er sett fram í líki einhverskonar skarts eða dem- ants sem maðurinn eigi síðan að skreyta líf sitt með. Semsagt eitthvað sem liggur utan við líf hans, eins og til væri líf án menningar og hugsunar, eins og það væri möguleiki að lifa lífi sínu án andlegrar öndunar og íhug- unar. Það er sem væri fólki stillt upp framan við skartgripaverslun og væri gefinn sá kostur að kaupa sér menn- ingu eða sleppa henni alveg. Og það er staðreynd að á þeim tímum sem við höfum lifað hefur fólk ekki hikað í þessu vandasama vali sínu og hefur ákveðið að kanna til fullnustu síðari kostinn, hefur flúið frá öllum innri bollaleggingum og gefið sig að fullu á vald hinna andstæðu öfga.“ Hinar stóru sýningar ýta undir þær tilhneigingar safnastjóra, listaverka- safnara og margra listmangara, einkum þó í New York þar sem margar af eftirstríðs-hefðunum kom- ust á laggir, að hið háalvarlega erfiði sem listsköpun er sé ekki annað en bara „sena", þar sem fram fer eitt á eftir öðru, einn „stíll“ að öðrum loknum. Og markmið hverrar sýn- ingar er að gera eitthvað mikið úr verkunum á þessari „senu". Og til að svo megi verða er öllu fórnað og snúið við. Venjulega eru þeir sem gera á fræga einhverjir lókal-lista- 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.