Teningur - 01.10.1989, Blaðsíða 64

Teningur - 01.10.1989, Blaðsíða 64
annað en hávaða og hamagang og töldu hina nýju stefnu hans stjórnast af gróðavon einni saman. En það er rétt að veita því eftirtekt að þessi raf- magnstónlist Colemans á lítið skylt við rafmagnstilraunir Miles Davis og þá tónlist sem þróaðist í framhaldi af þeim og kölluð var jazz-rokk og síðar fusion. Spunnið var út frá einfaldri laglínu en ekki ákveðnum hljóma- gangi og eins og áður í hljómsveitum Colemans var um að ræða hópspuna þar sem allir meðlimir sveitarinnar gátu raunar tekið „sóló“ samtímis. í pistli sínum á plötuumslagi segir Cole- man sem fyrr að tónlist þessi sé samin og útsett samkvæmt harmo- lódísku kenningunni. Það hefur vafist fyrir flestum að átta sig á því hvað harmolódíska kenn- ingin þýðir. Óræðar útskýringar meistarans sjálfs skilja venjulega eftir fleiri spurningar en þær svara. Sumir hljóðfæraleikarar sem starfað hafa með Coleman árum saman segjast ekki hafa hugmynd um hvernig eigi að útskýra kenninguna. í nýlegu við- tali segir Coleman að harmolódíska keningin geri manni kleift að átta sig á því að röddunin, rytminn, skipting- arnar og takturinn sé allt saman jafngilt. „Og þegar maður hugsar um það þannig hefur maður strax meira til að velja úr en bara eina laglínu. Allt þetta getur orðið laglína.“ Þessi hug- mynd gerir hljóðfæraleikaranum kleift að spinna út frá hvaða þætti tónlistar- innar sem er. Og Coleman segir: „Þegar maður fer á fætur á morgn- ana verður maður að klæða sig til þess að geta farið út og sinnt sínum málum. En fötin segja þér ekki hvert þú átt að fara; þau fara þangað sem þú ferð. Laglína er eins og fötin þín.“ Frá því að Coleman gerði Dancing in Your Headheíur hann starfrækt raf- magnaða hljómsveit, Prime Time, sem náð hefur æ betri samhæfingu eftir því sem árin hafa liðið. Þar hefur sonur hans Denardo leikið á trommur. Hann lék raunar inn á fyrstu plötuna með föður sínum 10 ára gamall árið 1966. „ Ég einbeitti mér bara að því að spila eins vel og ég gæti," segir hann um þessa frumraun sína og ypptir öxlum. „Það er ennþá það sem ég reyni að gera.“ Hann er nú farinn að leika æ meir á elektrónískt trommu- sett sem Ijær tónlistinni nýjan blæ. Og hann er ekki einn um að sinna trumbuleiknum því Calvin Weston ber húðir líka. Sömuleiðis eru tveir bassa- leikarar, Al MacDowell og nú síðast Chris Walker sem kemur í stað hins fingralipra Jamaladeen Tacuma sem var búinn að starfa lengi með hljóm- sveitinni. Loks eru gítarleikararnir tveir, Bern Nix og Charlie Ellerbee sem hafa verið með Coleman allt frá Dancing in Your Head. Þessir sjö hljóðfæraleikarar spinna saman þéttan vef úr sjö jafngildum þáttum eða „röddum". Og það er ekki hægt að nálgast þessa tónlist á sama hátt og þegar hlustað er á hefð- bundna jazzsveit þar sem er eitt ein- leikshljóðfæri í einu sem leikur við undirleik rytmasveitar. „í hvert skipti sem ég les gagnrýni um plötur mínar," segir Coleman, „er því haldið þar fram að ég sé sá eini sem tek sóló. Það er furðulegt, því það er það sem öll Prime Time sveitin gerir. Ég er sásem er fastur-það eru þeirsem eru frjálsir. Bara af því að fólk heyrir í blásturshljóðfærinu í forgrunni heldur það að ég sé einleikarinn, en það er bara spursmál um það hvernig hljóð- færin hljóma. Ég á við, þegar þú heyrir í hljómsveit minni ve/'síþú að allir eru að leika einleik, á harmolódískan hátt. Hér er ég með hljómsveit sem bygg- ist á því að hver og einn búi til laglínu á staðnum, tónverk, úr því sem fólk kallaði áður spuna, og enginn virðist hafa áttað sig á því að það sé það sem um er að ræða." Þess vegna verður að hlusta á Prime Time sem eina samvirka heild. Það er ekki nóg að hlusta bara á eitt hljóðfæri í einu. Hljómsveitin er eins og maður sem andar, hugsar, tyggur og finnur til á sama andartaki, segir Coleman. Það er lögð ákveðin laglína til grundvallar en hver hljóðfæraleikari gefur henni ákveðin lit. Úr þessu verður samspil lita sem er í raun ný laglína. Það eru þessi litbrigði sem eru hið raunverulega framlag hljóm- sveitarinnar, segir meistarinn. Með laglínu virðist hann eiga við einhvers konar samhljóm. „Og það er til jafn margs konar samhljómur og það eru stjörnur á himninum." Árið 1987 sendi Coleman frá sér tvöfalt albúm, In all Languages. Undirtitillinn er: 30 ár harmolódískrar tónlistar 1957-1987. Á annarri plöt- unni leikur gamli kvartettinn með Don Cherry, Charlie Haden og Billy Higgins, en á hinni er Prime Time. Sumpart eru það sömu lögin sem hljómsveitirnar tvær leika og er útkoman vitaskuld æði ólík. Þetta eru allt stutt verk, falleg, einföld stef sem útfærð eru af mikilli leikgleði. Meistar- inn leikur eins og engill á altsaxófón- inn og trompetleikur hans er líka orð- inn býsna magnaður. Hinn vinsæli fusion-gítarleikari Pat Metheny er mikill sérfræðingur í tón- list Colemans og hefur hljóðritað fjöl- mörg laga hans í gegnum árin. Gítar- leikarar Prime Time, þeir Bern Nix og Charlie Ellerbee, eru reyndar fyrrver- andi nemendur Methenys í Berkleey. Það var því vel við hæfi að þeir Cole- man og Metheny leiddu saman hesta sína og tóku upp plötu í sameiningu sem út kom árið 1986 og ber heitið Song X. Þess má einnig geta að á síðustu plötu Colemans, Virgin Beauty, sem út kom á síðasta ári, leikur annar frægur bandarískur gít- arsnillingur með Prime Time í nokkrum lögum, Jerry Garcia úr The Gratefui Dead. Það kann að virðast langur vegur frá Grateful Dead til Prime Time, en báðar hljómsveitirnar hafa þó þróað sinn sérstæða raf- magnsspunastíl sem enginn leikur eftir þeim. Enda nýtur Garcia sín bara vel í hinu harmolódíska klangverki. Stundum er borin á borð sú túlkun á jazzsögunni að sú djarfa tilrauna- mennska sem ástunduð var á 7. ára- tugnum og kennd var við frjálsan jazz eigi raunar lítið skylt við jazz og skipti sáralitlu máli i þróun þessa listforms. Þessir byltingarmenn hafi fyrr eða síðar lent í blindgötu, endað í ringul- reið og hávaða. Þetta virðist raunar orðin ráðandi söguskoðun í jazzheim- inum á síðustu árum. Þeir hljóðfæra- leikarar sem nú njóta mestrar hylli 62
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.