Húsfreyjan - 01.01.1966, Blaðsíða 38

Húsfreyjan - 01.01.1966, Blaðsíða 38
Fótaæfingar 1 síðasta liefti Húsfreyjunnar voru gefin nokkur heilræði varðandi val og meðferð á skófatnaði. Hér koma svo leiðbeiningar um livernig æfa megi fæturna, svo að þeir verði sterkir og þoli alla þá áreynslu, sem á þá er lögð. Nú á dögum ættu menn að minnast hins forna spakmælis: Heilbrigð sál í liraust- um líkama. En hraustan líkama öðlast eng- inn, sem ekki leggur nokkuð á sig sjálfur, og nauðsynlegt er að æfa sig reglulega, ef góður árangur á að nást. Og fæturnir sem bera allan þunga líkamans hvem dag er við stöndum og göngum, gegna ekki minnstu hlutverki fyrir okkur. Þröngir skór og háir hælar draga úr eðlilegum hreyfingum fót- anna. Konur ættu því ekki sízt að leggja rækt við fætur sína og stunda fótaæfing- ar daglega. ' Því þyngri sem einstaklingurinn er, því meira reynir að sjálfsögðu á fæturna. Fæt- umir eiga að bera okkur allt okkar líf, og til þess að hreyfingarnar verði léttar og fjaðurmagnaðar mynda fótabeinin tvo boga, annar liggur langs eftir ristinni, liinn þvers um yfir táberginu. Sterkar sinar og vöðvar lialda smábeinum ristarinnar í rétt- um skorðum, svo að bogahvelfingarnar af- lagist ekki. Þegar þungi leggst á lieilbrigðan fót, láta livelfingamar undan, en þegar léttir á rétt- 34 ast hvelfingarnar aftur upp. Þannig gengur þetta, þegar við göngum eða hlaupum. En ef fjaðurmagnið í vöðvum og sinuin hefur minnkað, þá komast beinin ekki í sína réttu livelfdu stöðu, jafnvel þótt ekki hvíli sérstakur þungi á fætinum. Sársauki gerir þá vart við sig í fætinum og getur komið fram, sem þreyta eða verkur í fótleggjum og baki. Reglulegar fótaæfingar stuðla að lieil- brigði fótanna. Eftirfarandi atriði ætti einnig að liafa í huga: 1. Standið ekki að óþörfu við störf ykkar, setjizt niður þegar liægt er. Hreyfið fæt- urna, veltið þeim til í öklaliðunum við og við, t. d. ef þér komizt ekki hjá að standa í sömu sporum. Forðizt að standa lengi kyrrar í sama fótinn. Reynið að flvtja þungann til jafnt á báða fætur. 2. Spyrnið við tánum í hverju skrefi, svo að gangurinn verði lipur og fjaðurmagn- aður, þetta veitir líka fætinum Iiolla æfingu. 3. Notið þægilega skó, hæfilega stóra. (Sjá grein í 4. tbl. 16. árg.) 4. Haldið húðinni á fótunum mjúkri með fótaböðum. 5. Gerið fótaæfingar á hverjum degi, farið þá úr skónum og helzt líka úr sokkum; gjarna má hafa músík til hjálpar. BeygiS ristarnar og rétliö þœr til skiptis. Veltiö fótunum til í öklaliSunum. Sitjið þægilega á stól sem styður við bakið, látið fæturna livíla á gólfinu. Beygið vinstri fótinn um öklann, svo að aðeins hællinn hvíli á gólfinu, réttið síðan úr ilinni, svo að táin livíli eingöngu á gólfinu. Haldið þannig áfram að rétta og beygja vinstri öklann. Farið á sama liátt með liægri fót og því næst með báða fæturna í einu. Hreyfiö þá svona fram og aftur. Farið t. d. fyrst fjórum sinnum með livorn fót um sig, en síðan 8 sinnum með báða sarnan. Rekið liælinn og tána í gólfið með fjaðrandi smá- sveiflu í hnénu, svo að hreyfing komi á HÚSFREYJAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.