Austurland


Austurland - 09.05.1996, Qupperneq 2

Austurland - 09.05.1996, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 1996. Austurland Málgagn Alþýðubandalagsins á Austurlandi Útgeíandi: Kjördæmisráö AB á Austurlandi Ritnefnd: Einar Már Siguröarson, Elma Guömundsdóttir, Guðmundur Bjamason, Smári Geirsson og Steinunn L. Aðalsteinsdóttir Ritstjóri: Steinþór Þóröarson (ábm) S 471 2391 og477 1459 Blaðamaöur: Elma Guðmundsdóttir S 477 1532 Auglýsingastjóri: Erla Traustadóttir S 477 1740 Ritstjórn, afgreiðsla og auglýsingar: Hafiiarbraut 4 - Pósthólf 75 - 740 Neskaupstaður S 477 1750 og 477 1571 - Fax: 477 1756 Netfang: austurla@eldhom.is Austurland er aðili að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða Umbrot og setning: Austurland Prentun: Nesprent hf. Lélegur síldveiðisamningur Samningurinn sem utanríkis- og sjávarútvegs- ráöherra undirrituðu í Osló 6. maí á eftir að verða afar umdeildur. Með honum er áætlaðri 1100 þúsund tonna veiði á þessu ári skipt milli fjögurra landa þannig að í hlut íslands koma 190 þúsund tonn eða sern svarar urn 17% af heildinni en í hlut Norðmanna korna um 63%. Ekki fer milli mála að samkomulag var innsiglað nú eingöngu vegna þess að Islendingar og Færeyingar drógu einhliða úr kröfum sínum eða sem nam 75 þúsund tonnum. Því er haldið fram af ráðherrum að samningur sem fylgir afla- skiptingunni í formi bókunar geti leitt til þess að hlutur íslendinga eigi eftir að hækka til muna, ef síldin fer að veiðast í íslenskri lögsögu. Það er því miður sýnd veiði en ekki gefín þar eð orðalag bókunarinnar er bæði tvírætt og óljóst. Því er hætt við að 17% aflahlutdeildin geti orðið harla lífseig, þótt auðvitað reyni Islendingar að hífa hana upp á við eftir bestu gem í framtíðinni. Ljóst er að til lengri tíma litið skiptir hvert prósent sem geflð var eftir í Osló um helgina miklu máli. Alveg er eftir að koma böndum á síldveiðar Evrópusambandsins og engan veginn víst að það reynist jafn auðvelt og ráðherramir gáfu í skyn við heimkomu. Af þeim sökum getur heildarveiði úr stofninum átt eftir að fara mun lengra yfir æskileg mörk en samkomulag landanna fjögurra felur í sér. Einn versti agnúinn á samningnum er síðan það ákvæði sem heim- ilar Norðmönnum og Rússum síldveiðar innan íslenskrar fiskveiði- lögsögu. Þannig mega Norðmenn í ár veiða allt að 127 þúsund lestir í lögsögu okkar og Rússar 5 þúsund tonn án þess að um gagnkvæman veióirétt sé aó ræða. Fyrir lá samkvæmt Jan Mayen samningnum frá 1980 að vió áttum rétt á „sanngjömum hlut” í síldveiðum í lögsögu Jan Meyen og áttum því ekki nú að þurfa að kaupa fullan aðgang þar dým verói. Svo er að sjá að þetta hafi verið mikið feimnismál hjá ráðhermm, því að þess var í engu getið á fundi þeirra með utanríkismálanefnd Alþingis fyrir utanfór þeirra sl. laugardag. Auðvitaó felast í samningnum jákvæðir þættir enda enginn ágrein- ingur um það milli flokka eða stjómar og stjómarandstöðu að leita bæri samninga ef viðunandi flötur fyndist. Það er hins vegar mat flestra í stjómarandstöðu svo og samtaka útgerðarmanna og sjómanna að hér hafi íslensk stjómvöld gengið lengra en réttlætanlegt gat talist og að leita hefói átt betra sóknarfæris síðar. Vafalítið munu stjórnarflokkar tryggja samningnum meirihluta á Alþingi og síðan verður það reynslan sem sker úr um hvort hér var eðlilega á málurn haldið. Síldveióar íslendinga eiga að hefjast 10. maí. Um 80 skip hafa sótt um leyfi til þeirra veiða, þar af 27 frystitogarar. Framað þessuhefur allt verió á huldu um hvernig skipta eigi afla milli skipa og hvort allir sem sótt hafa um leyfi til veiða fái eitthvaó í sinn hlut. Þessi málsmeðferð er aó vonum harólega gagnrýnd af útgerðarmönnum og einnig að þessu leyti kemur samningurinn á óheppilegum tíma. Hjörleifur Guttormsson Fljót og góð þjónusta - Veríð velkomin Norðfírðingar Þökkum fyrir góða þátttöku í bæjarhreinsuninni Að gefnu tilefni viljum við rninna á opnunartíma sorphauganna kl.8.00-17.00 virka daga og á laugardögum frá kl. 13.00-17.00 [F^trairÉselkB @g stoffimainniSir í MdsfearaipsÉaSS TaBd® þáM 5 HairefioasiaiiniarátíalkíiiDBD imadS ©fcfair Umhverfísmálaráð I Bridds Síðasta spilakvöld vetrarins hjá BN var s.l. mánudagskvöld og þá voru einnig afhent verð- laun fyrir mót vetrarins. Urslit mánudagskvöldsins urðu þau að Víglundur og Einar og Pétur og Þór voru jafnir í 1.-2. sæti með 130 stig og í þriðja sæti urðu Jóhanna og Vigfus með 122 stig. Tíu pör spiluðu á mánudags- kvöldið. Bæjarkeppni BN og BRE var háð í Egilsbúð s.l. fóstudags- kvöld. Spilað var á sex borðum og vann BRE á 3 borðum, gerði tvö jafntefli og tapaði einum leik. Bikarinn sem keppt er um verður því sunnan skarðs til næsta vors. MÁLNINGAR- ÞJÓNUSTA TEKAÐMÉRALLAALMENNA MÁLNINGARVINNU LÁTTU FAGMANN VINNA VERKIV INGÓLFUR MÁLARI NFSBAKKA INESKAUPSTAÐ SÍMARS54 7333 OG 4771722 Of stíft -taktu eftir því hvernig hryggjarsúlan beygist. Réttur stuðningur -dýnan gefur eftir við axlir og mjaðmir. Af lhverjiai láta sér Mða ila þegar það er svo auðvelt að sofa vel og þægilega! Við hér í Húsgagnahöllinni erum með stærstu dýnu og rúmadeild landsins. Þar er að finna íslenskar, sænskar, danskar. þýskar og arnerískar dýnur. Sérþjálfað starfsfólk okkar tekur vel á móti þér og hjálpar að finna út réttu dýnuna. Næst þegar þú kemur í bæinn skaltu líta til okkar og sjá hvort þessi rétta bíði ekki eftir þér. Hugsaðu vel um hrygginn þinn -það margborgar sig. Austfiröingar vikunnar Fullt nafn? Jón Einar Marteinsson Fæðingardagur? 3.janúarl964 Fæðingarstaður? Neskaupstaður Heimili? Neskaupstaður Núverandi starf? Framkvæmdastjóri Netagerðar Friðriks Vilhjálmssonar hf. Önnur störf? Fá Fjölskylduhagir? Einhleypur Bifreið? Toyota Corolla Uppáhaldsmatur? Veislumatur Helsti kostur? Þrjóskur Helsti ókostur? Þrjóskur Uppáhaldsútivistarstaður? Það er víða fallegt Fallegasti staður sem þú hefur komið á? ísland Hvert langar þig mest að fara? í frí Áhugamál? Offá Uppáhaldsstjórnmálamaður? Hann er í Sjálfstæðisflokknum Uppáhaldsíþróttafélag? Þróttur Hvað ætlarðu að gera um helgina? Veit ekki Jón Einar Marteinsson Lj. SÞ

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.