Austurland


Austurland - 09.05.1996, Qupperneq 6

Austurland - 09.05.1996, Qupperneq 6
6 FIMMTUDAGUR 9. MA[ 1996. Hrafnkell A. lónsson formaður Verkamannafélagsins Árvakurs á Eskifirði hefur í mörg horn að líta þessa dagana. Hann er að taka við nýju starfi um næstu mánaðamót og verður að létta gamla starfinu af sér í áföngum til 3 I. október. Hrafnkell hefur einnig verið upp á kant við félaga sína (a.m.k. suma) í Sjálfstæðisflokknum og sagt af sér formennsku í kjördæmisráði flokksins á Austurlandi í kjölfar þess að ríkisstjórnin lagði fram frumvarp til laga um stéttarfélög og vinnudeilur. Auk þess að standa í þessu öllu saman er Hrafn- kell orðinn meðal hörðustu stuðningsmanna framboðs Ólafs Ragnars Gríms- sonar til embættis forseta Islands. Austurland heilsaði upp á Hrafnkel á dögunum til að spjalla við hann um öll þessi járn sem hann hefur í eldinum um þessar mundir. Ert þú ekki óvenju vinstrisinnaður sjálfstæðismaður Hrafnkell? Úr formannsstóli.... ..Það er búið að ganga frá stjómarkjöri fyrir næsta ár og ég er kjörinn fomiaður. Fomiennsk- unni mun ég sinna í hálfu starfi til 31. október í góðu samkomu- lagi við mína nýju herra hjá Héraðsskjalasafninu. Guðný Ein- arsdóttir. sem hefur verið í hlutastarfi á skrifstofu Arvakurs um árabil. verður í fullu starfi frá nýliðnum mánaðamótum og þann 31. október tekur varaformaður- inn, Sigurður Ingvarsson, við. Nú, hver verður minn eftirmaður er ekki spuming sem ég þarf að svara. Eg hef engar áhyggjur af að það verði nein vandræði að fylla mitt skarð og tel reyndar sjálfgefið að Sigurður verði næsti formaður ef hann vill taka við þessu en það er náttúrulega mál félagsins og hans”, sagði Hrafn- kell þegar hann var inntur eftir framtíðarskipan í forystu Arvak- urs. En þýðir þetta að hann sé hættur afskiptum af verkalýðs- málum frá og með 31. október? „Eg verð áfram launþegi og fél- agsmaður í stéttarfélagi og ég ætla ekki að vera með neina svardaga um hvort mín þátttaka i verkalýðsmálum verði eitthvað meiri en það. Hins vegar er ég búinn að ráða mig í starf sem ég hygg að krefjist allrar minnar starfsorku og hef svo sem engin áform um að sinna öðm en því”. Hrafnkell hefur verið formað- ur Arvakurs, með litlum hléum, frá árinu 1977 og starfsmaður félagsins frá árinu 1985. Skyldi hann vera búinn að fá nóg af verkalýðsharkinu? Er það ástæða þess að hann sótti um starf héraðsskjalavarðar? „Það eru nú ýmsar ástæóur fyrir því að ég sótti um þetta starf. Eg hef reyndar lengi verið þeirrar skoð- unar að það sé verkalýðshreyf- ingunni ekki hollt að forystu- menn hennar verði mjög mosa- grónir í starfi. Það er æskilegt að það verði ákveðin endumýjun. Fyrir mér var nú veruleikinn sá að ég hef verið í þessu frá 1977, ég hef engin fagréttindi sem ég get stólað á þegar félagar mínir hér em búnir að fá nóg af mér og ég leit á þetta sem síðustu forvöð að skipta um starf. Þama kom upp mjög áhugavert starf en ég hef mikinn áhuga á þeim málefn- um sem tengjast héraðsskjala- safninu. Nú, ég sótti um og fékk og það leggst bara vel í mig”. „Það verður nú bara að ráðast hvort ég flyt í Héraðið eða ekki. Eg á íbúðarhús hér á Eskifirði og konan mín er hér í vinnu. Við emm hins vegar bæði uppalin á Fljótsdalshéraði og þótt okkur líki ljómandi vel hér þá er enginn beygur í okkur að flytja ef svo skyldi fara” sagði Hrafnkell um hugsanlega búferlaflutninga í kjölfar nýs starfs. Margir em þeirrar skoðunar að verkalýðshreyfmgin standi á krossgötum. Eftir Þymirósa- svefn langvarandi þjóðarsáttar reynir ríkisstjómin að koma í gegn skerðingarfmmvörpum og landlægur er sá vandi verkalýðs- félaganna að erfiðlega gengur að virkja hinn almenna félagsmann. Er það ekki gríðarlega erfitt hlut- skipti sem bíður næsta formanns Verkalýðsfélagsins Árvakurs? „Það er nú einu sinni svo að þvi verri sem ríkisstjóm er með tilliti til verkalýðsmála því betri verð- ur þátttaka fólks í þvi sem verka- lýðshreyftngin er að gera. Skýr- ingin á þessu er sú að þegar vel gengur og fólk hefur nóg til hnifs og skeiðar þá em ýmis önnur mál ofarlega á baugi heldur en stétta- barátta. Það er hins vegar þegar harðnar á dalnum sem fólk leitar í það skjól. Það sem er erfiðast fyrir okkur núna er að standa af okkur tilraunir til að breyta valdahlutfóllum í þjóðfélaginu, að hindra að hugmyndir um að takmarka möguleika verkalýðs- hreyfmgarinnar til að hafa áhrif, með því að breyta lögum, nái fram að ganga. Eg tel líka að mikil ihaldssemi innan verka- lýðshreyfingarinnar í því að breyta skipulagi kunni að verða hennar banabiti. Sem dæmi má nefna að ef maður horfír á urn- hverfið hér á Austurlandi þá eru þetta fjölmörg tiltölulega lítil stéttarfélög sem öll em að halda uppi einhverri þjónustu, ein- hverjum rekstri, flest af tölu- verðum vanefnum. Við virðumst vera svo föst í hreppapólitíkinni að við getum ekki skilið það að hagsmunir launþega á Bakka- ftrði og Homafirði em nákvæm- lega þeir sömu og þeir felast m.a. í því að launþegar á þessu svæði komi fram sem ein heild. Eg vildi gjaman sjá Alþýðusam- band Austurlands sem eina stétt- arfélagið á Austurlandi. Eélag sem væri að nýta fjármagnið, með opnum skrifstofitm á nokkr- um stöðum, og öflugu starfi for- ystumanna við að þjónusta sína félagsmenn og glíma við at- vinnurekendur en ekki að bítast innbyrðis um félagsmenn og völd innan þessa apparats. Ég óttast samt að okkur beri ekki gæfa til að gera þetta þvi til þess er skrattans hrepparígurinn allt of ríkur í mönnum”. „Rauða Hættan” Ur því Hrafnkell fór að minn- ast á hrepparíg lá beinast við að spyrja hann, Héraðsmanninn sem búinn er að búa lengi á Eski- ftrði, og velta þessu menningar- fyrirbæri mikið fyrir sér, hvort hann telji ríginn á undanhaldi. „Jú það þokast í rétta átt en þó ekki nógu mikið. Með ámnum hefur mér reyndar orðið ljóst að þetta er kannski ekki svo mikið hrepparigurinn sem slíkur. Ég held að við sem emm í forsvari fyrir stéttarfélög, sveitarfélög og því um líkt, stjómumst af mikl- um ótta við þá sem hafa hæst. Ég held að allur þorri fólks geri sér grein fyrir fánýti þess að togast á um hlutina eins og við höfum gert allt of mikið af fram að þessu. Vandinn er sá að við sem emm í forystu erum svo hrædd við hávaðann í þessum fáu sem vildu helst vera einir á eyðieyju”. Þegar spjallið var komið út í hreppa- og sameiningannál var ekki úr vegi að forvitnast aðeins um viðhorf Hrafnkeis til samein- ingar sveitarfélaga á Austur- landi: „Ég er hlynntur því að sveitarfélögin reyni að sameinast í stærri einingar. Það em þó ýmsir hér á Eskifirði sem sjá „Rauðu hættuna” bera við brún á Oddsskarði. Þeir halda að komm- amir komi og leggi hér allt undir sig og em því ekkert hrifnir af sameiningarhugmyndum. Ég er ekkert hissa á því en lít hins vegar svo á að Alþýðubanda- lagið í Neskaupstað hafi haft á að skipa góðu fólki sem hefúr náð árangri og eðlilega notið þess. Rangur flokkur? En nú að allt öðm. Hrafnkell sagði fyrir nokkm af sér for- mennsku i kjördæmisráði Sjálf- stæðisflokksins i Austurlands- kjördæmi. Það rökstuddi hann í fjölmiðlum með þeim hætti að hann gæti ekki stutt svokölluð skerðingarfmmvörp rikisstjóm- arinnar og síst frumvarpið um stéttarfélög og vinnudeilur. Er Hrafnkell A. Jónsson kannski í röngum stjómmálaflokki? „Nei, ég er það nú reyndar ekki. Það er nú þannig að flokka- kerftð íslenska er ákaflega sér- kennilegt. Ég hef aldrei farið neitt i felur með það að ef ég væri í einhverju öðm landi, þar sem flokkakerfið er stokkað upp með öðmm hætti þá væri ég sjálfsagt í hægri armi einhvers krataflokks. Sjálfstæðisflokkur- inn hefur verið býsna vinstri- sinnaður miðað við ihaldsflokka í nágrannalöndunum. Mikið tillit hefur verið tekið til. félagslegra viðhorfa. Það má hins vegar segja að fyrir bragðið sé Sjálf- stæðisflokkurinn bastarður meðal flokka. Þetta á reyndar við um allt íslenska flokkakerfið. Mestu íhaldsmönnum sem ég hef kynnst kynntist ég í Alþýðubandalag- inu. En þar hef ég líka kynnst mörgu ágætu fólki sem ég hef átt fulla samleið með skoðanalega séð. Ég lít ekki á stjómmál sem trúarbrögð heldur tæki til að skapa viðunandi lífskjör fyrir sem flesta. Ég held að það sé best gert með þeim hætti að einstaklingurinn fái sem mest svigrúm án þess að ganga á svig- rúm næsta manns. Ég er ekki þeirrar skoðunar að hinir hæf- ustu skulu lifa en hinir deyja eins og sanntrúaðir einstaklings- hyggjumenn líta á málið”. Styður Ólaf Hrefnkell hefur lýst yfir stuðningi við einn forsetafram- bjóðendanna og þaö sinn foma fjanda Olaf Ragnar Grímsson. Hvemig skyldi standa á þessu? „Já, ég styð Olaf og mun leggja mig allan fram um að tryggja að Austfirðingar láti ekki sitt eftir liggja til að hann nái kjöri. Ég lít svo að kostir hans séu ótvíræðir. Hann er óumdeilanlega mjög hæfur stjómmálamaður þótt hann hafi haldið fram skoðunum sem ég hef ekki verið sammála. Það breytir ekki því að hann hefur sýnt mikla forystuhæfileika. Ólafur hefur trúlega meiri al- þjóðleg tengsl en flestir aðrir stjómmálamenn. Ég hef aö vísu heyrt því haldið fram af mönnum sem ég met mikils að við eigum helst að kjósa einhvern afdala- mann af því að forsetinn eigi ekkert að vera að glenna sig framan í útlendinga. Það er ekki mitt sjónarmið. Ólafur hefur sýnt það að hann getur komið fram fyrir hönd þjóðarinnar og það með glæsibrag”. ...og inn á safn Að lokum. Nú sest þú í stól héraðsskjalavarðar um næstu mánaðamót. Munt þú vinna það starf með öðmm hætti en gert hefur verið hingað til? „Það verður framtíðin að leiða í ljós. Það er auðvitað margt að breyt- ast á safnasviðinu, ekki síst með breyttri tækni. Ég hef lítinn tíma haft til að velta þessu nýja starfi fyrir mér en get sem dæmi nefnt að ég hef áhuga á að tölvuskrá allt safnið og koma á góðu sam- bandi við önnur söfn t.d. bæjar- skjalasafnið í Neskaupstað og ljósmyndasafnið á Eskifirði. Mér er einnig kunnugt um ýmis gögn á söfnum t.d. í Reykjavík sem mér þætti fengur í fyrir þetta safn og hef áhuga á að nálgast þau”, sagði Hrafnkell að lokum. SÞ

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.